indó merki

Þarftu lán til að brúa bilið?

Stundum kemur eitthvað upp á - og það vantar smá upp á!

Við erum að byrja að lána hægt og rólega og getum því aðeins boðið mjög fámennum hópi að taka yfirdrátt fyrst um sinn. Þess vegna höfum við sett strangari lánakröfur í upphafi en vonumst til að geta víkkað út skilyrðin í náinni framtíð.

Þarftu lán til að brúa bilið?

Lán í lok mánaðar

Fyrirframgreidd laun

Betri yfirdráttur

Ef þú færð launin þín á indó reikninginn þinn getur þú fengið 25.000 kr. fyrirframgreitt í lok hvers mánaðar. Lánið endurgreiðist sjálfkrafa fyrsta virka dag eftir mánaðarmót.

Sjá lánaskilyrði
Stutt lán

Sumir mánuðir geta verið erfiðari en aðrir og stundum er erfitt að ná endum saman. Okkur finnst að maður ætti ekki að þurfa að taka rándýrt smálán fyrir síðustu matarkörfunni - og við getum boðið stutt lán ef við vitum að við fáum það greitt til baka eftir örfáa daga.

indó app
Greiðist sjálfkrafa til baka

Þú þarft ekkert að hugsa um að borga peninginn til baka - við rukkum hann þegar það kemur peningur aftur inn á reikninginn.

Þá þarftu ekki að fleyta láninu neitt áfram. Þetta virkar bara alveg eins og að fá smá fyrirfram af laununum nokkrum dögum fyrr - eins og í gamla daga.

indó app
Hægt er að fá 25.000 kr. fyrirfram í hverjum mánuði

Hægt er að fá 25.000 kr. fyrirfram frá 25. hvers mánaðar og fram að mánaðamótum. Þú sækir um með því að smella á reikning efst uppi í hægra horni á heimaskjánum.

indó app
Þú þarft ekki að vera með formlegan launareikning

Þú þarft ekki að fá launin þín formlega beint inn á indó frá vinnuveitanda. Við þurfum bara að sjá að það hefur komið regluleg færsla sem svipar til launagreiðslu í kringum síðustu þrjú mánaðamót.

Við þurfum í raun bara að treysta á að það komi peningur inn um mánaðamótin til að rukka lánið til baka.

indó app

Tímabundið lán til að mæta óvæntum útgjöldum

Betri Yfirdráttur

Fyrirframgreidd laun

Yfirdráttur er alltaf dýr! Við viljum hjálpa þér að losa þig við hann aftur! Þess vegna færð þú enn betri vexti ef þú gerir plan um að lækka yfirdráttinn mánaðarlega!

Sjá lánaskilyrði
Yfirdráttur er alltaf dýr!

Yfirdráttur er dýrt lán og því ætti alltaf að hugsa hann sem tímabundið lán til að mæta óvæntum útgjöldum.

Við hönnuðum yfirdráttinn okkar með það sérstaklega í huga að það ætti að vera hvetjandi að losna við yfirdráttinn sem fyrst og því færðu betri kjör með lægri vöxtum ef þú gerir plan til að minnka heimildina mánaðarlega.

indó app
Gerðu plan!

Þú finnur yfirdráttinn inni í “reikningur” efst í hægra horni.

Við mælum með að gera strax plan til að lækka hann niður - og fá þannig betri vexti. Þú getur tekið pásu frá planinu hvenær sem er - en þá hækka vextirnir aftur, þar til þú treystir þér aftur í planið og þá borgar þú lægri vexti á ný!

indó app
Hvernig virkar yfirdráttur?

Þegar þú sækir um yfirdrátt hefurðu tæknilega séð ekki fengið peninginn lánaðan. Þú ert að fá leyfi - eða yfirdráttarheimild - frá okkur til að taka lán. Þegar þú hefur svo klárað peninginn á debetreikningnum byrjar þú að nota yfirdráttinn. Þá ertu að fá lánað - og borgar vexti af þeirri upphæð.

indó app
Hvað kostar að vera með yfirdrátt?

Það er enginn aukakostnaður við að taka yfirdráttinn: engin lántökugjöld, breytingagjöld né önnur gjöld.

Yfirdráttur er dýr vegna vaxtanna. Við rukkum þig vexti í lok hvers mánaðar - af þeirri upphæð sem þú notar af yfirdrættinum. Ef þú notar yfirdráttarheimildina ekkert, borgar þú ekkert.

indó app

Lán til að dreifa álaginu í dýrari mánuðum

Færslusplitt

Betri yfirdráttur

Sumir mánuðir eru dýrari en aðrir.

Með Færslusplitti getur þú splittað færslu á kaupum sem þú hefur þegar greitt fyrir - og fengið lánað fyrir ¾ af færslunni. Við dreifum síðan láninu fyrir þig á næstu 3 mánuði.

Vextir af láni með Færslusplitti eru 15,50% og það er enginn aukakostnaður. Ekkert lántökugjald, ekkert niðurgreiðslugjald, ekkert greiðslugjald, ekkert færslugjald.

Mundu að bera saman ÁHK* (árlega hlutfallstölu kostnaðar) þegar þú berð saman lánakjör.

Sjá lánaskilyrði
Hvernig virkar Færslusplitt?

Með Færslusplitti getur þú splittað færslu sem þú hefur þegar borgað - í fernt.

Þú borgar fyrsta hlutann strax (og hefur auðvitað tæknilega gert það nú þegar). En við lánum þér fyrir rest og skiptum greiðslunni fyrir þig jafnt á næstu 3 mánuði. Hver greiðsla er fyrsta hvers mánaðar og greiðist sjálfkrafa af indó debetreikningnum þínum - óháð því hvenær þú splittaðir færslunni.

indó app
Hvernig splitta ég færslu?

Þú sækir um Færslusplitt í appinu með því að smella á reikningur efst í hægra horni og velja þar Færslusplitt. Ef þú uppfyllir allar lánakröfur, getur þú auðveldlega séð hvaða færslum er hægt að splitta með því að smella á “Splitta færslum” og velur splitta ef þú vilt splitta.

indó app
Hvað kostar að splitta færslu?

Færslusplitt er lán með 15,50% vöxtum. Það eru engin aukagjöld. Ekkert lántökugjald, ekkert niðurgreiðslugjald, ekkert greiðslugjald, ekkert færslugjald.

Hafðu í huga að öll aukagjöld á lánum hafa mjög mikil áhrif á lánakjörin þín. Þess vegna verða allir sem bjóða lán að gefa upp aðra prósentu - svokallað ÁHK* (árleg hlutfallstala kostnaðar). Þá er búið að taka allan kostnað sem það kostar þig að taka lánið í eina prósentutölu - svo þú getir borið saman ólík lánakjör.

indó app
Hvernig færslum er hægt að splitta?

Flestum færslum á bilinu 20.000 kr. - 250.000 kr. er hægt að splitta.

Eina undanþágan er að ekki er hægt að splitta færslum sem tengjast fjárhættuspili, gjafakortum, rafmyntakaupum eða peningaúttektum.

indó app
*ÁHK þýðir árleg hlutfallstala kostnaðar. Það sýnir hvað lánið kostar í raun á einu ári, með vöxtum og öllum aukagjöldum. Það borgar sig því að bera saman ÁHK þegar borin eru saman lánakjör ólíkra lána. ÁHK á Færslusplitti er hærra en vaxtaprósentan þrátt fyrir að lánið beri engin aukagjöld. Það er vegna þess að vextir á lánum miðast alltaf við árlega vexti. ÁHK tekur til greina hversu langt lánið er og þess vegna hækkar prósentan ef lánið er greitt hraðar en á einu ári, því það er dýrara fyrir þig að borga vextina fyrr. Ef lánið væri til 12 mánaða - væri prósentan sú sama.
spurt og svarað um lán