Neyðarlokun indó

Óttast þú að óprúttinn aðili hafi komist inn á reikninginn þinn? Við skulum aðstoða þig. Þá frystum við kortið, læsum aðgangi þínum að appinu og höfum samband við þig klukkan 10 næsta virka dag. Athugaðu að þú hefur bara þrjár tilraunir og getur ekki notað indó-kortið þitt né nálgast reikninginn fyrr en við höfum samband. Athugaðu að þú hefur bara þrjár tilraunir.

Frysta kortið

Við munum frysta debetkortið þitt og gera það ónothæft strax, enginn getur notað það. Það á bæði við um plastkortið og stafrænu útgáfuna í símanum þínum.

Athugaðu ef að eingöngu plastkortið þitt er glatað og þú ert með símann þinn þá er ætti að vera nóg fyrir þig að frysta kortið í appinu.

Læsa aðgangi að appi

Við læsum aðganginum þínum að indó appinu. Um leið mun enginn geta komist inn á þinn aðgang. Hvorki þú né nokkur annar getur framkvæmt millifærslur eða aðrar aðgerðir í appinu.

Heyrum í þér

Við höfum samband við þig með þeim hætti sem þú óskar eftir eigi síðar en klukkan 10:00 í fyrramálið til þess að aflæsa indó appinu.

Fylltu út formið hér að neðan til þess að læsa aðganginum þínum og frysta kortið. Þegar þú klárar það mun birtast þraut (CAPTCHA) sem þú þarft að leysa. Hún er þarna til þess að tryggja öryggi þessarar neyðarlokunar. Þegar þú lýkur þessu þá verður aðganginum þínum læst og kortið þitt fryst.

10 tölustafa númer, inniheldur t.d. ekki bil eða bandstrik 4-8 tölustafa númer, þetta er leyninúmerið sem þú valdir fyrir innskráningu í appið. Þetta er ekki PIN á kortið og ekki rafrænu skilríkin þín. Segðu okkur hvernig við getum haft samband við þig, þetta gæti t.d. verið tölvupósturinn þinn, símanúmer í síma sem er aðgengilegur þér o.s.frv. Hér máttu líka taka fram hvað gerðist ef þú villt.

CAPTCHA þrautir eru notaðar til þess að greina sjálfvirk forrit og manneskjur í sundur. Þær gegna mikilvægu hlutverki í netöryggi og hindra sjálfvirk forrit í að framkvæma aðgerðir á netinu. Þrautin sem birtist getur verið erfið fyrir sjálfvirk forrit en einföld fyrir manneskjur. Með þessari þraut sem birtist erum við því að reyna að gæta þess að óviðkomandi aðilar séu ekki að læsa aðgöngum viðskiptavina okkar.