indó merki

Skilmálar á bankamáli

Skilmálar indó sparisjóðs

Skilmálar innlánsreikninga

  1. indó sparisjóður hf. (“indó”), kt. 411018 0400, með höfuðstöðvar að Nóatúni 17, 105 Reykjavík, http://www.indo.is, er fjármálafyrirtæki samkvæmt 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. indó hefur starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands og lítur jafnframt eftirliti hans.

Um skilmálana, gildistöku og breytingar

  1. Almennir skilmálar innlánsreikninga gilda um alla innlánsreikninga sem stofnaðir eru hjá indó. Skilmálarnir hafa að geyma stöðluð ákvæði um réttindi og skyldur indó og eigenda innlánsreikninga. Ákvæði skilmálanna sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu teljast vera rammasamningur um greiðsluþjónustu í skilningi þeirra laga.
  2. Viðskiptavinir sparisjóðsins skulu kynna sér þær reglur og/eða þá skilmála sem gilda um viðkomandi viðskipti. Almennir viðskiptaskilmálar indó gilda einnig um viðskipti milli sparisjóðsins og viðskiptavina hans og eru þessum skilmálum til fyllingar. Þá gilda jafnframt skilmálar debetkorta, og skilmálar indó appsins til viðbótar skilmálum þessum.
  3. Skilmálar debetkorta og skilmálar indó appsins ganga framar komi upp ósamræmi. indó er heimilt að gera breytingar á skilmálum þessum hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara ef þær eru til hagsbóta fyrir viðskiptavini, leiða af breytingum á lögum eða reglum sem um starfsemi sparisjóðsins gilda eða varða atriði sem falla utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011.
  4. Að öðrum kosti taka breytingar gildi með tveggja mánaða fyrirvara.
  5. Viðskiptavinur telst hafa samþykkt breytingarnar geri hann ekki athugasemdir innan þess tíma.
  6. Uppfærðir skilmálar eru birtir á vef sparisjóðsins http://www.indo.is.

Upphaf viðskipta

  1. Við upphaf viðskipta, þ.e. við stofnun innlánsreiknings, er viðskiptavini skylt að sanna á sér deili með framvísun fullgildra og viðurkenndra rafrænna persónuskilríkja. indó ber einnig skylda til að kanna áreiðanleika viðskiptavina sinna skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, skv. ákvæðum almennra viðskiptaskilmála sparisjóðsins.
  2. Við fyrstu viðskipti viðskipavinar við indó eftir gildistöku skilmálanna telst viðskiptavinur hafa samþykkt skilmála þessa sem reikningseigandi og aðra skilmála sem tilheyra viðkomandi viðskiptum.
  3. indó er heimilt að hafna umsókn um stofnun innlánsreiknings, nema lög kveði á um annað.
  4. indó ber almennt ekki skylda til að rökstyðja ákvörðun sína um synjun nema að lög mæli svo fyrir.
  5. Fallist viðskiptavinur ekki á rökstuðning sparisjóðsins getur hann beint kvörtun til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sjá nánar upplýsingar um nefndina á heimasíðu sparisjóðsins.

Meðferð öryggisupplýsinga og öryggisráðstafanir

  1. Í viðskiptum með innlánsreikninga notar viðskiptavinur persónubundna öryggisþætti til auðkenningar og til staðfestingar á greiðslum og öðrum viðskiptum í samræmi við öryggiskröfur indó á hverjum tíma. Með persónubundnum öryggisþáttum er átt við hvers konar auðkenningu sem bundin er við viðkomandi viðskiptavin eingöngu og hann einn getur notað til að sanna á sér deili, svo sem rafræn skilríki eða notandanafn, lykilorð og öryggisnúmer sem viðskiptavinur velur sér eða fær úthlutað við stofnun innlánsreiknings.
  2. Viðskiptavinur getur ávallt breytt öryggisnúmeri sínu í indó appinu. indó áskilur sér rétt til að breyta öryggiskröfum sínum varðandi auðkenningu og persónubundna öryggisþætti án fyrirvara.
  3. Viðskiptavinur ábyrgist að varðveita öryggisupplýsingar og upplýsingar um persónubundna öryggisþætti með tryggum hætti og ber ábyrgð á því að þær berist ekki í hendur óviðkomandi aðila eða séu aðgengilegar öðrum. Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum aðgerðum, þ.á m. fjárhagslegum færslum sem staðfestar eru með persónubundnum öryggisþáttum. Notkun persónubundinna öryggisþátta jafngildir undirskrift viðskiptavinar. Viðskiptavini ber að tilkynna indó án tafar ef hann hefur ástæðu til að ætla að óviðkomandi aðili hafi komist yfir upplýsingar um persónubundna öryggisþætti sína. Skal hann breyta þeim eins fljótt og við verður komið. Varðveiti viðskiptavinur persónubundna öryggisþætti sína ekki í samræmi við framangreint telst það vera stórfellt gáleysi af hans hálfu. indó getur lokað á notkun rafrænna skilríkja eða leyninúmers og gert viðskiptavini að skipta út sömu þáttum ef grunur leikur á misnotkun eða villuhættu.

Umboð

  1. Reikningseiganda er einum heimilt að taka út af innlánsreikningi sínum nema lög kveði á um annað eða ef reikningseigandi hefur gert samning sem heimilar þriðja aðila úttektir. Reikningseigandi getur veitt þriðja aðila umboð til að annast viðskipti við sparisjóðinn fyrir sína hönd og skal slíkt umboð vera skriflegt og vottað af tveimur vottum, af lögmanni eða af lögbókanda (notario publico).
  2. Í umboði skal tiltaka nákvæmlega til hvaða erinda umboðið tekur og hefur indó heimild til að synja viðskiptum á grundvelli umboðs reikningseiganda telji sparisjóðurinn það ekki fullnægjandi. indó getur hvenær sem krafist þess að sá sem óskar úttektar sanni á sér deili með fullnægjandi hætti að mati sparisjóðsins. Reikningseigandi ber fulla ábyrgð á aðgerðum umboðsmanns á grundvelli umboðs og ber ábyrgð á að tilkynning um afturköllun umboðs berist sparisjóðnum. Almenn tilkynning þar að lútandi, svo sem til fyrirtækjaskrár RSK, telst ekki fullnægjandi.

Greiðslur

  1. Greiðslur inn og út af reikningum eru framkvæmdar með þeim greiðslumiðlum sem í boði eru af hálfu sparisjóðsins hverju sinni. Með greiðslumiðli er í skilmálum þessum átt við hvers kyns persónubundinn búnað og/eða verklag sem bankinn og viðskiptavinur koma sér saman um og viðskiptavinur notar til að gefa greiðslufyrirmæli, t.d. debetkort eða rafrænar/stafrænar greiðslulausnir.
  2. Um notkun greiðslumiðils gilda jafnframt skilmálar viðkomandi greiðslumiðils. Greiðslufyrirmæli í indó appið, sem berast fyrir miðnætti, teljast móttekin á þeim bankadegi en kunna að vera framkvæmd næsta virka dag þar á eftir.
  3. indó telst ekki hafa móttekið greiðslufyrirmæli fyrr en sparisjóðurinn hefur móttekið allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma greiðsluna. Greiðslufyrirmæli sem falla undir stórgreiðslukerfi eru einnig háðar reglum Seðlabanka Íslands um stórgreiðslumörk.
  4. indó getur synjað viðskiptavini um framkvæmd greiðslufyrirmæla uppfylli viðskiptavinur ekki skilyrði skilmála þessara eða reglna sparisjóðsins, t.d. ef ekki er næg innistæða á reikningi viðskiptavinar eða ef lokað hefur verið fyrir útborganir af öðrum ástæðum. Synji indó um framkvæmd greiðslufyrirmæla verður viðskiptavini tilkynnt um það.
  5. Hafni indó greiðslufyrirmælum jafngildir það því að greiðslufyrirmæli hafi ekki verið móttekin. indó er þrátt fyrir framangreint heimilt, en ekki skylt, að fresta framkvæmd greiðslufyrirmæla þar til næg innistæða er á reikningi viðskiptavinar að meðtöldum kostnaði og öðrum gjöldum. Í því sambandi er sparisjóðnum heimilt að láta reyna á skuldfærslu á reikning viðskiptavinar fyrir greiðslunni næstu fimm virka daga eftir móttöku greiðslufyrirmælanna.
  6. Fyrirfram móttekin greiðslufyrirmæli verða framkvæmd þrátt fyrir að síðari atburðir geri það að verkum að sá sem gaf fyrirmælin hefði sjálfur ekki getað gefið þau, t.d. vegna afturköllunar á prókúru eða vegna andláts viðskiptavinar. Viðskiptavinur getur einungis afturkallað eða stöðvað greiðslufyrirmæli ef skilyrði laga um greiðsluþjónustu þar að lútandi eru uppfyllt. Fyrirfram móttekin greiðslufyrirmæli verða þó ekki framkvæmd eftir að reikningi hefur verið lokað.
  7. Viðskiptavinur á ekki rétt á endurgreiðslu þegar hann hefur veitt indó samþykki sitt fyrir framkvæmd greiðslu og, ef við á, sparisjóðurinn eða viðtakandi greiðslu veitti upplýsingar um greiðslur í framtíðinni eða kom þeim á framfæri við greiðanda á umsaminn hátt að minnsta kosti fjórum vikum fyrir gjalddaga. Hafi greiðslufyrirmæli verið afturkölluð ber sparisjóðurinn hvorki ábyrgð á greiðslu vaxta né annarra gjalda vegna gjaldfallinna greiðslna. Um greiðsluþjónustu gilda takmarkanir sem kunna að felast í ákvæðum laga um gjaldeyrismál á hverjum tíma og reglum settum samkvæmt þeim lögum.

Reikningsyfirlit

  1. Reikningseigandi getur nálgast yfirlit yfir alla reikninga sína og færslur í indó appinu. Ársyfirlit eru einvörðungu birt á rafrænu formi í indó appinu. Reikningseigandi skal fara yfir reikningsyfirlit sín reglulega. Hafi hann athugasemdir við færslur ber honum að senda skriflega og undirritaða athugasemd til sparisjóðsins innan 30 daga frá greiðslu eða 20 daga frá birtingu reikningsyfirlits. Berist ekki athugasemd telst reikningsyfirlitið rétt. Sparisjóðnum ber skylda til að endurgreiða reikningseigendum greiðslur sem hann hefur tekið ranglega út af reikningum þeirra. Á sama hátt hefur sparisjóðurinn heimild til að draga til baka greiðslur sem hann hefur ranglega lagt inn á reikning reikningseiganda, s.s. þegar sama greiðsla er lögð inn tvisvar sinnum í röð eða þegar innsláttur á röngum upplýsingum leiðir til þess að greiðsla fer til annars og óviðkomandi móttakanda.
  2. Slíkar leiðréttingar skulu eiga sér stað jafnharðan og koma fram á reikningsyfirlitum reikningseiganda. Mistök af hálfu viðskiptavina við millifærslur, skuldfærslur og innborganir á reikning þriðja aðila sem leiða til þess að greitt er inn á rangan reikning verða ekki leiðréttar af sparisjóðnum án samþykkis móttakanda greiðslunnar. Slík mistök eru á ábyrgð viðskiptavina sparisjóðsins. Þegar um óheimilaða eða gallaða greiðslu er að ræða og reikningseiganda verður ekki um kennt, hann hefur ekki lagt fram rangt kennimerki viðtakanda og gallinn verður ekki rakinn til óviðráðanlegra ytri atvika eða lagaskylda sem indó ber að fylgja skal sparisjóðurinn endurgreiða reikningseiganda fjárhæð hinnar óheimiluðu eða gölluðu greiðslu og, ef við á, bakfæra reikning reikningseiganda til sömu stöðu og hann hefði verið í ef hin óheimilaða eða gallaða greiðsla hefði ekki átt sér stað. Gera skal kröfu um slíka leiðréttingu án tafar og eigi síðar en 13 mánuðum frá dagsetningu skuldfærslu. Hinn lengdi tímafrestur gildir þó aðeins ef reikningseigandi getur sýnt fram á að bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði um aðgengi hans að reikningsyfirliti.

Vextir

  1. Vaxtakjör innlánsreikninga eru breytileg nema um annað sé samið og birtast fyrir hverja reikningstegund í vaxtatöflu sparisjóðsins. Vaxtakjörin eru háð ákvörðun sparisjóðsins hverju sinni sem tekur meðal annars mið af breytingum á rekstrarkostnaði, opinberum álögum og/eða öðrum ófyrirséðum kostnaði og vöxtum á innlánsreikningum Seðlabanka Íslands. Hafi orðið breyting á einhverjum þessara þátta þegar endurskoðun vaxta fer fram, getur það leitt til þess að vöxtum verði breytt, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Innlánsvextir ákvarðast og breytast án nokkurs fyrirvara í samræmi við vaxtaákvörðun indó á hverjum tíma, en ef vextir breytast viðskiptavini í óhag skal sú breyting taka gildi tveimur mánuðum eftir að hún er tilkynnt þó sbr. ákvæði í næstu málsgrein..
  2. Breytingar á innlánsvöxtum sem einvörðungu má rekja til breytinga á vöxtum á viðskiptareikningi Seðlabanka Íslands taka gildi þegar í stað og án fyrirvara.
  3. indó veitir viðskiptavinum upplýsingar um slíkar vaxtabreytingar árlega með reikningsyfirliti. Breytingar á vaxtakjörum greiðslureikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu nr. 120/2011 taka breytingum með tveggja mánaða fyrirvara í samræmi við 42. gr. tilgreindra laga nema breyting byggist á breytingu á breytinga á vöxtum á innlánsreikningum Seðlabanka Íslands eða er til hagsbóta fyrir viðskiptavini þá tekur hún gildi án nokkurs fyrirvara.
  4. Við vaxtaútreikning er miðað við raundagafjölda í mánuði og 360 vaxtadaga í ári (ACT/360). Innborgun á greiðslureikning í skilningi laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011 ber vexti frá og með þeim tíma þegar fjármunir eru eignfærðir á reikning. Dagurinn fyrir skuldfærslu á greiðslureikning er síðasti vaxtadagur útborgunar. Sérstakar reglur geta gilt um vaxtaútreikning á öðrum reikningum sem og vegna innborgana og útborgana sem framkvæmdar eru um helgar og á lögbundnum frídögum.
  5. Fjármagnstekjuskattur er skuldfærður af vaxtatekjum. Upplýsingar um innlánsvexti má nálgast á vef sparisjóðsins, http://www.indo.is og í tilkynningum sparisjóðsins um almennar vaxtabreytingar.

Verðskrá (gjaldtaka sparisjóðsins)

  1. Reikningseigandi skal greiða gjöld fyrir þjónustu sparisjóðsins sem og annan kostnað samkvæmt verðskrá sparisjóðsins hverju sinni. Sparisjóðnum er heimilt að skuldfæra gjöld og kostnað af reikningi viðskiptavinar hjá indó og skulu slíkar skuldfærslur koma fram á reikningsyfirliti skuldfærslureiknings. indó hefur heimild til að breyta verðskrá sinni án nokkurs fyrirvara. Varði breytingarnar nýja þjónustuþætti sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011 ber indó að tilkynna um þær með tveggja mánaða fyrirvara. Breytingar eru birtar í verðskrá sparisjóðsins á heimasíðu hans, http://www.indo.is. Geri viðskiptavinur ekki athugasemdir við breytingar á verðskrá fyrir gildistöku þeirra telst hann hafa samþykkt þær.
  2. Viðskipti í erlendum myntum fara eftir gengistöflu sparisjóðsins eins og hún er hverju sinni. Gengistöflu má finna á heimasíðu sparisjóðsins, www.indó.is. Eðli viðskipta ræður því á hvaða gengi viðskipti eru framkvæmd. Myndist gengismunur vegna viðskipta bera viðskiptavinir áhættuna af því, nema samið hafi verið um annað.
  3. Upplýsingar um verðskrá má nálgast á vef sparisjóðsins http://www.indo.is og í indó appinu.

Binditími

  1. Innlánsreikningar eru óverðtryggðir og ýmist bundnir til skamms tíma eða óbundnir.

Innlánsreikningar einstaklinga undir 18 ára aldri

  1. Einstaklingar á aldrinum 13 til 17 ára (“ungmenni”) geta stofnað innlánsreikninga og átt viðskipti við indó að því gefnu að hið minnsta einn forráðamaður sé í viðskiptum við indó við stofnun reiknings
  2. Forráðamaður ungmennis hefur sýn á bæði stöðu reikninga og færslur um greiðslukort ungmennisins í gegnum sinn eigin aðgang að indó.
  3. Indó áskilur sér einhliða rétt til þess að heimila ekki kortafærslur ungmenna til vissra flokka söluaðila sem indó hefur skilgreint sem sérlega varhugaverða, til dæmis þeirra sem flokkast sem fjárhættuspil eða þar sem líkur á mansali eru taldar auknar. Þessir flokkar eru breytingum háðir og eru skilgreindir hverju sinni á vefsíðu indó undir Spurt og Svarað og spurningunni “Hvað get ég ekki keypt með indókortinu ef ég er undir 18 ára?“.

Útborgun án heimildar

  1. Reikningseigandi skal fylgjast grannt með stöðu innlánsreiknings og er óheimilt að draga á reikninginn fjárhæð sem er umfram innstæðu. Reikningseigandi skuldbindur sig til að endurgreiða sparisjóðnum innistæðulausar útborganir af reikningi sínum auk kostnaðar. Kostnað vegna innistæðulausrar útborgunar má finna í vaxtatöflu sparisjóðsins á vef hans, http://www.indo.is .

Debetkort

  1. Debetreikningar teljast til innlánsreikninga og um notkun debetkorta sem gefin eru út vegna slíkra reikninga gilda _Skilmálar debetkorta _sem birtir eru á vef sparisjóðsins, http://www.indo.is .

Skuldajöfnuður

  1. indó áskilur sér rétt til þess að skuldajafna innstæðu á innlánsreikningi við kröfur sem sparisjóðurinn kann að eiga á hendur reikningseiganda, nema lög mæli fyrir um annað. Skilyrði skuldajafnaðar eru þau að kröfurnar séu sambærilegar, hæfar til að mætast, gildar, skýrar og ótvíræðar. Lýsi bankinn yfir skuldajöfnuði verður reikningseiganda tilkynnt um það með sannanlegum hætti.

Uppsögn og lokun innlánsreikninga

  1. Reikningseiganda er hvenær sem heimilt að leggja fram beiðni um lokun innlánsreiknings síns og skal hún send með sannanlegum hætti.
  2. indó er heimilt að segja upp samningi um innlánsreikning með tveggja mánaða fyrirvara og skal slík uppsögn send með sannanlegum hætti eins fljótt og við verður komið.
  3. Ef uppsögn má rekja til atvika sem valda verulegri fjártjóns- eða orðsporsáhættu fyrir sparisjóðinn eða grunur vakni um að fjármunir á reikningi séu ágóði af ólögmætri háttsemi og/eða tengist fjármögnun hryðjuverka er sparisjóðnum heimilt að loka reikningi fyrirvaralaust.
  4. Sparisjóðurinn áskilur sér einnig rétt til þess að læsa eða loka reikningi án fyrirvara verði reikningseigandi uppvís að brotum gegn skilmálum þessum eða öðrum skilmálum sparisjóðsins sem reikningseigandi hefur samþykkt að fylgja.
  5. Við lokun innlánsreiknings er sparisjóðnum heimilt að skuldfæra ógreidd gjöld viðskiptavinar fyrir lokun hans.
  6. Sparisjóðurinn má hafna öllum færslum eða greiðslum út af reikningi viðskiptavinar ef ekki er næg innistæða fyrir slíkum færslum eða greiðslum.

Fjarsala á innlánsreikningum

  1. Um fjarsölusamninga er fjallað í lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu nr. 33/2005. Um er að ræða fjarsölusamning sé samningurinn liður í skipulegri fjarsölu þjónustuveitanda og eingöngu sé notuð fjarskiptaaðferð fram að og við stofnun samningsins. Viðskiptavinur hefur rétt til að falla frá fjarsölusamningi, án þess að tilgreina nokkra ástæðu, enda sendi hann tilkynningu þar að lútandi til sparisjóðsins innan 14 daga frá þeim degi sem samningur er gerður eða frá þeim degi þegar reikningseiganda berast upplýsingar um samningsskilmála ef þeir berast eftir að samningur er gerður.
  2. Ef reikningseigandi nýtir rétt sinn til að falla frá samningi skal hann innan frestsins og með sannanlegum hætti tilkynna sparisjóðnum um það. Nýti reikningseigandi sér rétt sinn til að falla frá samningi er sparisjóðnum heimilt að krefjast greiðslu fyrir þá þjónustu sem þegar hefur verið innt af hendi samkvæmt verðskrá og vaxtatöflu sparisjóðsins, enda hafi hún verið innt af hendi að ósk reikningseiganda áður en ofangreindur frestur var liðinn.

Úrlausn ágreiningsmála

  1. Um úrlausn ágreiningsmála vísast til Almennra viðskiptaskilmála indó Sparisjóðs hf.
  2. Skilmálar þessir eru gefnir út á íslensku og gilda frá og með 9. maí 2022 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.

Skilmálar debetkorta

Almennt um debetkort

  1. Skilmálar þessir taka til korthafa, viðkomandi færsluhirða sem annast kortavinnslu og færslumiðlun og indó sparisjóðs hf., („indó“) sem hefur gefið kortið út til korthafa samkvæmt leyfi frá alþjóðlegri kortasamsteypu.

  2. Færslur með debetkorti eru skráðar á veltureikning (reikning) sem korthafi skal stofna eða hafa við sparisjóðinn. Færsluhirðir er aðili sem tekur við kortafærslum og greiðir þær til þjónustuaðila. Færsluhirðir innheimtir síðan kortafærslurnar hjá útgefanda sem innheimtir þær hjá korthafa. Ef korthafi og reikningshafi eru ekki sami aðili gilda reglur þessar og skilmálar einnig fyrir reikningshafa.

  3. _Skilmálar innlánsreikninga, Skilmálar indó appsins _ og Almennir viðskiptaskilmálar indó eru hluti af skilmálum þessum eins og við getur átt. Ef ósamræmi er milli skilmálanna, ganga ákvæði þessarra skilmála framar almennum skilmálum innlánsreikninga og almennum viðskiptaskilmálum.

  4. Enfuce auk Reiknistofu bankanna (RB), annast ýmsa þætti debetkortaþjónustu fyrir indó samkvæmt samningum þeirra á milli.

  5. Korthafar geta ávallt nálgast skilmála þessa, verðskrá sparisjóðsins og vaxtatöflu á vefsíðu indó, http://www.indo.is, sem og í indó appinu.

  6. indó er fjármálafyrirtæki sem veitir viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu skv. lögum um fjármálafyrirtæki 161/2002.

    Helstu upplýsingar um indó sparisjóð hf.:

  • indó sparisjóður hf., kennitala. 411018 0400, Nóatún 17, 105 Reykjavík
  • Netfang: indo@indo.is
  1. indó er fjármálafyrirtæki samkvæmt 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og hefur starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands og lýtur jafnframt eftirliti hans.

Umsókn og útgáfa debetkorts

  1. Umsækjandi debetkorts skal fylla út umsókn um stofnun innlánsreiknings hjá indó í gegnum indó appið. indó áskilur sér allan rétt til að hafna umsókn um debetkort án þess að tilgreina ástæðu.
  2. Korthafi skal vera reikningshafi.
  3. indó ákveður gildistíma debetkortsins og er hann skráður á kortið hverju sinni. Kortin eru til notkunar þar sem merki VISA er uppi, innan- og utanlands. Um notkunina gilda ákvæði skilmála þessarra og ákvæði Skilmála innlánsreikninga, Skilmála indó appsins og Almennra viðskiptaskilmála sparisjóðsins eins og þeir eru á hverjum tíma.
  4. Kortin eru auðkennd með nafni indó sem gefur þau út. Þau eru af tegundinni Debet VISA og eru eign indó.
  5. Korthafi skal rita nafn sitt aftan á kortið.
  6. Korthafi heimilar sparisjóðnum að endurnýja kortið 6 vikum áður en gildistíminn rennur út og halda áfram að endurnýja kortið með sama hætti á meðan ekki berast skrifleg fyrirmæli um annað frá korthafa.
  7. Með fyrstu notkun debetkortsins telst korthafi hafa samþykkt að hlíta gildandi debetkortaskilmálum indó og bókunaraðferðum hans. Áður en umsækjandi samþykkir skilmálana ber honum að kynna sér þá vandlega. Skilmála debetkorta, eins og þeir eru á hverjum tíma, má finna á heimasíðu indó: http://www.indo.is.
  8. Með undirritun umsóknar heimilar korthafi indó vinnslu upplýsinga sem nauðsynlegar eru til reksturs greiðslumiðlunarkerfisins að baki debetkortinu, svo sem að auðkenna greiðslur frá korthafa og tryggja rekjanleika þeirra.

Notkun korts

Almennt

  1. Korthafi hefur einn heimild til að nota kort sitt.
  2. Með persónubundnum öryggisþáttum í skilmálum þessum er átt við hvers konar auðkenningu sem bundinn er við viðkomandi einstakling eingöngu og hann einn getur notað til að sanna á sér deili í viðskiptum samkvæmt skilmálum þessu, svo sem rafræn skilríki, PIN númer og fingrafar.
  3. Með korti í skilmálum þessum er einnig átt við virkni með sýndarnúmeri (e. token) sem indó lætur af hendi til korthafa til úttektar án plastkorts með farsíma eða öðrum snjalltækjum með tryggum hætti (snertilausar greiðslur með farsíma/snjalltæki).
  4. Unnt er að tengja kortið við rafrænt veski (e. wallet) til þess að virkja snertilausar greiðslur með farsíma eða öðru snjalltæki sem gerir korthafa kleift að greiða með tækinu á greiðslustöðvum (posum) sem útbúnir eru til þess.
  5. Debetkort má nota á eftirfarandi hátt:
  • sem alþjóðlegt greiðslukort til kaupa á vöru eða þjónustu,
  • sem hraðbankakort til úttektar og innlagnar á reiðufé í hraðbönkum,
  • sem bankakort til úttektar eða greiðslu á banka/sparisjóði,
  • tengt við farsíma eða önnur snjalltæki til kaupa á vöru eða þjónustu með snertilausum greiðslum
  1. Kortið er einungis hægt að nota með lestri upplýsinga af segulrönd/örgjörva eða sýndarnúmeri í farsíma eða snjalltæki þess á rafrænan hátt,þ.m.t. með snertilausum hætti. Korthafa er óheimilt að gefa upp númer kortsins, PIN númer eða aðra persónubundna öryggisþætti, til greiðslu án rafrænnar notkunar þess, nema útgefandi hafi samþykkt slíka notkun.
  2. Kortið gildir ekki til greiðslu símleiðis eða bréflega.
  3. Framvísun korthafa á debetkorti á sölustað felur í sér samþykki fyrir greiðslu og greiðslufyrirmæli verða ekki afturkölluð þegar segulrönd kortsins/örgjörvi hefur verið lesin/n.
  4. Notkun debetkorts hjá öðrum fjármálastofnunum eða í hraðbönkum, sem dæmi, kann að hafa í för með sér kostnað fyrir korthafa skv. verðskrá viðkomandi aðila. Slíkur kostnaður er indó óviðkomandi og ber korthafi ábyrgð á greiðslu slíks kostnaðar eftir því sem hann fellur til.

Debetkort sem greiðslukort

  1. Þegar korthafi greiðir fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti sínu og undirritar kaupnótu eða notar PIN númer eða snertilausa staðfestingu vegna þeirra viðskipta, þá staðfestir hann að næg ráðstöfunarfjárhæð sé á reikningi sínum og samþykkir þar með, að sú upphæð sé tekin út af honum samkvæmt færslu- og bókunaraðferðum indó.
  2. Korthafi á rétt á eintaki af sölunótu við notkun kortsins, en annað eintak er varðveitt hjá seljanda. Færsluboð eru send frá seljanda rafrænt til uppgjörs hjá banka/sparisjóði seljanda og korthafa. Upplýsingar um viðskipti geymast í bókhaldi þess aðila og verða ekki látnar öðrum í té, nema vegna rannsóknar opinberra mála, sé þeirra krafist.
  3. Sérhver ágreiningur eða tjón vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem greidd er með kortinu er útgefanda þess algerlega óviðkomandi og án ábyrgðar fyrir hann.
  4. indó er heimilt að skuldfæra viðskiptareikning korthafa fyrir úttektum hans með korti miðað við útgáfudag/dagsetningu kaupnótu. Korthafi getur ekki afturkallað greiðslur er hann innir af hendi með korti sínu.
  5. Við kaup á vöru og þjónustu skal korthafi sjálfur slá inn PIN númer sitt, fari sölu- eða þjónustuaðili fram á slíkt, eða rita nafn sitt með eigin hendi á sölunótu/samning, enda sé ekki um snertilausa notkun sé að ræða. Með áritun á sölunótu eða innslætti á PIN númeri eða við snertilausa notkun samþykkir korthafi þau viðskipti sem tilgreind eru á sölunótunni/samningi.

Debetkort í hraðbönkum

  1. Þegar debetkortið er notað í hraðbönkum skal nota persónubundna öryggisþætti til samræmis við öryggiskröfur indó hverju sinni og telst notkun á kortinu með þeim hætti að vera samþykki korthafa til sparisjóðsins fyrir úttekinni fjárhæð.
  2. Við peningaúttekt eða aðrar aðgerðir og afgreiðslur í hraðbanka, eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, er notkun persónubundinna öryggisþátta ígildi undirskriftar korthafa.
  3. Við peningaúttekt eða aðrar aðgerðir og afgreiðslur í hraðbanka, eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, kunna rekstaraðilar slíkra hraðbanka eða tækja að innheimta kostnað vegna slíkrar notkunar. Slík innheimta er ekki á forræði indó og sparisjóðnum óviðkomandi. Allur kostnaður vegna slíkrar notkunar er skuldfærður af innlánsreikningi viðskiptavinar skv. gjaldskrá viðkomandi rekstraraðila.

Debetkort til úttektar í banka/sparisjóði

  1. Við peningaúttekt eða greiðslu í banka eða sparisjóði skal framvísa kortinu hjá gjaldkera. Afgreiðsla fer fram á rafrænan hátt og gilda um hana, eftir atvikum, aðrir liðir í reglum þessum.

Varðveisla, meðferð og ábyrgð korthafa

  1. Kortið er verðmæti sem skal gæta eins og peninga.
  2. Upplýsingar um PIN númer fyrir debetkort eru sendar í app korthafa. Persónubundnir öryggisþættir (þ. á m. PIN númer) eru notaðir til að framkvæma greiðslur í verslunum þar sem beðið er um slíkt eða til úttekta á hraðbönkum.
  3. Korthafi ábyrgist að varðveita kortið og PIN númer þess þannig að enginn annar en hann geti notað það.
  4. Korthafi skuldbindur sig til:
  • að láta persónubundna öryggisþætti sína ekki öðrum í té
  • að geyma upplýsingar um persónubundna öryggisþætti sína ekki með kortinu né í veski, snjalltæki eða öðrum rafrænum búnaði með þeim hætti að hann kunni að vera aðgengilegur öðrum,
  • að láta ekki skráningu gefa til kynna að um sé að ræða persónubundna öryggisþætti vegna vegna debetkorts, hafi hann skráð þá á tiltekinn stað,
  • að ganga úr skugga um að enginn sjái þegar hann notar persónubundna öryggisþætti eins og t.d. þegar PIN númer er slegið inn.
  • varðveiti korthafi persónubundna öryggisþætti sína ekki í samræmi við ofangreint, eða á annan þann hátt sem eykur verulega hættu á misnotkun, telst það stórfellt gáleysi.
  1. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum/innlögnum með notkun debetkorts hans, sbr. þó ákvæði vegna Villu og ábyrgðar í skilmálum þessum.
  2. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart indó sem verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun kortsins eða PIN númers þess, sbr. ákvæði um Villu og ábyrgð í skilmálum þessum.
  3. Kortahafa er skylt að tilkynna indó um aðsetursskipti eins fljótt og auðið er svo tryggt sé að mikilvægar upplýsingar berist honum og rétt sé staðið að skráningu upplýsinga um hann í indó appinu (s.s. upplýsingar um netfang og annað). Indó ber ekki ábyrgð á því að tilkynningar berist ekki til viðskiptavinar sökum þess að hann hafi ekki uppfært tengiliðaupplýsingar í appinu.
  4. indó ákveður hvaða öryggisþættir eru notaðir við framkvæmd færslna eða annarra viðskipta við sparisjóðinn. Sparisjóðnum er heimilt að innkalla debetkort til uppfærslu á öryggisþáttum. Sparisjóðurinn getur gert viðskiptavini að skipta út öryggisþáttum ef grunur leikur á misnotkun eða villuhættu.

Úttektir og innlagnir

  1. Kortið er tengt veltureikningi korthafa hjá indó. Heimild til greiðslu/úttektar með kortinu takmarkast því við þá ráðstöfunarfjárhæð sem er til reiðu á þeim reikningi þegar kortið er notað.
  2. Korthafi skuldbindur sig til að eiga ávallt næga innistæðu fyrir hverri greiðslu/úttekt af þeim reikningi sem kortið er tengt.
  3. Reynist innistæða ekki næg vegna greiðslu/úttektar þá er korthafa kunnugt um að slíkar aðstæður geta haft í för með sér refsiábyrgð lögum samkvæmt. Slíkar úttektir munu jafnframt hafa í för með sér kostnað samkvæmt vaxtatöflu og verðskrá indó hverju sinni.
  4. Sparisjóðurinn áskilur sér rétt til að synja um heimild fyrir úttekt eða greiðslu með debetkorti. Algengustu ástæður þess að sparisjóðurinn synjar úttektarbeiðni eru eftirfarandi:
  • Kort hefur verið tilkynnt glatað eða stolið.
  • Fjárhæð greiðslu fer yfir ráðstöfunarfjárhæð á reikningi.
  • Staðfesting með persónubundnum öryggisþáttum hefur verið röng.
  • Gildistími kortsins er útrunninn.
  • Lög kveða á um annað.
  1. Sé fyrir hendi rökstuddur grunur um óheimila eða sviksamlega notkun kortsins áskilur sparisjóðurinn sér rétt til að synja um úttektarheimild og loka korti. Í því tilviki er korthafa gert viðvart í framhaldinu án tafar. Reynist sá grunur ekki á rökum reistur er opnað fyrir notkun kortsins að nýju.
  2. Útgefandi kortsins er ekki ábyrgur fyrir tjóni sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum.
  3. Korthafi getur nálgast reikningsyfirlit yfir úttektir og notkun debetkorts í indó appinu. Á yfirlitinu kemur fram nafn seljenda, þar sem kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti er að ræða kemur fram upphæð þess gjaldmiðils sem verslað var fyrir og viðmiðunargengi, sbr. ákvæði um Notkun erlendis þessara skilmála.

Notkun erlendis

  1. Úttektir korthafa í erlendri mynt eru umreiknaðar í íslenskar krónur á því gengi sem í gildi er á þeim degi er færslan kemur sem inn í kortakerfi útgefanda sem úttekt.
  2. Upplýsingar um gengi er að finna á heimasíðu indó: http://www.indo.is. Gengi er skráð alla virka bankadaga. Gengi er ekki skráð á innlendum frídögum eða á frídögum sem taka til alþjóðlegra kortasamsteypa. Verði gengi skráð á öðrum dögum tekur sú breyting gildi þegar í stað. Notkun korts í gjaldeyrisviðskiptum er háð upplýsingaskyldu til Seðlabanka Íslands samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og reglum settum með heimild í þeim lögum.
  3. Viðskiptavinur kann að þurfa að greiða kostnað til þriðja aðila vegna notkunar debetkortsins erlendis, s.s. þóknanir vegna úttekta í hraðbönkum o.s.fr. Slíkur kostnaður er indó óviðkomandi.
  4. Skiladagur færslu frá söluaðila til færsluhirðis ræður því, til hvaða kortatímabils úttekt heyrir.

Glötuð kort, lokun og afturköllun

  1. Glatist kort, verði korthafi var við óheimilar greiðslur eða vakni grunur um misnotkun kortsins ber honum að breyta persónubundnum öryggisþáttum, s.s. læsingu á snjallsímanum með viðeigandi öryggisstillingum, t.d. með nýju PIN númeri og frysta kortið í appinu og tilkynna sparisjóðnum um slíkt án tafar með því að hafa samband við þjónustuver sparisjóðsins í síma 111-1111 eða neyðarþjónustu Enfuce í síma 222-2222 utan hefðbundins þjónustutíma sparisjóðsins. Korthafi á rétt á að fá staðfestingu á að hann hafi sinnt tilkynningarskyldu sinni. Um leið og tilkynning hefur verið móttekin ber þeim sem tók á móti tilkynningunni að loka kortinu og koma í veg fyrir frekari notkun þess og/eða misnotkun. Sá sem móttekur tilkynningu korthafa, hvort heldur sem er sparisjóðurinn eða umboðsaðili VISA, ber að geyma slíka tilkynningu í 18 mánuði.
  2. Óski korthafi eftir nýju korti í stað glataðs ber honum að tilkynna sparisjóðnum um glatað kort og sækja um nýtt kort.
  3. indó getur afturkallað kortið fyrirvaralaust komi til misnotkunar á því eða brota korthafa á reglum og skilmálum sem um kortið gilda, að mati útgefanda eða sé um vanskil hjá korthafa að ræða.
  4. indó hefur heimild til þess að skrá öll afturkölluð kort og miðla þeim upplýsingum til seljenda vöru og þjónustu. Ef seljandi óskar þess að korthafi skili eftirlýstu korti, þá ber honum að afhenda það.
  5. indó áskilur sér rétt til að setja og varðveita á lokanaskrá banka og sparisjóða upplýsingar um ógildingu korts vegna misnotkunar.
  6. Korthafa er óheimilt að nota kortið eftir að gildistími þess rennur út eða hefur verið ógilt. Misnotkun kortsins varðar við lög sbr. m.a. 249 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Gjaldtaka

  1. Gjaldtaka vegna notkunar debetkorta fer eftir verðskrá sparisjóðsins eins og hún er hverju sinni og birt er á heimasíðu indó: http://www.indo.is.
  2. indó er heimilt að færa korthafa til gjalda á viðskiptareikningi hans gjöld vegna notkunar samkvæmt verðskrá sparisjóðsins. Verðskrá og vaxtatafla indó veita upplýsingar um gjöld, vaxtakjör og annað sem tengist notkun debetkorta og eru aðgengilegar á heimasíðu sparisjóðsins: http://www.indo.is.
  3. Breytingar á verðskrá sparisjóðsins verða tilkynntar á heimasíðu indó. Telst sú birting fullnægja kröfum laga um neytendalán nr. 33/2013.

Villur og ábyrgð

  1. Hafi korthafi athugasemdir við reikningsyfirlit sitt ber honum að senda skriflega og undirritaða athugasemd til sparisjóðsins innan 30 daga frá greiðslu eða 10 daga frá því að honum berst reikningsyfirlit.
  2. Telji korthafi að kort hans hafi verið notað með sviksamlegum hætti ber honum að tilkynna það án tafar til sparisjóðsins. Í öllum tilvikum þegar grunur um sviksamlega kortanotkun er fyrir hendi ber sparisjóðnum að loka korti og korthafa að afhenda kortið til sparisjóðsins. Eftir að tilkynning hefur borist til indó ber korthafi ekki tjón vegna úttekta sem hann á ekki sannarlega aðild að, nema að korthafi hafi sýnt af sér sviksamlega háttsemi. Korthafa ber skylda til að aðstoða sparisjóðinn, og eftir atvikum aðra aðila sem málið varðar, við að upplýsa málsatvik og lágmarka tjónið eins og kostur er.
  3. Þrátt fyrir ofangreinda tímafresti. hefur korthafi að hámarki 13 mánuði til að gera athugasemdir við reikningsyfirlit ef korthafi getur sýnt fram á að sparisjóðurinn hafi ekki uppfyllt skilyrði skilmála þessara um aðgengi korthafa að reikningsyfirliti.
  4. Korthafi ber sjálfsábyrgð vegna óheimilaðra greiðslna að fjárhæð sem svarar til allt að EUR 150, miðað við opinbert viðmiðunargengi hverju sinni, ef hinar óheimiluðu greiðslur má rekja til þess að korthafi hefur týnt debetkortinu eða kortinu hefur verið stolið eða notað með öðrum óréttmætum hætti áður en hvarf eða misnotkun þess er tilkynnt og notkunina má rekja til þess að korthafi uppfyllti ekki skyldu sína samkvæmt skilyrðum um varðveislu persónubundinna öryggisþátta eða kortsins sjálfs. Við ákvörðun fjárhæðar sjálfsábyrgðar er m.a. horft til málsatvika þegar kortið týndist, glataðist eða var nýtt með óréttmætum hætti og hvernig korthafi varðveitti kort sitt og persónubundna öryggisþætti. Korthafi er ábyrgur fyrir öllum úttektum sem staðfestar eru með persónubundnum öryggisþáttum, hafi hann ekki varðveitt þá í samræmi við skilmála þessa, enda telst varðveisla með öðrum hætti stórfellt gáleysi.
  5. Korthafi er einnig ábyrgur fyrir öllum snertilausum úttektum, hafi hann ekki áður tilkynnt útgefanda á sannanlegan hátt að kortinu, farsíma eða öðru snjalltæki hafi verið stolið.
  6. Korthafi ber ábyrgð á öllu tjóni vegna óheimilaðra greiðslna ef stofnað er til þeirra með sviksamlegum hætti eða ef korthafi hefur vanrækt skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum.
  7. Korthafi ber ekki ábyrgð á notkun korts eftir að hann hefur tilkynnt það glatað, nema hann hafi sýnt af sér sviksamlega háttsemi. Auk þess ber korthafi ekki ábyrgð á notkun korts eftir að hann hefur tilkynnt það glatað ef móttakandi tilkynningar hefur ekki lokað kortinu strax í kjölfar tilkynningar nema korthafi hafi sýnt af sér sviksamlega háttsemi.
  8. Útgefandi ber ekki ábyrgð á tjóni korthafa vegna tæknilegrar bilunar í hraðbanka eða öðru sjálfsafgreiðslutæki, né heldur á tjóni korthafa sem hlýst af því að sjálfsafgreiðslutæki hefur ekki samband við heimildarkerfi útgefanda. Telji korthafi og/eða reikningshafi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessa, hvílir sönnunarbyrðin á færsluhirði sem ber, fyrir hönd viðkomandi sölu- eða þjónustuaðila, að sýna fram á að viðskiptin hafi verið rétt skráð og réttilega færð inn á reikninga og að tæknibilun eða aðrir hnökrar hafi ekki valdið rangri skráningu sem leitt hafi til tjóns. Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir slíku tjóni skal hann senda útgefanda skriflega kvörtun. Útgefandi framsendir kvörtun korthafa til færsluhirðis. Ábyrgð færsluhirðis tekur ekki til tjóns sem kann að leiða af því að umbeðin fjárhæð, vara eða þjónusta, fæst ekki afhent, heldur takmarkast hún við beint fjárhagslegt tjón korthafa. Færsluhirðir ábyrgist ekki tjón þegar tæknibilun á að vera korthafa ljós, svo sem þegar skilaboð þess efnis koma fram á tölvuskjá.

Meðferð á persónuupplýsingum

  1. Persónuupplýsingar þær sem safnast um korthafa í tengslum við umsókn um debetkort verða skráðar í tölvukerfi útgefanda. Upplýsingar sem hér um ræðir eru m.a. kennitala, heimilisfang og aðrar þær upplýsingar sem aðilar hafa veitt sparisjóðnum með útfyllingu eyðublaða.
  2. Allar upplýsingar um kortareikninga og notkun korta eru vistaðar í tölvukerfum sparisjóðsins. Dulkóðaðar upplýsingar um færslur á korti korthafa eru sendar alþjóðlegum kortasamsteypum, þ.e. upplýsingar um kortanúmer, hvenær færsla er gerð, fjárhæð færslu og hver er starfsemi seljanda.
  3. Sparisjóðnum er heimilt lögum samkvæmt að halda utan um og vinna með upplýsingarnar með rafrænum hætti. Vinnsla getur t.d. verið nauðsynleg við gerð viðskiptasamninga, til að þjóna þeim á gildistíma þeirra og í því skyni að setja fram og birta upplýsingar í snjalltækjum. Vinnsla persónuupplýsinga getur einnig verið notuð sem grundvöllur fjármálaráðgjafar og greiningar viðskiptavina.
  4. Sparisjóðurinn kann að nota persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi, þ.m.t. til að þróa nýjar þjónustuleiðir og viðskiptalausnir sem beint er til ákveðins hóps viðtakenda á grunni persónuupplýsinga. indó getur haft samskipti í þessu skyni við viðskiptavini í gegnum sms, tölvupóst, indó appið eða önnur rafræn skilaboð. Sparisjóðurinn notar samskonar samskiptaleiðir til að meta gæði þjónustu sem indó veitir. Viðskiptavinir indó geta óskað eftir því að notkun persónugreinanlegra upplýsinga eða sending tölvupósts í markaðslegum tilgangi fari ekki fram.
  5. Flokkun persónuupplýsinga, svo sem vegna fjármálalegra færslna sem viðskiptavinur hefur aðgang að í gegnum snjalltækjalausnir, má setja fram gagnvart viðskiptavini með hverjum þeim hætti sem eykur notkunargildi þeirra og gegnsæi eða til að uppfylla þá þjónustuþætti sem í boði eru á hverjum tíma, enda sé öryggi upplýsinganna tryggt með fullnægjandi hætti eftir sem áður.
  6. Það kann að vera að upplýsingunum sé deilt með þriðja aðila t.d. til eftirlits- eða til þjónustuaðila en fyllsta öryggis og trúnaðar er gætt við slíka miðlun.
  7. Vinnsla og geymsla persónuupplýsinga skal vera í samræmi við það sem nauðsynlegt er til starfrækslu greiðslumiðlunar. Þá getur vinnsla persónuupplýsinga verið nauðsynleg við rannsóknir ef grunsemdir vakna um peningaþvætti eða aðra sviksemi og byggir slík vinnsla á viðeigandi löggjöf. indó skal gæta þess að vinnsla og vistun persónuupplýsinga sé ætíð í samræmi við gildandi lög og reglur.
  8. Viðskiptavinir sparisjóðsins eiga rétt á að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar indó hefur skráð um þá samkvæmt ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
  9. Nánari upplýsingar um meðferð, vinnslu persónuupplýsinga og réttindi einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga hjá indó má finna hér: http://www.indo.is/personuvernd

Breyting á skilmálum og aðrar tilkynningar

  1. indó hefur heimild til að breyta ákvæðum skilmála þessara einhliða. Ef breytingar eru íþyngjandi fyrir korthafa skal honum tilkynnt um þær á tryggan hátt, s.s. með skilaboðum í indó appinu, með tölvupósti á tilkynnt netfang korthafa eða með tilkynningu á vefsíðu indó, eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir gildistöku þeirra. Korthafi skal hafa aðgang að gildandi skilmálum á rafrænu formi. Aðrar breytingar er sparisjóðnum heimilt að birta með tilkynningu á heimasíðu sinni: http://www.indo.is eða í indó appinu. Korthafi telst hafa samþykkt breytinguna tilkynni hann ekki um annað fyrir fyrirhugaðan gildisdag, sem og ef hann notar kortið eftir að nýir skilmálar hafa tekið gildi.
  2. Vilji korthafi stöðva alla notkun debetkortsins skal hann loka því í gegnum indó appið og ber hann ábyrgð á allri takmörkun á notkun kortsins skv. valkostum sem þar eru.
  3. Korthafi getur skotið ágreiningi er varðar fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sbr. 19. gr. a í lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Upplýsingar um úrskurðarnefndina er að finna á heimasíðu Seðlabanka Íslands, https://sedlabanki.is.
  4. Öll mál, sem rísa kunna af notkun kortsins skulu, nema á annan veg sé samið, fara eftir íslenskum lögum. Korthafi samþykkir auk þess að indó megi reka innheimtumál í því landi sem korthafi hefur búsetu hverju sinni.
  5. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum eða ágreinings um túlkun þeirra má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Gildistími

  1. Skilmálar þessir eru gefnir út á íslensku og gilda frá og með 9. maí 2022 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.

Almennir viðskiptaskilmálar

Almennt

  1. Almennir viðskiptaskilmálar indó taka til allra viðskipta milli indó og viðskiptavinar. Til viðbótar við skilmála þessa ræðst réttarsamband indó og viðskiptavinar af ákvæðum samninga, skilmálum og reglum um einstakar vörur eða þjónustu sem indó kann að veita viðskiptavini. Almennir viðskiptaskilmálar eru viðbót við sérstaka skilmála og eru þeim til fyllingar. indó hvetur viðskiptavini til að kynna sér þær reglur og skilmála sem gilda um tiltekin viðskipti.

Um indó

  1. indó veitir einstaklingum á Íslandi fjármálaþjónustu. indó hefur starfsleyfi sem sparisjóður samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sætir eftirliti Fjármálaeftirlitsins og er aðili að Tryggingasjóði innistæðueiganda og fjárfesta í samræmi við lög nr. 98/1999.

  2. indó sparisjóður hf., kt. 4110180400, Nóatún 17, 105 Reykjavík, Ísland.

    Sími: 588-4663.

    Netfang: indo@indo.is

    Vefur: http://www.indo.is

Stofnun viðskipta

  1. Viðskiptavinur stofnar til viðskipta við indó a í snjalltækjaforriti (hér eftir nefnt "appið").

  2. Við stofnun viðskipta ber viðskiptavini að undirgangast áreiðanleikakönnun í samræmi við kafla skilmála þessara.

  3. Með staðfestingu á stofnun innlánsreikning í nýskráningu í indó appinu telst viðskiptavinur hafa samþykkt skilmála þessa og aðra sérstaka skilmála indó, eftir því sem við á.

  4. indó er heimilt að hafna umsókn um stofnun viðskipta, m.a. ef upplýsingar um viðskiptavin eru ófullnægjandi, ef umsókn uppfyllir ekki kröfur til stofnunar viðskipta eða af öðrum málefnalegum ástæðum. 

  5. Samþykki viðskiptavinar á almennum viðskiptaskilmálum indó felur í sér að kominn er á fjarsölusamningur um fjármálaþjónustu milli viðskiptavinar og indó í skilningi laga um fjarsölu á fjármálaþjónustu nr. 33/2005. Með skilmálum þessum leitast indó við að uppfylla skyldur sínar samkvæmt framangreindum lögum, þ.m.t. upplýsingagjöf um þjónustuveitanda, fjármálaþjónustu, fjarsölusamning og réttarúrræði. Viðskiptaskilmálar indó eins og þeir líta út á hverjum tíma verða aðgengilegir viðskiptavinum á heimasíðu indó, http://www.indo.is. Ef skilmálum er breytt viðskiptavinum til óhagræðis skal slík breyting taka gildi 2 mánuðum eftir að tilkynning þess efnis er birt, að öðrum kosti tekur breytingin gildi án fyrirvara, ef slík breyting fellur undir greiðsluþjónustu nr. 120/2011.

    Geri viðskiptavinur ekki athugasemd við breytinguna innan 2ja mánaða, í tilfelli breytinga sem fela í sér óhagræði, telst hann hafa samþykkt hana.

    Breytingar á innlánsvöxtum sem einvörðungu má rekja til breytinga á vöxtum á viðskiptareikningi Seðlabanka Íslands taka gildi þegar í stað og án fyrirvara.

Peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

  1. indó er tilkynningarskyldur aðili samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
  2. Til að framkvæma áreiðanleikakönnun óskar indó m.a. eftir persónuupplýsingum um viðskiptavin, s.s. nafni, kennitölu, lögheimili, stöðu, símanúmeri, netfangi, fæðingarstað og ríkisfangi, auk fjárhagslegra upplýsinga. Þá þurfa væntanlegir viðskiptavinir indó að sanna á sér deili með rafrænum skilríkjum.
  3. indó ber auk framangreinds að kanna sérstaklega áreiðanleika viðskiptavina sinna við ákveðnar aðstæður þar sem sérstakrar varúðar er þörf. Í slíkum tilvikum áskilur indó sér rétt til að kalla eftir viðbótargögnum um viðskiptavin.
  4. Hafi indó ástæðu til að ætla að þeir fjármunir fyrirhugað er að fari í gegnum kerfi indó séu ágóði af ólögmætri háttsemi eða tengist fjármögnun hryðjuverka áskilur indó sér allan rétt til að stöðva slík viðskipti án fyrirvara. Hafi indó rökstuddan grun eða réttmæta ástæðu til að ætla að viðskipti séu hluti af peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka tilkynnir félagið það til lögreglu. Hvort heldur sem lögreglu berst tilkynning um grunsamleg viðskipti frá indó eða eftir öðrum leiðum er indó skylt að afhenda lögreglu allar nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavini sína og tiltekin viðskipti þeirra.
  5. indó ber skylda til að varðveita afrit af persónuskilríkjum og vottorðum um viðskiptavini auk annarra upplýsinga um viðskiptavini sem er aflað á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í a.m.k. fimm ár frá því að varanlegu viðskiptasambandi lauk eða einstök viðskipti áttu sér stað.
  6. Viðskiptavini ber skylda til að tilkynna indó um breytingar á þeim upplýsingum sem hann veitir félaginu vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Samningsgerð og upplýsingagjöf

  1. Viðskiptavinur gerir bindandi samninga við indó og staðfestir samþykki sitt með rafrænni undirskrift, með rafrænu samþykki t.d. í snjallforriti, netbanka eða á vef indó, með beiðni eða samþykki í síma, með netsamskiptaforriti eða með öðrum samskiptamiðli, allt eftir eðli skuldbindingarinnar hverju sinni í samræmi við kröfur indó. Viðskiptavinur staðfestir jafnframt samninga, skilmála og/eða reglur indó um tilteknar vörur eða þjónustu, eins og þeir/þær eru á hverjum tíma, með móttöku eða notkun á viðkomandi vörum eða þjónustu.
  2. indó áskilur sér rétt til að afhenda viðskiptavini öll skjöl á rafrænu formi. Varðveisla skjala í snjallforriti og netbanka er í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Viðskiptavinur fær skilaboð, upplýsingar og tilkynningar vegna viðskipta við indó send í snjallforriti, netbanka, með tölvupósti, smáskilaboðum í síma eða með öðrum samskiptaleiðum sem indó notar á hverjum tíma. indó sendir viðskiptavini sjálfvirkar tilkynningar (e. push notifications) með rafrænum hætti úr snjallforriti eða netbanka. Breyti viðskiptavinur um samskiptamiðil, t.d. skiptir um símanúmer eða netfang, ber honum að uppfæra upplýsingar þar um í stillingum í snjallforriti, netbanka eða með öðrum hætti. indó ber ekki ábyrgð á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum um samskiptamáta við viðskiptavin.
  3. Fari viðskipti fram í gegnum tölvu, síma, snjallforrit eða annars konar vélknúinn búnað skal viðskiptavinur leggja til þann vél- og hugbúnað sem nauðsynlegur er. Viðskiptavinur skal leggja til þann vélbúnað sem nauðsynlegur er til að stunda viðskipti í gegnum hugbúnað indó. Viðskiptavinur eru að fullu ábyrgur fyrir þeim vélbúnaði og að óviðkomandi aðilar hafi ekki aðgang að honum. Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir notkun á vél- og hugbúnaði sem nauðsynlegur er. indó ber ekki ábyrgð tjóni sem hlotist getur af galla eða bilun í vél- eða hugbúnaði. Uppfylli búnaður viðskiptavinar ekki þær lágmarkskröfur sem indó gerir er heimilt að synja um umbeðnum in viðskiptum i eða færslu.

Netbankaþjónusta

  1. Netbanki er svæði á netinu þar sem viðskiptavinur indó skráir sig inn með auðkenningu, sem bankinn viðurkennir, til þess að sinna bankaviðskiptum. Netbanki er aðgengilegur í appi indó. Viðskiptavinur hefur leyfi til aðgangs og notkunar hans. Viðskiptavini er með öllu óheimilt að gera eða láta gera breytingar á hugbúnaði þeim sem tengist netbanka. Viðskiptavinur auðkennir sig við innskráningu í netbanka með persónubundnum öryggisþáttum, t.d. rafrænum skilríkjum, notendanafni eða lykilorði í samræmi við öryggiskröfur indó á hverjum tíma. indó áskilur sér rétt til að breyta öryggiskröfum sínum án fyrirvara. Eftir að viðskiptavinur hefur skráð sig inn í netbanka með auðkenningu ber viðskiptavinur ábyrgð á, og er bundinn af, öllum aðgerðum sem framkvæmdar eru í netbankanum.

  2. Viðskiptavini ber að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja persónubundna öryggisþætti sem hann notar til auðkenningar. Viðskiptavini er óheimilt að láta persónubundna öryggisþætti sína öðrum í té og ber ávallt að gæta þess að enginn sjái þegar hann notar persónubundna öryggisþætti sína. Viðskiptavinur skal halda persónubundnum öryggisþáttum sínum og öllum upplýsingum er varða auðkenningu sína í netbanka leyndum og ber viðskiptavinur ábyrgð á því að slíkar öryggisupplýsingar berist ekki í hendur þriðja aðila eða séu aðgengilegar öðrum. Varðveiti viðskiptavinur ekki persónubundna öryggisþætti sína með öruggum hætti eða í samræmi við framangreint telst það vera stórfellt gáleysi af hans hálfu. Verði viðskiptavinur þess áskynja að óviðkomandi aðili hafi fengið vitneskju um persónubundna öryggisþætti sína skal viðskiptavinur tafarlaust tilkynna slíkt til indó, sem og án tafar að breyta persónubundnu öryggisþáttunum. Til að tryggja öryggi skal viðskiptavinur virkja læsingar á tækjum sem hann notar til innskráningar í netbanka. indó ber ekki ábyrgð á notkun viðskiptavinar á netbanka í appi, á vefsvæði indó eða í farsímabanka. Þá ber indó ekki ábyrgð á tjóni sem notkun netbanka kann að valda. Láni viðskiptavinur, selji eða heimili öðrum umráð yfir tæki sem appið hefur verið sótt í skuldbindur hann sig til að skrá sig út úr appinu. Hafi verið átt við tækið með þeim hætti að öryggi þess hafi á einhvern hátt verið ógnað, t.d. með uppsetningu óöruggra forrita, er notkun appsins á tækinu ekki örugg og því óheimil með öllu.

  3. Viðskiptavinur skal án óþarfa tafar tilkynna indó um það verði hann var við misnotkun eða óheimila notkun á netbanka. indó er heimilt, fyrirvaralaust og án tilkynningar, að loka aðgangi viðskiptavinar að netbanka eða takmarka notkun viðskiptavinar í netbanka, í heild eða að hluta, tímabundið eða varanlega, í eftirfarandi tilfellum: (a) ef grunur leikur á um óheimila eða sviksamlega notkun netbanka eða brot á reglum eða skilmálum indó, (b) vegna uppfærslu skráa, kerfisbreytinga eða annarra tæknilegra ástæðna eða öryggisástæðna eða (c) ef bú viðskiptavinar er tekið til gjaldþrotaskipta, ef viðskiptavinur leitar nauðasamninga, greiðslustöðvunar, eða ef fyrir hendi eru aðrar sambærilegar ástæður. Viðskiptavini er gert viðvart eins fljótt og kostur er. Séu ástæður fyrir lokuninni ekki lengur fyrir hendi skal indó opna fyrir notkunina. indó er heimilt að loka fyrir aðgang viðskiptavinar að netbanka ef aðgangur hans hefur verið óvirkur samfellt í 6 mánuði eða lengri tíma. Upplýsingar um viðskipti, þ.m.t. stöðu viðskiptafyrirmæla, kunna að verða óaðgengilegar tímabundið í netbanka vegna álags á viðkomandi tölvu- og/eða viðskiptakerfi. Ákveðin þjónusta eða aðgerðir í netbanka sækja staðsetningu tækis út frá GPS hnitum, netkerfum eða dreifikerfi símafyrirtækja, t.d. upplýsingar um afgreiðslustaði. Hægt er að stýra aðgengi að slíkum þjónustum í tækinu sjálfu. indó sækir ekki upplýsingar um staðsetningar úr tækinu nema með heimild viðskiptavinar.

Vextir

  1. Vextir inn- og útlánalána eru breytilegir nema annað sé tiltekið eða umsamið. Innláns- og útlánsvextir ákvarðast og breytast án nokkurs fyrirvara í samræmi við vaxtaákvörðun indó á hverjum tíma. Hægt er að fá upplýsingar um innlánsvexti- og útlánsvexti á vef indó, http://www.indo.is

Verðskrá

  1. Verðskrá indó er hluti af skilmálum þessum og viðskiptavinir greiða gjöld fyrir vörur og þjónustu indó og útlagðan kostnað í tengslum við veitta þjónustu í samræmi við verðskrá eins og hún er á hverjum tíma. Innheimt þjónustugjöld samkvæmt verðskrá geta verið föst upphæð vegna tiltekinnar þjónustu, fastar prósentur af upphæð, tímagjald vegna útseldrar vinnu eða blanda af framangreindu. Enginn sérstakur viðbótarkostnaður myndast vegna notkunar tiltekinnar fjarskiptaaðferðar í tengslum við fjarsölusamninga. indó er heimilt að skuldfæra gjöld og kostnað á greiðslureikning viðskiptavinar hjá indó og skulu skuldfærslur koma fram á reikningsyfirliti viðskiptavinar.
  2. Viðskipti í erlendum myntum fara eftir gengistöflu indó eins og hún er hverju sinni. Gengistöflu má finna á heimasíðu sjóðsins, http://www.indo.is. Það ræðst af tímasetningu og eðli viðskipta á hvaða gengi viðskipti eru framkvæmd. Myndist gengismunur vegna viðskipta bera viðskiptavinir áhættuna af því, nema samið hafi verið um annað.
  3. Falli breytingar á verðskrá undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011 getur indó breytt verðskrá með tveggja mánaða fyrirvara. Í öðrum tilvikum getur indó breytt verðskrá án fyrirvara. Geri viðskiptavinur ekki athugasemdir við breytingar á verðskrá fyrir gildistöku telst hann hafa samþykkt breytingarnar. Verðskrá indó og breytingar á henni eru birtar á heimasíðu indó, http://www.indo.is.
  4. Kveði aðrir skilmálar eða samningar indó við viðskiptavini á um gjaldtöku skulu þeir skilmálar gilda framar verðskrá indó.

Trúnaður

  1. indó og starfsmenn félagsins eru bundnir trúnaðar- og þagnarskyldu um hvaðeina sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfs síns og varðar einka- eða viðskiptamálefni viðskiptavina indó. Þessi trúnaðar- og þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Viðskiptavinur getur þó heimilað að trúnaði sé aflétt. Einnig getur dómari úrskurðað að skylt sé að veita upplýsingar fyrir dómi eða hjá lögreglu eða að skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt sem varða einka- og/eða viðskiptamálefni viðskiptavina og indó er að jafnaði bundið trúnaði um.

Persónuupplýsingar

  1. Viðskiptavinur staðfestir að honum sé kunnugt um að til þess að efna skuldbindingar sínar samkvæmt skilmálum þessum sé indó nauðsynlegt að safna og vinna með persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur. indó hefur sett sér persónuverndarstefnu sem aðgengileg er á heimasíðu félagsins http://www.indo.is. Persónuverndarfulltrúi indó personuvernd@indo.is hefur það hlutverk að fylgjast með að farið sé eftir ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

  2. Megintilgangur með vinnslu á persónuupplýsingum er að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem óskað er eftir. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga getur m.a. verið vegna framkvæmdar samnings, lagaskyldna sem hvíla á indó og vegna lögmætra hagsmuna félagsins.


    indó mun ekki afhenda persónuupplýsingar nema félaginu sé skylt samkvæmt lögum að afhenda þær t.a.m til eftirlitsstofnana, löggæsluyfirvalda eða annarra aðila sem hafa heimild að lögum til að móttaka umræddar upplýsingar. Þá getur indó verið skylt að afhenda persónuupplýsingar ef dómari úrskurðar að skylt sé að veita þær fyrir dómi eða hjá lögreglu.

  3. Viðskiptavinur getur þó heimilað indó afhendingu persónuupplýsinga um hann. indó getur í starfssemi sinni þurft að miðla upplýsingum til vinnsluaðila sem vinnur persónuupplýsingar fyrir indó eða sinnir tengdum verkefnum fyrir hönd félagsins. Þeir sem veita upplýsingum viðtöku um viðskipta-og/eða einkamálefni viðskiptavina indó eru bundnir þagnarskyldu með sama hætti og gildir um indó og starfsmenn félagsins. indó vinnur fyrst og fremst með fjárhagsupplýsingar og öryggisupplýsingar og almennar lýðupplýsingar í sinni starfsemi og er geymslutími gagna til samræmis við nauðsyn og kröfur laga.

  4. Einstaklingur getur fengið aðgang að persónuupplýsingum sínum og við ákveðnar aðstæður farið fram á að þær séu leiðréttara þeim eytt, vinnsla þeirra takmörkuð, andmælt söfnun og vinnslu þeirra og óskað eftir flutningi eigin gagna til annars aðila. Þá hefur einstaklingur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Einstaklingur á rétt á því að afturkalla samþykki sitt hvenær sem er ef heimild til vinnslunnar byggir einungis á samþykki en ekki lagakröfum.

  5. indó ber skylda lögum samkvæmt að gæta að öryggi þeirra persónuupplýsinga sem indó vinnur með. Þeirri skyldu gegnir indó með því t.d. að setja sér persónuverndar- og öryggisstefnu, meta áhættu sem steðjar að viðkomandi vinnslu, til dæmis hættu á að óviðkomandi fái aðgang að upplýsingunum, þær skemmist eða verði eytt og að viðhafa öryggisráðstafanir til að stemma stigu við slíkri áhættu.

Lok viðskipta

  1. Viðskiptavini er heimilt að slíta viðskiptasambandi sínu við indó fyrirvaralaust nema um annað sé samið. Uppsögn skal tilkynnt með sannanlegum hætti. indó er heimilt að segja upp viðskiptasambandi við viðskiptavin með tveggja vikna fyrirvara, ef viðskiptasambandið varðar ekki greiðsluþjónustu í skilningi laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011, nema annað komi fram í sérstökum skilmálum þar að lútandi. Ef viðskiptasambandið varðar greiðsluþjónustu skv. framangreindum lögum er indó heimilt að segja viðskiptasambandinu upp með tveggja mánaða fyrirvara.
  2. Ef viðskiptavinur, við uppsögn samnings eða annarrar þjónustu, skuldar indó gjöld eða aðrar þóknanir vegna veittrar þjónustu er indó heimilt að skuldfæra gjöldin af reikningi viðskiptavinar.
  3. indó áskilur sér rétt til að læsa reikningum og segja upp viðskiptum við viðskiptavin verði hann uppvís að brotum gegn skilmálum þessum eða lögum og reglum. Skal viðskiptavinur látinn vita af lokuninni svo fljótt sem verða má.
  4. Viðskiptavinur hefur að jafnaði rétt til að falla frá fjarsölusamningi án greiðslu og án þess að tilgreina nokkra ástæðu enda sendi hann tilkynningu þar að lútandi til indó innan 14 daga frá þeim degi er fjarsölusamningur var gerður. Ákvæði laga um fjarsölu á fjármálaþjónustu nr. 33/2005 gilda um réttindi og skyldur viðskiptavina og indó við gerð og framkvæmd fjarsölusamninga.

Ábyrgð á tjóni

  1. indó ber ekki ábyrgð á tjóni, beinu eða óbeinu, sem viðskiptamaður kann að verða fyrir og tengist skilmálum þessum eða viðskiptum sem framkvæmd eru á grundvelli þeirra, ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af lagaboði, aðgerðum stjórnvalda eða óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure), s.s, náttúruhamförum, styrjöldum, hryðjuverkum, verkföllum, lokun landamæra, rafmagnstruflunum eða rafmagnsleysi, truflunum í uppgjörskerfi, símkerfi eða öðrum boðleiðum, eða öðrum sambærilegum atvikum. indó ber jafnframt ekki ábyrgð á óþægindum, kostnaði, missi fjárfestingartækifæra eða öðru fjártjóni, beinu eða óbeinu sem stafar af lokun, bilun, truflun eða annarri röskun á starfsemi indó.

Ágreiningur og réttarúrræði

  1. Öll mál sem rísa kunna vegna viðskipta við indó skulu fara eftir íslenskum lögum nema um annað sé samið. Rísi ágreiningur um skilmála þessa skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

  2. Viðskiptavinir indó geta sent ábendingar varðandi hvaðeina sem snýr að starfsemi indó, þjónustu eða öðru í gegnum netbanka félagsins, bæði á vefnum og í gegnum appið.

  3. indó er aðili að Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki og getur viðskiptavinur skotið ágreiningi sínum við indó til nefndarinnar í samræmi við samþykktir fyrir nefndina:

    Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

    Guðrúnartún 1
    105 Reykjavík

    Tölvupóstur: fjarmal@nefndir.is

  4. Þá er athygli vakin á því að Fjármálaeftirlitið starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir viðskiptavini fjármálafyrirtækja og hægt er að senda stofnuninni rafræna fyrirspurn á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða óska eftir leiðbeiningum í síma 520-3700.

  5. Ef ekki reynist unnt að leysa ágreining eða álitaefni í samræmi við ofangreint, geta viðskiptavinir indó borið ágreining undir dómstóla.

Gildistaka og breytingar o.fl.

  1. Almennir viðskiptaskilmálar indó skulu birtir á heimasíðu félagins, http://www.indo.is og eru aðgengilegir viðskiptavinum sparisjóðsins í gegnum indó appið.
  2. indó áskilur sér rétt til að að breyta skilmálum þessum einhliða og án fyrirvara. Breytingar á skilmálunum skuli tilkynntar viðskiptavini á indó miðli með skilaboðum í appi og/eða með almennri tilkynningu á vefsvæði félagsins.
  3. Ef breytingar á skilmálum þessum varða ákvæði um rammasamning um greiðsluþjónustu og eru ekki til hagsbóta fyrir viðskiptavin taka þær gildi með tveggja mánaða fyrirvara. Í tilkynningu um breytingar á slíkum ákvæðum skilmálanna er vakin athygli á því að viðskiptavinur hefur rétt á að tilkynna indó um uppsögn rammasamningsins áður en breyttir skilmálar taka gildi. Viðskiptavinur telst hafa samþykkt þær breytingar tilkynni hann indó ekki um annað fyrir fyrirhugaðan gildistökudag. Segi viðskiptavinur rammasamningnum upp áður en tveggja mánaða fyrirvarinn er liðinn, en notar engu að síður viðkomandi greiðslureikning eða greiðslumiðil tengdan reikningnum eftir að tveggja mánaða fyrirvarinn er liðinn telst viðskiptavinurinn hafa samþykkt breytingarnar.
  4. Skilmálar þessir eru gefnir út á íslensku og gilda frá og með 9. maí 2022 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.

Persónuverndaryfirlýsing

Um persónuverndaryfirlýsinguna

  1. Einn af hornsteinum indó sparisjóðs er að koma hreint fram. Persónuvernd viðskiptavina skiptir indó miklu máli og er lögð sérstök áhersla á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.
  2. Í persónuverndaryfirlýsingunni er m.a.að finna útskýringar á því hvaða persónuupplýsingum sparisjóðurinn safnar, hvenær og hvers vegna, hve lengi má ætla að upplýsingarnar verði geymdar, hvert upplýsingunum kann að verða miðlað og með hvaða hætti er gætt að öryggi þeirra.
  3. Einnig er að finna upplýsingar um réttindi viðskiptavinar vegna þeirra persónuupplýsinga sem sparisjóðurinn vinnur.
  4. indó meðhöndlar og vinnur með persónuupplýsingar um viðskiptavin í samræmi við lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Sparisjóðurinn leggur áherslu á að hafa persónuverndaryfirlýsingu sína gagnorða, skýra og í einföldu máli.

Upplýsingar um ábyrgðaraðila

  1. Ábyrgðaraðili er indó sparisjóður hf., Nóatún 17, 105 Reykjavík, kt. 411018 0400.
  2. indó er sparisjóður sem veitir þjónustu á sviði sparnaðar og greiðslumiðlunar.
  3. indó hefur starfsleyfi sem sparisjóður samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 og sætir eftirliti Seðlabanka Íslands, í samræmi við lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998 (sjá vefsíðu Seðlabanka Íslands, http://www.sedlabanki.is ).
  4. Sparisjóðurinn er m.a. skráður í fyrirtækjaskrá, hlutafélagaskrá, firmaskrá og skrá Seðlabanka Íslands yfir fjármálafyrirtæki.
  5. Frekari upplýsingar um starfsemi indó má finna á vefsíðu sparisjóðsins: http://www.indo.is

Persónuupplýsingar sem sparisjóðurinn safnar um viðskiptavin

  1. indó safnar persónuupplýsingum frá viðskiptavini til þess að geta boðið honum vörur og þjónustu.
  2. Að jafnaði er um að ræða almennar persónuupplýsingar eins og nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, IP-tölu, aðsetur og upplýsingar um vörur og þjónustu sem viðskiptavinur hefur nýtt, eða nýtir, sér hjá sparisjóðnum.
  3. Í ákveðnum tilvikum safnar indó svokölluðum viðkvæmum persónuupplýsingum um viðskiptavin eins og upplýsingum um þjóðerni og kyn. Sparisjóðurinn safnar einnig persónuupplýsingum um viðskiptavin þegar hann hefur samband við sparisjóðinn í þeim tilgangi að fá þjónustu eins og með símtali til þjónustuvers, með tölvupósti, netspjalli, á vefsíðu sparisjóðsins, eða í indó appinu. Þá kann sparisjóðurinn að fá afhentar persónuupplýsingar frá þriðja aðila þegar slíkt telst nauðsynlegt og þriðji aðili hefur heimild til að afhenda indó upplýsingar, t.d. Þjóðskrá Íslands eða Creditinfo.

Flokkar persónuupplýsinga

  1. indó flokkar persónuupplýsingar eftir tegundum til þess að geta öðlast yfirsýn yfir tegundir persónuupplýsinga sem sparisjóðurinn vinnur með. Það fer eftir eðli viðskipta og viðskiptavina hvaða upplýsinga er safnað á hverjum tíma um hvern viðskiptavin. Hér á eftir má sjá lýsingu á helstu flokkum persónuupplýsinga:
  • Auðkennisupplýsingar: Hvers konar skilríki sem bera kennsl á viðskiptavin, t.d. rafræn auðkenni.
  • Grunnupplýsingar: Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang og aðrar grunnupplýsingar.
  • Fjölskylduhagir: Hjúskaparstaða, maki, börn og tengdir aðilar.
  • Fjárhagsupplýsingar: Viðskiptasaga, velta, hreyfingar á reikningum og staða reikninga, reikningsnúmer, greiðslukortaupplýsingar, vaxtakjör, o.fl.
  • Samningsupplýsingar: Atriði er varða samninga sem viðskiptavinur hefur gert við sparisjóðinn og upplýsingar um vörur og þjónustu sem veittar eru viðskiptavini svo hægt sé að framfylgja ákvæðum samninga. Hér er átt við upplýsingar um umsóknir um vöru og þjónustu, vexti, þjónustugjöld, undirrituð skjöl o.fl.
  • Upplýsingar um uppruna eigna og fjármagns: Hér er t.d. átt við upplýsingar varðandi viðskiptaaðila, viðskiptastarfsemi og hvernig fjármuna hafi verið aflað.
  • Upplýsingar vegna áreiðanleikakönnunar og áhættumat: Upplýsingar sem gera indó kleift að framkvæma áreiðanleikakönnun á grundvelli laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og að tryggja framfylgni við alþjóðlegar refsiaðgerðir (e. international sanctions) þ.m.t. ganga úr skugga um að tilgangur og eðli viðskiptasambands sé í samræmi við lög og hvort viðskiptavinur sé í áhættuhópi vegna stjórnmálatengsla.
  • Upplýsingar sem verða til þegar lögboðnum fyrirspurnum stjórnvalda er svarað: Hér er t.d. átt við upplýsingar til ríkisskattstjóra vegna skattframtala eða staðgreiðsluskila og upplýsingar til skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara vegna rannsóknar mála. Hér undir geta fallið allar persónuupplýsingar sem sparisjóðurinn hefur aflað um viðskiptavin.
  • Samskiptaupplýsingar: Upplýsingar sem sparisjóðurinn fær frá viðskiptavini með t.d. bréfi, skilaboðum í gegnum indó appið, í gegnum tölvupóst, og/eða úr samræðum við viðskiptavin, hvort heldur í gegnum indó appið, í eigin persónu eða í gegnum síma.
  • Tæknilegar upplýsingar: Upplýsingar um búnað viðskiptavinar sem hann notar til að tengjast indó í gegnum indó appið eða í gegnum heimasíðu sparisjóðsins. Afleidd gögn af þeirri tengingu eru t.d. IP-tala, útgáfa af stýrikerfi, staðsetning snjalltækis og framkvæmdar aðgerðir.
  • Upplýsingar um hegðun og notkun: Upplýsingar um hvernig viðskiptavinur notar vörur og þjónustu sparisjóðsins, hve oft hann notar þjónustuna, tegundir þjónustu, kjörstillingar viðskiptavinar, niðurstöður úr könnun, áhugamál viðskiptavinar og smekkur. Þannig hefur indó tækifæri til að bæta þjónustuþætti sína ásamt því að geta fylgst með öryggi.
  • Opinberar upplýsingar: Upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands. Einnig upplýsingar sem hægt er að fá aðgengi að hjá fjárhagsupplýsingastofu eins og Creditinfo og opinberar upplýsingar á netinu.
  • Myndbandsupptökur og afritun samskipta: Eftirlitsmyndavélaupptökur af starfsstöðvum, varðveisla á netsamskiptum og hljóðritun símtala.
  • Viðkvæmar persónuupplýsingar: Upplýsingar um þjóðerni, fingraför og andlitsauðkenni.
  • Samþykki: Einstök samþykki eins og veitt eru t.d. vegna vefköku.
  • Umsækjendaupplýsingar vegna starfa hjá indó: Nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang, menntun og hæfni, starfsreynsla, þjóðerni, fötlun, kynferði o.s.fr.

Persónuupplýsingar sem einstaklingur afhendir sparisjóðnum

  1. Í upphafi viðskiptasambands safnar indó grunnupplýsingum, auðkennisupplýsingum og upplýsingum vegna áreiðanleikakönnunar fyrir viðskiptavin. Í framhaldinu lætur einstaklingur af hendi fjárhagsupplýsingar og aðrar upplýsingar sem þörf er á svo unnt sé að afhenda þá vöru eða veita þá þjónustu sem hann óskar eftir, t.d. upplýsingar um greiðslur, s.s fjárhæð þeirra, tegund og hver móttakandi er. indó safnar upplýsingum um hegðun og notkun einstaklings auk upplýsinga sem eru veittar af einstaklingi þegar hann tekur þátt í markaðsrannsókn og/eða þjónustukönnun.
  2. indó skráir og varðveitir samskipti einstaklings og sparisjóðsins í samræmi við lög, reglur sparisjóðsins og yfirlýsingu þessa. Þegar einstaklingur nýtir sér rétt sinn til þess að flytja eigin persónuupplýsingar frá öðrum ábyrgðaraðila til sparisjóðsins, þá er hann að afhenda honum persónuupplýsingar um sig.
  3. Ef einstaklingur vill ekki afhenda sparisjóðnum persónuupplýsingar sem honum er nauðsynlegt að afla eða andmælir vinnslu þeirra getur það haft áhrif á hvort eða hvernig sparisjóðurinn veiti einstaklingnum þjónustu.

Persónuupplýsingar sem verða til hjá sparisjóðnum

  1. Hjá sparisjóðnum verða til persónupplýsingar um viðskiptavin í tengslum við það þegar indó veitir samningsbundna þjónustu eða sinnir lögbundnu eftirliti. Hér er átt við upplýsingar eins og:
  • hvaða vöru og þjónustu viðskiptavinur er með frá sparisjóðnum
  • hvenær hann skráði sig inn í indó appið * hvenær hann heimsótti vefsíðu sparisjóðsins
  • IP-tala og auðkennisupplýsingar
  • hvernig hann hefur átt samskipti við sparisjóðinn
  • hvaða ráðgjöf hann kann að hafi hlotið
  • úrlausn fyrirspurna eða ágreiningsmála
  • greiðslusögu
  • hreyfingayfirlit reikninga
  • upplýsingar um launagreiðendur og launagreiðslur
  • upplýsingar sem varpa ljósi á hvort um sviksemi eða óeðlileg viðskipti er að ræða.

Hljóðritun, afritun samskipta og rafræn vöktun

  1. indó kann að varðveita hljóðritanir símtala í samræmi við innri reglur sparisjóðsins um rafræna vöktun. Símtöl eru hluti af öryggiskerfi sparisjóðsins og sækja lagastoð í persónuverndarlögin. Hljóðrituð símtöl eru geymd í 90 daga, og að þeim tíma liðnum eyðast upptökur af þeim sjálfkrafa.
  2. indó geymir afrit af öllum rafrænum samskiptum við viðskiptavini, hvort sem það er í gegnum tölvupóst eða netspjall.
  3. Rafræn vöktun kann að fara fram með eftirlitsmyndavélum á starfsstöðvum sparisjóðsins. Tilgangur vinnslunnar er að tryggja öryggi og lágmarka svikahættu.

Persónuupplýsingar sem þriðji aðili afhendir sparisjóðnum

  1. indó fær afhentar persónuupplýsingar frá þriðju aðilum. Sparisjóðurinn kann að afla upplýsinga frá umboðsmönnum sem viðskiptavinur hefur tilnefnt. Til að vinna gegn sviksemi, uppræta peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru fengnar upplýsingar frá þekktum gagnaveitum sem hafa heimild til sinnar starfsemi og nýttar eru við framkvæmd áreiðanleikakönnunar. Dæmi um þriðju aðila sem afhenda upplýsingar um einstaklinga til sparisjóðsins eru Þjóðskrá Íslands, Creditinfo, Ríkisskattstjóri og Tollstjóri.
  2. Þriðju aðilar afhenda þær upplýsingar til sparisjóðsins sem hann þarf og þeim er heimilt að afhenda. Mismunandi er hvort þeir aðilar hafi til þess sjálfstæða heimild eða hvort viðskiptavinur hafir veitt þeim samþykki.
  3. indó fær upplýsingar um viðskiptavin í þeim tilgangi að tryggja að upplýsingar um hann séu áreiðanlegar þannig að þær endurspegli rétta fjárhagsstöðu hans og auðkenni.
  4. Sparisjóðurinn aflar einnig persónuupplýsinga sem eru birtar opinberlega enda er vinnsla þeirra almennt heimil, t.d. úr Lögbirtingablaðinu.

Í hvaða tilgangi eru persónuupplýsingar unnar og á grundvelli hvaða heimildar?

  1. Sparisjóðurinn þarf ávallt að hafa heimild til vinnslu persónuupplýsinga sem hann býr yfir um viðskiptavin. Í þessum kafla er fjallað um tilgang og heimildir fyrir vinnslu.

Vegna framkvæmdar samnings

  1. Sparisjóðnum getur reynst nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar viðskiptavinar í þeim tilgangi að veita þjónustu sem byggir á samningi milli hans og sparisjóðsins. Heimild slíkrar vinnslu er því t.d. að finna í Skilmálum debetkorta, Almennum skilmálum innlánsreikninga, Skilmálum indó appsins sem og Almennum viðskiptaskilmálum.
  2. indó vinnur persónuupplýsingar viðskiptavinar eftir að til viðskipta er stofnað til þess að efna samninginn. Óski viðskiptavinur eftir frekari þjónustu eða vörum kann sparisjóðurinn að þurfa að nýju að vinna með persónuupplýsingar hans.

Til að uppfylla lagaskyldu

  1. indó ber skylda til þess að safna, geyma og miðla persónuupplýsingum á grundvelli laga, reglugerða, dómsúrskurða, stjórnvaldsúrskurða, leiðbeinandi tilmæla á fjármálamarkaði og annarra fyrirmæla stjórnvalda. Þá geta yfirvöld eins og Seðlabanki Íslands, Embætti héraðssaksóknara eða ríkisskattstjóri og tollgæsluyfirvöld óskað eftir upplýsingum frá sparisjóðnum um viðskiptavin, liggi fyrir skýr lagaheimild. Sparisjóðum ber skylda til að verða við slíkum beiðnum og eftir atvikum að veita yfirvöldum aðgang að starfsstöðvum og upplýsingakerfum hans í þeim tilgangi.
  2. Eftirfarandi eru dæmi um vinnslu á þessum grundvelli:
  • Við mat á eiginfjárhlutfalli sparisjóðsins og lausafjáráhættu
  • Við gerð áreiðanleikakönnunar einstaklinga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
  • Við greining og rannsókn á málum er varða peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka, fjársvik og annars konar refsiverða háttsemi
  • Við lögboðið innra eftirlit
  • Vegna miðlunar upplýsinga frá þriðja aðila
  • Við varðveislu tiltekinna persónuupplýsinga á grundvelli laga um ársreikninga og laga um bókhald
  1. Á sparisjóðnum hvílir einnig lagaskylda til þess að varðveita tilgreind persónugreinanleg gögn, s.s. vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, laga um bókhald og vegna upplýsingagjafar til eftirlitsaðila eða annarra opinberra aðila.

Vegna lögmætra hagsmuna

  1. indó hefur lögmæta hagsmuni af því að vinna með persónuupplýsingar viðskiptavinar til að þróa vörur og þjónustu sparisjóðsins svo mæta megi sem best þörfum og væntingum viðskiptavina og til þess að vera samkeppnishæft á markaði. Slík vinnsla fer ekki fram ef grundvallarréttindi og frelsi einstaklings um persónuvernd vegur þyngra en hagsmunir af vinnslunni.
  2. indó vinnur með ýmsar persónuupplýsingar og greinir viðskiptavini m.a. út frá viðskiptasögu og vörunotkun. indó hefur lögmæta hagsmuni af því að flokka viðskiptavini með ákveðnum hætti til þess að geta boðið þeim ýmsa sérsniðna þjónustu sem hentar þeim og verðlagt vörur og þjónustu á sem nákvæmastan hátt.
  3. indó hefur jafnframt lögmæta hagsmuni af því að vinna með persónuupplýsingar til beinnar markaðssetningar svo hægt sé að kynna fyrir viðskiptavini þær sérsniðnu vörur og þjónustu sem sparisjóðurinn hefur að bjóða þeim.
  4. indó notar ýmsar leiðir til að þess, s.s. með skilaboðum í gegnum indó appið, samfélagsmiðla og vefsíðu sparisjóðsins en einnig með því að senda tölvupóst á netfang sem viðskiptavinur hefur gefið upp. Viðskiptavinur getur afþakkað slík skilaboð með því að breyta samþykkisstillingu í indó appinu, hafa samband við sparisjóðinn á netfangið eða hringja í þjónustver í síma 588-4663
  5. Eftirfarandi eru dæmi um vinnslu á þessum grundvelli:
  • Að bæta vöru- og þjónustuframboð. Persónuupplýsingar eru greindar í flokka til þess að koma auga á tækifæri til að bæta vörur og þjónustu sparisjóðsins almennt og að greina tækifæri til að bjóða núverandi viðskiptavin sérsniðnar vörur og þjónustu. Þegar viðskiptavinur nýtir sér þjónustuna greinir indó hvernig viðskiptavinur nýtir þjónustu og vörur sparisjóðsins, og eftir atvikum annarra fjármálafyrirtækja út frá þeim upplýsingum sem viðskiptavinur flytur til sparisjóðsins. Með þessu móti getur sparisjóðurinn enn frekar bætt þjónustu- og vöruframboð til viðskiptavinar.
  • Að senda viðskiptavin skilaboð um fríðindi, vörur og þjónustu sparisjóðsins sem henta honum.
  • Að greina og rannsaka mál er varða net- og upplýsingaöryggi, m.a. til að koma í veg fyrir fjársvik.

Vinnsla sem byggir á samþykki

  1. indó vinnur með persónuupplýsingar viðskiptavinar í ákveðnum tilvikum á grundvelli samþykkis hans, t.d. með vefkökum á vefsíðum sparisjóðsins, eins og nánar er lýst í reglum og skilmálum um vefkökur. indó aflar að auki samþykkis viðskiptavinar ef fyrirséð er að persónuupplýsingar verði notaðar í öðrum tilgangi en þegar þeirra var upphaflega aflað. Dæmi um slíkt er að bjóða viðskiptavin þjónustu annarra aðila. Í slíkum tilvikum veitir indó viðskiptavin nánari upplýsingar um þá tilteknu vinnslu persónuupplýsinga sem samþykkið nær til.
  2. Viðskiptavinur getur ávallt afturkallað samþykki sitt með tikynningu til sparisjóðsins. Hægt er að gera það með því að breyta samþykkisstillingu í indó appinu, senda tölvupóst á indo@indo.is eða hringja í þjónustuver sparisjóðsins í síma 588-4663.
  3. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á vinnslu persónuupplýsinga fram að því að tilkynningin berst sparisjóðnum.

Sjálfvirk ákvarðanataka og gerð persónusniðs

  1. Í ákveðnum tilvikum tekur sparisjóðurinn sjálfvirka ákvörðun um veitingu þjónustu á grundvelli persónusniðs einstaklings sem unnið er upp úr upplýsingum sparisjóðsins um hann. Sjálfvirk ákvörðunartaka fer þannig fram að hugbúnaður vinnur sjálfvirkt persónuupplýsingar um viðskiptavin og gerir persónusnið. Í framhaldinu er tekin sjálfvirk ákvörðun án þess að mannshönd eða -hugur komi að henni.
  2. Dæmi um slíkar ákvarðanir kunna að vera ákvarðanir sem hafa engin bein áhrif á einstaklinga, t.d vegna markaðssetningar sparisjóðsins sem byggir á lögmætum hagsmunum og kann að vera framkvæmd án samþykkis, eða ákvörðun um að flokka viðskiptavini í tiltekna hópa eftir hegðun og notkun á þjónustum og vörum sparisjóðsins.
  3. Viðskiptavinur getur ávallt komið á framfæri athugasemdum eða mótmælt ákvörðun sem tekin er sjálfvirkt hafi hún áhrif á hagsmuni viðkomandi, sem og fengið starfsmann til að yfirfara og endurmeta niðurstöðuna með því að senda tölvupóst á indó@indó.is eða hafa samband í síma 5884663

Hvert er persónuupplýsingum miðlað?

Almennt um miðlun persónuupplýsinga

  1. indó miðlar ekki persónuupplýsingum um viðskiptavin nema honum sé það skylt samkvæmt lögum eða til að framfylgja skyldum í samningi.
  2. Viðskiptavinur getur þó heimilað sparisjóðnum að afhenda persónuupplýsingar um hann sjálfan til þriðja aðila með samþykki sínu. Dæmi um aðila sem kunna að hafa heimild samkvæmt lögum til þess að fara fram á afhendingu persónuupplýsinga eru eftirlitsstofnananir, s.s. Seðlabanki Íslands, Embætti héraðssaksóknara, ríkisskattstjóri, tollgæsluyfirvöld, og löggæsluyfirvöld. Þá ber sparisjóðnum skylda til þess að afhenda persónuupplýsingar samkvæmt úrskurði dómara þar um.
  3. Persónuupplýsingar eru eftir atvikum sendar til aðila sem sinna lögbundnum hlutverkum sínum eða til vinnsluaðila sem vinna persónuupplýsingar á vegum indó samkvæmt samningi. Meðal þeirra aðila kunna að vera fjárhagsupplýsingastofur eins og Creditinfo, upplýsingatæknifyrirtæki vegna reksturs og hýsingar upplýsingakerfa s.s. Reiknistofa bankanna, innheimtufyrirtæki og kortafyrirtæki vegna framkvæmdar.
  4. Dæmi um miðlun upplýsinga:
  • Þegar skylda er til þess að aðstoða við endurheimt fjármuna sem borist hafa inn á reikninga viðskiptavinar fyrir mistök.
  • Þegar nauðynlegt er að rekja fjármagn vegna gruns um svik eða fjárglæpi.
  • Við kaup á þjónustu frá þriðja aðila sem veitir sparisjóðnum þjónustu, t.d. við hýsingu kerfa.
  • Vegna vanskilaskráningar.
  • Vegna innheimtu vanskilakrafna.
  • Þegar viðskiptavinur samþykkir sjálfur miðlun upplýsinga til vinnsluaðila.
  • Vegna meðferðar máls fyrir úrskurðarnefndum eða dómstólum.
  • Þegar lög kveða á um afhendingu upplýsinga.
  1. Þegar þjónusta er keypt frá þriðja aðila leitast sparisjóðurinn við eiga viðskipti við aðila sem hafa gert viðeigandi öryggisráðstafanir vegna vinnslu persónuupplýsinga og fara að lögum og reglum um persónuvernd.
  2. Þeir þjónustuaðilar sparisjóðsins sem veita upplýsingar um viðskipta- og /eða einkamálefni viðskiptavinar eru bundnir þagnarskyldu með sama hætti og starfsmenn sparisjóðsins.
  3. Meðhöndlun upplýsinga og kröfur sem sparisjóðurinn gerir til vinnsluaðila eru tilgreindar í vinnslusamningum sem hann gerir við sína þjónustuaðila.

Flutningur gagna úr landi

  1. Í vissum tilvikum kunna gögn að vera flutt úr landi og út fyrir Evrópska efnahagssvæðið (EES), til dæmis í þeim tilgangi að uppfylla samningsskyldur við viðskiptavin eða skyldur sem hvíla á sparisjóðnum samkvæmt lögum.
  2. Ef persónuupplýsingar eru fluttar út fyrir EES er gengið úr skugga um að þær séu verndaðar með sama hætti og áður.

Hversu lengi eru gögnin geymd?

  1. Persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan viðskiptasamband viðskiptavinar og sparisjóðsins er í gildi eða eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslu, skilmála samninga, reglur sparisjóðsins og málefnalegar ástæður gefa tilefni til.
  2. Málefnalegar ástæður eru til staðar ef enn er unnið með upplýsingar í samræmi við upphaflegan tilgang um söfnun þeirra eða vegna viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðsins, t.d. til að setja fram eða verjast réttarkröfu en slík ástæða getur réttlætt geymslutíma upplýsinga eftir að viðskiptasambandi lýkur.
  3. indó leitast við að varðveita ekki upplýsingar á persónugreinanlegu formi lengur en nauðsynlegt er. Af framangreindu leiðir að mismunandi varðveislutími getur átt við eftir tegund og eðli persónuupplýsinga.
  4. Lög kunna að kveða á um varðveislutíma gagna. Sparisjóðnum ber að varðveita upplýsingar og gögn í samræmi við ákvæði þeirra laga auk annarra laga sem um starfsemina gilda og kveða sérstaklega á um varðveislutíma upplýsinga. Afrit af persónuskilríkjum, opinberum gögnum og öðrum upplýsingum sem safnað er um einstaklinga á grundvelli laga nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru varðveitt a.m.k í fimm ár frá því að einstökum viðskiptum eða viðskiptasambandi lýkur.

Réttindi viðskiptavinar

  1. Lög um persónuvernd tryggja viðskiptavini ýmis réttindi sem farið verður yfir í þessum kafla en þó kann að vera að þau lúti ákveðnum takmörkunum. Dæmi um slíkt er ef ekki er unnt að verða við beiðni um eyðingu gagna á grundvelli ákvæða í lögum um varðveislutíma þeirra. Geti sparisjóðurinn ekki orðið við slíkri beiðni af einhverjum ástæðum er viðskiptavini gerð grein fyrir því.

Aðgangur að eigin persónuupplýsingum

  1. Viðskiptavinur á rétt á að vita hvort sparisjóðurinn sé að vinna með persónuupplýsingar um hann. Hann á m.a. rétt til aðgangs að þeim, sem og að fá upplýsingar um tilgang vinnslu, flokka viðtakenda, uppruna upplýsinga, hvort sjálfvirk ákvarðanataka fari fram og upplýsingar um rétt sinn (þ.m.t. réttinn til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd).

Leiðrétting rangra persónuupplýsinga

  1. Telji viðskiptavinur að einhverjar þeirra upplýsinga sem sparisjóðurinn varðveiti um hann séu óáreiðanlegar, rangar eða ófullnægjandi, á viðskiptavinur rétt á því að fá þær leiðréttar.

Eyðing

  1. Viðskiptavinur á rétt á því að fara fram á að sparisjóðurinn eyði persónuupplýsingum um hann ef hann telur upplýsingarnar ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra. Hið sama á við ef viðskiptavinur dregur til baka samþykki sem vinnsla persónuupplýsinga byggist á og ekki er annar lagagrundvöllur fyrir vinnslunni eða ef vinnsla upplýsinganna er ólögmæt.

Andmælaréttur og takmörkun á vinnslu

  1. Viðskiptavinur á rétt á því að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um sig og notkun þeirra til beinnar markaðssetningar hvenær sem er, þar á meðal gerð persónusniðs.
  2. Viðskiptavinur á rétt á því að óska eftir að sparisjóðurinn takmarki vinnslu persónuupplýsinga um hann ef véfengt er að upplýsingarnar séu réttar, vinnsla upplýsinganna ólögmæt eða að sparisjóðurinn þarf ekki lengur á þeim að halda en viðskiptavinur þarfnast þeirra til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
  3. Viðskiptavinur á hvenær sem er rétt á því að hafna vinnslu persónuupplýsinga í markaðslegum tilgangi og getur afþakkað slíka þjónustu í indó appinu. Það getur tekið tíma að uppfæra kerfi svo það kann að vera að viðskiptavinur fái áfram markaðsefni í einhvern tíma í kjölfarið. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að markaðsefni sé afþakkað sendir indó áfram mikilvægar upplýsingar til viðskiptavinar, s.s. um breytingar á skilmálum eða til að upplýsa viðskiptavin um samningsskyldur sínar.

Flutningsréttur

  1. Viðskiptavinur á rétt á því að fá afhentar persónuupplýsingar sem skráðar hafa verið um hann eða sem hann hefur látið sparisjóðnum í té, á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði.
  2. Viðskiptavinur getur einnig óskað eftir að sparisjóðurinn sendi upplýsingar um þá til þriðja aðila. Þetta á aðeins við hafi vinnsla persónuupplýsinga verið byggð á samþykki eða vegna framkvæmdar samnings og vinnslan er sjálfvirk.

Afturköllun samþykkis

  1. Í þeim tilvikum þar sem samþykki er gert að skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga á viðskiptavinur rétt á því að draga samþykki sitt til baka. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu á grundvelli samþykkisins fram að afturköllun.

Kvörtun til Persónuverndar

  1. Hægt er að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd með því að senda erindið á:

    Persónuvernd

    Rauðarárstígur 10

    105 Reykjavík

    eða á

    postur@personuvernd.is.

  2. Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og úrskurðar í ágreiningsmálum á sviði persónuverndar.

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga?

  1. Rík skylda hvílir á indó að gæta að öryggi þeirra persónuupplýsinga sem sparisjóðurinn vinnur með. Þeirri skyldu framfylgir hann með því að setja sér öryggisstefnu, að meta þá hættu sem steðjar að viðkomandi vinnslu, til dæmis hættu á að óviðkomandi fái aðgang að upplýsingunum eða þær skemmist eða verði eytt og að beita ráðstöfunum til að stemma stigu við slíkri hættu. Þær öryggisráðstafanir lúta einkum að aðgangsstýringu, raunlægu öryggi, mannauðsöryggi, rekstraröryggi og samskiptaöryggi. Þá viðhefur sparisjóðurinn innra eftirlit með ofangreindu og endurskoðar áhættumat sitt og viðbrögð reglulega.
  2. Komi upp öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga þar sem staðfest er eða grunur leikur á um að persónuupplýsingar hafi komist í hendur óviðkomandi aðila er Persónuvernd, og eftir atvikum einstaklingum, tilkynnt um öryggisbrestinn þ.e nema hann hafi ekki í för með sér mikla áhættu fyrir réttindi og frelsi einstaklinga.

Hvernig er hægt að hafa samband við sparisjóðinn vegna persónuverndar?

  1. Hjá indó starfar persónuverndarfulltrúi skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Hlutverk persónuverndarfulltrúans er að fylgjast með að farið sé eftir ákvæðum laga og reglna um persónuvernd og ákvæðum almennu persónuverndarreglugerðar (ESB) nr. 2016/679.
  2. Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa indó með því að senda tölvupóst á netfangið haukur@indo.is.
  3. Persónuverndarfulltrúi er tengiliður sparisjóðsins við Persónuvernd.

Hvernig uppfærum við eða breytum persónuverndaryfirlýsingunni?

  1. indó er heimilt að breyta þessari persónuverndaryfirlýsingu og bæta við hana hvenær sem er til að endurspegla sem best þá vinnslu sem fer fram hverju sinni hjá sparisjóðnum. Slíkar breytingar taka gildi án fyrirvara við birtingu á vef sparisjóðsins, nema annað sé tilgreint.
  2. Yfirlýsing þessi er gefin út á íslensku og gildir frá og með 9. maí 2022 og til þess tíma er ný yfirlýsing tekur gildi.

Skilmálar indó appsins

Almennt

  1. Skilmálar þessir gilda milli indó sparisjóðs hf., kt. 411018 0400 (“indó” eða “sparisjóðurinn”) og viðskiptavinar indó („viðskiptavinur“), sem nýtir sér þjónustu indó um snertilausar greiðslur með snjallsíma (“þjónusta”). Þjónustan er aðgengileg í gegnum smáforrit indó („appið“).
  2. Um þjónustuna gilda skilmálar þessir, ásamt öðrum skilmálum indó og verðskrá indó eins og hún er á hverjum tíma. Skilmálana má nálgast á vef indó, http://www.indo.is .
  3. Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess að gangast undir og fylgja skilmálum sparisjóðsins í hvívetna. Jafnframt samþykkir viðskiptavinur að indó vinni persónuupplýsingar um hann sem snúa að notkun þjónustunnar í samræmi við persónuverndarstefnu og aðra skilmála sparisjóðsins.
  4. Persónubundnir öryggisþættir merkja í skilmálum þessum hvers kyns auðkenningu sem er eingöngu bundin við viðkomandi viðskiptavin og hann einn getur nýtt sér til þess að sanna á sér deili, s.s. fingrafar, andlitsskanni, PIN númer eða rafræn skilríki.

Þjónustan

  1. Þjónustan gerir viðskiptavini kleift að framkvæma snertilausar greiðslur með snjallsíma á þeim stöðum sem bjóða upp á og samþykkja snertilausar greiðslur. Notkun þjónustunnar er háð því að viðkomandi viðskiptavinur sé með indó appið, greiðslukort sem er útgefið af sparisjóðsnum sem fellur undir þjónustuna, sem og viðeigandi snjallsíma.
  2. Sparisjóðurinn ákveður einhliða hvaða tegundir greiðslukorta sem eru útgefin af honum falla undir þjónustuna á hverjum tíma. Til þess að virkja þjónustuna skráir viðskiptavinur sig inn í appið með persónubundnum öryggisþáttum og setur greiðslukort sitt í símaveski í indó sparisjóðs appinu (hér eftir „símaveski“).
  3. Þegar viðskiptavinur hefur virkjað greiðslukort í símaveski er greiðslukortið sjálfvalið fyrir greiðslur. Eftir að greiðslukort hefur verið virkjað í símaveski getur viðskiptavinur notað snjallsíma til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu í öllum posum sem samþykkja snertilausar greiðslur, bæði hérlendis og erlendis. Ákveði viðskiptavinur að fjarlægja kort í símaveski þá er ekki hægt að greiða með snjallsímanum en greiðslukortið sjálft er ennþá virkt sem og reikningurinn sem umrætt kort er tengt við.
  4. Viðskiptavinur framkvæmir snertilausa greiðslu með því að aflæsa snjallsímanum sínum með persónubundnum öryggisþáttum og leggja hann upp að posa sem samþykkir snertilausar greiðslur. Snertilaus greiðsla með þjónustunni jafngildir greiðslu með korti og úttektum samkvæmt debetkortaskilmálum indó.
  5. Til að einfalda millifærslur á milli viðskiptavina indó, geta viðskiptavinir séð veltureikningsnúmer annars einstaklings sem er með reikning hjá indó, svo fremi að þeir slái inn kennitölu viðkomandi. Þeir viðskiptavinir sem vilja ekki að þær upplýsingar birtist með þessum hætti geta valið að slökkva á sjálfvirkri birtingu veltureikningsnúmers í indó appinu.
  6. indó sparisjóður ákveður einhliða þá þjónustu sem í boði er á hverjum tíma og áskilur sér allan rétt til þess að gera breytingar eða viðbætur við þjónustuna og aðgerðir innan hennar, þar á meðal en ekki takmarkað við kröfur til persónubundinna öryggisþátta. indó er heimilt að senda viðskiptavini rafrænar tilkynningar vegna þjónustunnar, s.s. tölvupóst, SMS, skilaboð/tilkynningar (e. notifications). indó ber enga ábyrgð á því ef tilkynningar berast ekki eða of seint.

Hugbúnaður

  1. Allur hugverkaréttur sem tengist lausninni er annað hvort eign sparisjóðsins eða þriðja aðila. Í hugverkarétti felst m.a. hvers konar höfundaréttur, hönnunarréttur, eignarréttur að atvinnuleyndarmálum og sérþekking (e. know-how), vörumerkjaréttur og einkaleyfaréttur, sem og skyld réttindi, hvaða nafni sem þau nefnast, bein eða óbein.
  2. Að því marki sem heimilt er að takmarka slíkt, er viðskiptavini óheimilt að afrita lausnina í heild eða að hluta til, eða að breyta, endurþýða eða endurhanna hana.
  3. Notkun lausnarinnar er óheimil ef átt hefur verið við stýrikerfi viðkomandi snjallsíma eða öryggi þess er ógnað af öðrum ástæðum, svo sem vegna uppsetningar á vafasömu forriti.

Ábyrgð og skyldur

  1. Viðskiptavinur ber fulla og ótakmarkaða ábyrgð á öllum greiðslum og aðgerðum sem framkvæmdar eru með þjónustunni. Viðskiptavini ber að virkja læsingu á snjallsíma með viðeigandi persónubundnum öryggisþáttum. Sparisjóðurinn áskilur sér rétt til þess að breyta öryggiskröfum sínum án fyrirvara. Viðskiptavini er óheimilt að deila eða veita öðrum upplýsingar um persónubundna öryggisþætti sína. Viðskiptavini ber að grípa til nauðsynlegra varúðar- og öryggisráðstafana til að tryggja persónubundna öryggisþætti sína þannig að óviðkomandi aðili fái ekki aðgang að eða vitneskju um leyninúmer eða aðrar aðgangsupplýsingar, hvort sem þær varða t.d. varðveislu snjallsímans, aðgang inn í snjallsímann eða appið.
  2. Ef viðskiptavinur lánar, selur, skiptir um eða heimilar öðrum umráð yfir snjallsíma sem hefur verið tengt við þjónustuna eða ákveður af einhverjum öðrum ástæðum að hætta notkun þess, ber honum, áður en það er gert, að eyða öllum persónulegum og fjárhagslegum upplýsingum úr snjallsímanum, þar á meðal appinu.
  3. Varðveiti viðskiptavinur ekki persónubundna öryggisþætti sína í samræmi framangreint telst það vera stórfellt gáleysi af hans hálfu.
  4. Gruni viðskiptavin að einhver hafi vitneskju um leyninúmer hans eða aðra persónubundna öryggisþætti eða viðskiptavinur verður var við óeðlilegar færslur með þjónustunni, ber honum að breyta persónubundnum öryggisþáttum, s.s. læsingu á snjallsímanum með viðeigandi öryggisstillingum, t.d. með nýju PIN númeri og frysta kortið í appinu og tilkynna sparisjóðnum um slíkt án tafar með því að hafa samband við þjónustuver sparisjóðsins í síma 588-4663 eða neyðarþjónustu XXXX í síma 222-2222 utan hefðbundins þjónustutíma sparisjóðsins.
  5. Glati viðskiptavinur snjallsíma með einhverjum hætti eða sé honum stolið ber honum að tilkynna það tafarlaust til sparisjóðsins með því að hafa samband við þjónustuver sparisjóðsins í síma 588-4663 eða neyðarþjónustu XXXX í síma 222-2222 utan hefðbundins þjónustutíma sparisjóðsins. Ef grunur leikur á óheimilli eða sviksamlegri notkun þjónustunnar eða ef brotið er gegn skilmálunum er sparisjóðnum heimilt einhliða og fyrirfaralaust að rjúfa aðgang viðskiptavinar að þjónustunni. Ef ástæður fyrir því að aðgangur var rofinn eru ekki lengur fyrir hendi opnar indó aftur fyrir aðganginn.
  6. Sparisjóðurinn áskilur sér jafnframt allan rétt á að rjúfa aðgang að þjónustunni um stundarsakir, fyrirvaralaust og án tilkynningar, ef þörf krefur svo sem vegna uppfærslu, breytinga á lausninni eða annarra tæknilegra ráðstafana. Sparisjóðurinn ber ekki ábyrgð á óþægindum, kostnaði eða öðru fjártjóni, hvort sem um ræðir beint eða óbeint tjón, sem rekja má til lokana, aðgangstruflana eða annarrar röskunar á veitingu þjónustunnar. Sparisjóðurinn ber enga ábyrgð á tjóni sem rekja má til athafna eða athafnaleysis þriðja aðila eða ágalla á þjónustunni sem rekin er af þriðju aðilum. Sparisjóðurinn ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af óviðráðanlegum orsökum (e. force majure), s.s. stríði eða yfirvofandi stríðsátökum, hryðjuverkum, náttúruhamförum, verkfalli, verkbanni eða viðskiptabanni.
  7. Jafnframt ber sparisjóðurinn ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af atburðum sem eru stjórnmálalegs, félagslegs, fjármálalegs eða efnahagslegs eðlis og eru líkleg til að koma í veg fyrir, rjúfa eða trufla að hluta eða öllu leyti þá þjónustu sem hann veitir, jafnvel þó að slík atvik flokkist ekki undir óviðráðanleg atvik.
  8. Þá ber sparisjóðueinn ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af vegna lagaskyldu sem honum ber að fylgja.

Önnur ákvæði

  1. Viðskiptavinur á rétt á að fá skilmála þessa afhenta á pappírsformi eða senda með tölvupósti hvenær sem er á meðan á samningssambandi stendur, óski hann þess.
  2. Tilkynningar til sparisjóðsins skal senda á netfangið indo@indo.is eða hringja í þjónustuver sparisjóðsins í síma 588-4663.
  3. Sparisjóðnum er heimilt að breyta skilmálum þessum einhliða hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara ef þær eru viðskiptavini til hagsbóta. Séu breytingarnar ekki til hagsbóta fyrir viðskiptavin og varða atriði sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu, skal honum tilkynnt um þær með tveggja mánaða fyrirvara á tryggan hátt, s.s. með rafrænum skilaboðum eða með tölvupósti á það netfang sem viðskiptavinur hefur gefið upp í appinu.
  4. Geri viðskiptavinur ekki athugasemdir við breytingarnar innan þess tíma telst hann hafa samþykkt þær. Ef viðskiptavinur sættir sig ekki við fyrirhugaðar breytingar á skilmálum þessum getur hann hætt notkun þjónustunnar með því að afskrá kort úr símaveski áður en breytingarnar taka gildi. Að öðru leyti vísast til ákvæða annarra skilmála um breytingar, uppsögn og lok viðskipta.
  5. Sparisjóðnum er heimilt að segja viðskiptavini upp þjónustunni með að minnsta kosti tveggja mánaða fyrirvara. Viðskiptavinur getur fallið frá þjónustunni hvenær sem er, án fyrirvara, án þess að tilgreina nokkra ástæðu og sér að kostnaðarlausu með því að fjarlægja greiðslukort úr símaveski í appinu. Öll þjónustugjöld og önnur gjöld vegna þjónustunnar reiknast samkvæmt verðskrá sparisjóðsins eins og hún er á hverjum tíma. Gildandi verðskrá má nálgast á heimasíðu bankans, http://www.indo.is.
  6. Skilmálar þessir eru gefnir út á íslensku og gilda frá og með 10. maí 2024 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.