indó merki

Nú mega táningar líka koma í indó!

Nú mega allir táningar á aldrinum 13-17 ára líka koma í indó.  Táningar sækja indó með sama hætti og fullorðnir - með því að ná í indó appið! Eina sem þarf eru rafræn skilríki og foreldri eða forsjáraðili sem er líka í indó.

Sæktu appið
Táningar

Táningar mega minna

Táningar fá auðvitað sömu kjör og öll hin í indó. Ekkert árgjald, engin færslugjöld, ekkert gjaldeyrisálag, ekkert bull.

Hins vegar mega táningar aðeins minna. Ekkert vín, ekkert veip, ekkert veðmál, ekkert klám. Táningakortin virka nefnilega hvorki í vín- og veipbúðum né á helstu klám- og veðmálasíðum. Við getum ekki tryggt að táningurinn eyði ekki í vitleysu - en við reynum!

Táningar mega aðeins minna...
indó app hallo

Fullorðnir fylgjast með

Fylgstu með notkuninni í þínu appi

Þú sem foreldri eða forsjársaðili getur svo fylgst með notkuninni í þínu indó appi. Þegar táningurinn þinn kemur í indó verður hann sjálfkrafa uppáhalds í appinu þínu - en ekki hvað?

Þú getur alltaf fylgst með stöðunni og skoðað færsluyfirlitið með því að velja táninginn í uppáhalds á heimaskjánum og velja yfirlit.

indó app

Af hverju ætti táningurinn að vilja koma í indó?

Táningar fá auðvitað sömu kjör og þið! Það kostar ekkert að koma í indó - né að nota indó.

Sparibaukarnir alveg tilvaldnir fyrir táninga sem eru að taka sín fyrstu skref í sparnaði. Það er hvetjandi fyrir öll að búa til bauk með eigin nafni og mynd af því sem þau eru að spara sér fyrir, virkja sparitrix og sjá vextina greidda mánaðarlega inn á baukinn.

Það er hvetjandi 
að spara með indó
indó app hallo