Hvenær opnar indó?
Við ætlum að opna indó í þremur skrefum:
1. skref: Þann 9. maí sl. tengdist indó kerfum Reiknistofu bankanna. Þetta var stórt skref í sögu indó. Þá gátum við loksins byrjað að gera ýmsar tæknilegar prófanir eins og að stofna bankareikning, framkvæma millifærslur, borga reikninga í appinu og borga með indókortinu úti í búð. Þá gátum við líka prófað þjónustu sem við höfðum innleitt frá ýmsum aðilum eins og VISA og Enfuce sem hjálpa okkur með indókortið og Lucinity sem aðstoðar okkur við að útiloka peningaþvætti á reikningum notenda.
2. skref: Í sumar verðum við í notendaprófunum með framtíðar-indóum sem munu prófa appið og hjálpa okkur að gera upplifun indó enn betri! Þessi hópur mun stækka jafnóðum og munu langflestir koma frá biðlistanum okkar. Á biðlistanum er nú hópur fólks sem er áhugasamt um að hjálpa okkur að byggja upp indó.
3. skref: Í haust ætlum við að leggja lokahönd á appið og undirbúa opnun indó fyrir alla sem vilja koma í viðskipti við okkur. Við viljum auðvitað opna sem fyrst, en stundum þurfum við að bíða eftir að samstarfsaðilar okkar verði klárir. Svo viljum við líka gefa okkur tíma í að bæta appið út frá ábendingum sem við fáum frá indóum í notendaprófununum. Við opnum svo um leið og við erum tilbúin.