indó merki

Hvað ert þú að bauka?

Opnaðu sparibauk og sparaðu fyrir einhverju sjúklega næs… eða praktísku… eða bara hverju sem þú vilt!

Við köllum sparnaðarreikningana okkar sparibauka - einfaldlega vegna þess að þeir eru svo miklu skemmtilegri en venjulegir sparnaðarreikningar. Þú getur opnað marga sparibauka, sérsniðið þá með mynd og nafni, sett þér markmið og virkjað allskonar sparitrix til að hjálpa þér að spara hraðar.

Sparibaukar

Allir sparibaukarnir eru óverðtryggðir og óbundnir - svo þú getur alltaf tekið peninginn úr bauknum þínum þegar hentar!

Vextirnir eru 8,25% og eru greiddir út mánaðarlega. Viltu vita meira um spartrixin? Flettu þá áfram 👉

indó app
Sparitrix

Sparitrixin eru sérstaklega gerð til að hjálpa þér að byrja að spara og án þess að pæla í því!

Þú getur stillt sjálfvirkan reglulegan sparnað inn á baukana þína og valið að borga aðeins meira þegar þú notar kortið og mismunurinn fer í baukinn þinn! Þú getur líka leyft okkur að taka af þér falin gjöld sem aðrir bankar taka þegar þú notar kortið þitt - nema hjá indó þá fer peningurinn rakleiðis í baukinn þinn! Það er svo óþarfi að hræðast Peningaskrímslið! Það étur bara pening af debetreikningnum þínum þegar það er svangt (þú ræður hversu mikið) en skilar honum beint í baukinn þinn!

Það er svo alltaf hægt að slökkva á sparitrixunum og millifæra aftur inn á debetkortið, svo endilega prófaðu að spara með sparitrixum, margt smátt gerir eitt stórt!

indó app
Sparimolar

Ef þú vilt þá getur þú líka sparað með því að akkúrat pæla meira í því! Við kunnum ýmis góð sparnaðarráð og við getum deilt þeim með þér ef þú vilt! Það gæti meira að segja hvatt þig áfram til að spara og eyða minna.

Fáðu sparimola í áskrift og við sendum þér vikulega hnipp í appinu. Ef þú færð leið á þeim eða þau nýtast ekkert - þá geturðu alltaf hætt í áskrift! Pssst… ef þú vilt, þá getum við líka látið þig vita í hvert skipti sem þú sparar með því að senda þér hnipp þegar það kemur peningur í baukinn þinn.

indó app

Hvernig virka sparibaukarnir?

Þú getur opnað marga sparibauka, sérsniðið þá með mynd og nafni, sett þér markmið og virkjað allskonar sparitrix til að hjálpa þér að spara hraðar.

Sparibaukarnir eru allir eins - óbundnir og óverðtryggðir og með 8,25% vöxtum. Það er ekki hægt að læsa þeim eða deila þeim með öðrum… eins og er! En endilega komdu með hugmynd í hugmyndabankann um hvernig sparibaukarnir gætu orðið enn betri!