Hvað ert þú að bauka?
Opnaðu sparibauk og sparaðu fyrir einhverju sjúklega næs… eða praktísku… eða bara hverju sem þú vilt!
Við köllum sparnaðarreikningana okkar sparibauka - einfaldlega vegna þess að þeir eru svo miklu skemmtilegri en venjulegir sparnaðarreikningar. Þú getur opnað marga sparibauka, sérsniðið þá með mynd og nafni, sett þér markmið og virkjað allskonar sparitrix til að hjálpa þér að spara hraðar.
Hvernig virka sparibaukarnir?
Þú getur opnað marga sparibauka, sérsniðið þá með mynd og nafni, sett þér markmið og virkjað allskonar sparitrix til að hjálpa þér að spara hraðar.
Sparibaukarnir eru allir eins - óbundnir og óverðtryggðir og með 8,25% vöxtum. Það er ekki hægt að læsa þeim eða deila þeim með öðrum… eins og er! En endilega komdu með hugmynd í hugmyndabankann um hvernig sparibaukarnir gætu orðið enn betri!