
28. júní 2024 — indó
Besta gengið
Ferðalög með genginu þínu eru dásamleg, en langar bílferðir á leiðinni í útileguna eða bið á flugvellinum geta reynt á þolinmæðina. Síðan þurfa foreldrar stundum smá pásu þegar á áfangastað er komið þegar börnin eiga nóg af orku eftir. Við bjuggum til þetta spil til þess að mæta allskonar þörfum allskonar gengja. Það er lítið, nett og passar fullkomlega í bakpokann, veskið eða vasann og skiptist í kveikjur fyrir umræðu- mylsnur, mola og máltíðir til þess að auka nánd - skemmtilega leiki sem allt gengið getur tekið þátt í til þess að stytta stundir á ferðalaginu og „mananir”, sem bæði má nota til þess að brjóta daginn upp eða ef foreldrar þurfa smá pásu á meðan börnin þurfa smá leik.
Spilið kostar núll krónur, eins og okkur er tamt, og þið getið sótt ykkur eintak til að taka með í fríið til okkar á skrifstofuna í Nóatún 17, 105 Reykjavík.