Dúett

Paraupplifun í fjármálum!

Er sambandið tilbúið fyrir Dúett? Þið þurfið ekki að vera gift til að vera í Dúett! Pör eru allskonar og Dúett er allskonar! Þið þurfið ekki einu sinni að vera í ástarsambandi. Þú getur farið í Dúett með meðleigjanda, vini, foreldri eða hverjum sem er. Við mælum þó reyndar alls ekki með að fara í Dúett með hverjum sem er!

hendi sem heldur hjarta

Bjóddu betri helmingnum í Dúett!

Sendu betri helmingnum boðskort í Dúett - þú finnur það í prófílnum þínum í indó appinu. Þú velur hverju þið viljið deila í Dúett og þegar betri helmingurinn þinn hefur samþykkt boðið í indó appinu - er Dúettinn klár! Þið getið púslað saman ykkar Dúett að vild!

dúett boðskort

Þið getið púslað saman ykkar Dúett að vild!

Þið ráðið hverju þið deilið!

Kröfur Þið getið séð kröfur hvors annars - og báðir aðilar geta borgað þær! Það er alltaf jafnrétti í Dúett. Ef þú sýnir kröfurnar þínar - færð þú líka að sjá hinar!

Dúett reikningur Þið fáið sitt hvort kortið - fyrir sama reikninginn! Nýr og sameiginlegur reikningur fyrir ykkur tilvalinn fyrir sameiginleg útgjöld heimilisins.

Rafræn skjöl Þið getið séð rafrænu skjöl hvors annars - fyrir dúndrandi yfirsýn! Sumum gæti þótt það kannski of mikil yfirsýn!

Dúett sparibaukur VÆNTANLEGT Sparið fyrir næsta sumarfríi, jólunum - og framtíðinni saman! Fylgist með sparnaðinum ykkar vaxa og dafna í Dúett bauknum ykkar!

indó app

Framtíðarsöngur?

Við viljum að Dúettinn vaxi og dafni með hverju sambandi. Markmið Dúetts er að veita pörum betri yfirsýn, meiri sveigjanleika og einfalda fjármálalíf heimilisins! Öll ástarsambönd eru ólík! Hvað þarf þitt samband? Sendu okkur línu í feedback@indo.is ef þú ert með hugmynd hvernig Dúett gæti verið enn betri fyrir ykkur og hafðu áhrif á næsta lagaval!

hvað þarf þitt samband?fólk að syngja dúett saman