indó app 1.10.0
17. apríl 2025
Breytingar og viðbætur
- Að ljúka millifærslu úr dúett reikningnum leiðir notandann aftur á dúett skjáinn.
- Betrumbætur á orðalagi þegar verið er að millifæra af dúett reikningi til debetreiknings.
- Nú er hægt að velja dúett reikning til þess að millifæra út af til þriðja aðila.
- Bætt við meiri upplýsingum um kröfurgreiðslur á færsluítarupplýsingaskjá.
- Þegar búið er að sækja um yfirdrátt bjóðumst við til að hjálpa til við að færa launin yfir til indó.
- Það er nóg að þekkja nafn eða kennitölu þess sem á að bjóða í dúett þegar verið er að búa til boð. Áður þurfti viðtakandi boðsins að vera í "Fólkið mitt".
- Staða dúett reiknins er nú fljótari að hlaðast.
Lagaðir böggar
- 3DS greiðslur virka þó að klukka símtækisins sé ónákvæm.
- Eigandi kortafærslu í bið er nú sýnilegur í dúett færsluyfirliti.
- Villur lagaðar sem gátu komið upp þegar verið var að bjóða í dúett.
- Villur lagaðar þar sem að villuskjár með ísnum í brauðforminu bauð ekki upp á að reyna aftur eða bakka sem olli því að það þurfti að endurræsa appið til þess að halda áfram.