indó merki

Skilmálar

Vefsvæði indó og efni á samfélagsmiðlum

Upplýsingar sem birtar eru á vefsvæðum indó byggja á heimildum sem félagið telur áreiðanlegar hverju sinni. Félagið getur þó ekki ábyrgst að allar upplýsingar séu réttar. Þá kunna upplýsingar og skoðanir sem fram koma að breytast án fyrirvara. Félagið ábyrgist ekki efni frá þriðja aðila sem birt kann að vera á vef þess.

Félagið ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingagjöf þess né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef félagsins. Þá ber félagið ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.

Framangreint á einnig við um allt efni sem félagið setur inn á samfélagsmiðla, s.s. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter, Youtube og Vimeo.

Lagalegur fyrirvari vegna tölvupósts

Upplýsingar sem fram koma í tölvupósti eða eftir atvikum viðhengi, sendum frá netföngum indó, kunna að innihalda trúnaðarupplýsingar og/eða upplýsingar um einkamál einstaklinga og eru eingöngu ætlaður skráðum viðtakendum. Efni tölvupósta, innihald og eftir atvikum viðhengi þeirra, er á ábyrgð þess sem tölvupóstinn sendir ef efni hans tengist ekki starfsemi félagsins. Hvers konar upplýsingagjöf, afritun eða dreifing þeirra upplýsinga sem fram koma í tölvupóstum og viðhengjum er óleyfileg og kann að varða við lög. Hafi tölvupóstur verið sendur á rangan viðtakanda ber hinum ranga viðtakanda að gæta fyllsta trúnaðar um efni póstsins, tilkynna sendanda um mistökin og eyða tölvupóstinum og viðhengjum hans án þess að geyma afrit í samræmi við ákvæði 47. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti.