Útgáfuglósur

Hvað er nýtt?!

indó kerfisuppfærsla

9. desember 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nú bjóðum við upp á Færslusplitt. Með Færslusplitti geturðu dreift greiðslu á keyptum hlut í fernt. Þú borgar fyrsta hlutann strax og restina næstu þrjú mánaðamót. Þú finnur færslusplitt undir "Reikningur" takkanum á heimaskjá.

indó app 1.4.1

6. desember 2024

Breytingar og viðbætur

  • Lagfæringar á væntanlegri útgáfu

indó app 1.4.0

5. desember 2024

Breytingar og viðbætur

  • Síur í dúett fyrir kröfur vistast nú milli þess að flakkað er á milli skjáa eða app er lokað
  • Kröfu-búbblan neðst á heimaskjánum sýnir nú rétta tölu í dúett (miðað við núverandi síu)
  • Uppfærslur til að styðja við væntanlega útgáfu

Lagaðir böggar

  • Lagað vandamál þar sem sum rafræn skjöl birtust vitlaust
  • Leyninúmeraskjárinn festist ekki lengur í bíðandi stöðu í sumum tilfellum

indó app 1.3.0

2. desember 2024

Breytingar og viðbætur

  • Færsla í bið er gert skýrara í færsluskjá

indó app 1.1.0

19. nóvember 2024

Breytingar og viðbætur

  • Í færsluskjá má sjá stöðu reiknings eftir tiltekna færslu
  • Löng skýring í millifærslum frá öðrum bönkum er nú sýnileg í færsluyfirliti
  • Möguleiki að millifæra beint af sparibauk

indó app 1.0.0

5. nóvember 2024

Breytingar og viðbætur

  • Staðfestingarskilaboðin eru nú minna ágeng þegar millifært er til/frá sparireikningi
  • Leit að tengiliðum nú eðlilegri með sérstökum íslenskum stöfum
  • Áminningar fyrir áreiðanleikakönnunina bættar við

Lagaðir böggar

  • Appið lendir ekki lengur í skrýtnu ástandi þegar skipt er um reikninga án þess að endurræsa
  • Löguð villa sem olli í sumum tilfellum að appið lokaðist
  • „iPhone 16" tæki birtast ekki lengur sem „iPhone 17.1"
  • Sérstök villuskilaboð birtast nú ef forritið lendir í hraðatakmörkun

indó app 0.1.49

31. október 2024

Lagaðir böggar

  • Auðkenning með rafrænum skilríkjum og auðkennisappi virkar nú fyrir tæki með Android 15

indó app 0.1.48

22. október 2024

Breytingar og viðbætur

  • „Borga aðeins meira“ sparitrixið heitir núna „Eigðu afganginn“

Lagaðir böggar

  • Löguð villa þar sem appið festist á gráum skjá
  • Takki til að auðkenna kortafærslur er nú óvirkur þegar kortið er frosið
  • Löguð villa þar sem auðkenning á kortafærslu tók stundum lengri tíma að birtast á Android-tækjum
  • Stafsetningarvilla löguð í auðkenningu á kortafærslu þegar engin er til staðar

indó app 0.1.47

15. október 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nú er „Auðkenna kortafærslu“ takki á kortaskjánum
  • Áreiðanleikakönnunin sem er aðgengileg á prófílskjánum hefur verið uppfærð

Lagaðir böggar

  • Nokkur tilfelli löguð þar sem auðkenning á kortafærslu birtist ekki sjálfkrafa

indó app 0.1.46

11. október 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nýtt útlit á skilaboðaboxunum á heimaskjánum
  • Nú er hægt að sjá lista af innskráðum tækjum á þinn aðgang. Þú finnur hann undir „Innskráð tæki“ í prófílnum þínum. Þaðan er hægt að útskrá stök eða öll tæki
  • Endurnýjun á yfirdráttarsamningi er nú alltaf sýnilegt

Lagaðir böggar

  • Að breyta lengd yfirdráttar í síðasta mánuði samnings lagað

indó app 0.1.45

16. september 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nú er hægt að sækja um nýjan yfirdrátt nokkrum dögum áður en núverandi yfirdráttur endar
  • Betri svikavarnir
  • Uppfærður texti á pólsku víðsvegar í appinu
  • Breyttum textanum á staðfestingatakka á 3DS til að reyna að auka meðvitund um hvað er verið að kaupa fyrir mikið og í hvaða gjaldmiðli
  • Bættum við staðfestingaglugga á áreiðanleikakönnun

Lagaðir böggar

  • 3DS færsluauðkenningar birtast nú fyrr og eru áreiðanlegri
  • Efsta krafa í listanum hoppar ekki lengur til við greiðslu
  • Löguðum sparitrix þannig að það sé hægt að fletta upp og niður á skjánum
  • Löguðum villu í enska textanum sem lýsir kröfunni um kortanotkun fyrir yfirdrátt

indó app 0.1.44

1. ágúst 2024

Breytingar og viðbætur

  • Útlitið á valmyndinni neðst á skjánum er nú með litríkari hönnun
  • Nú sést í umsóknarferlinu fyrir fyrirframgreidd laun hvort þú standist kröfuna um að hafa staðið í skilum við indó hingað til
  • Bætt orðalag á sumum stöðum fyrir fyrirframgreidd laun, 3DS staðfestingarskjá, millifærslum og lokun á fjárhættuspil

Lagaðir böggar

  • Notkun á tjáknum sem aðgangskóða er nú vistuð milli innskráninga
  • Að skipta um tungumál á meðan á nýskráningu stendur hefur verið lagað
  • Myndir í yfirdrætti virka betur í dökku viðmóti
  • Lagað viðmótið sem birtist meðan að góðgerðarlistin er að hlaðast
  • Lagað villu þar sem prófílmynd var ekki sýnd í sumum tilfellum fyrir fólk sem er ekki í tengiliðalistanum þínum
  • „Splitta og rukka“ er ekki lengur sýnt fyrir færslur sem hafa verið felldar niður
  • Kostnaðarsundurliðun fyrir yfirdrátt sýnir nú aðeins komandi mánuði
  • Komum í veg fyrir að appið fari í villuástand þegar leyninúmer er ekki slegið inn nógu fljótt við innskráningu með rafrænum skilríkjum

indó app 0.1.43

12. júní 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nú er hægt að sjá mánaðarlega sundurliðun kostnaðar við yfirdráttarheimild
  • Nú er hægt að halda niðri bakktakkanum á talnaborðinu til þess að hreinsa innsláttarreitinn hraðar
  • Nú er hægt að kveikja eða slökkva á tjáknum í stað talna á talnaborðinu með því að smella á "hjálp" takkann í innskráningu
  • Nú birtist lítill skuggi fyrir ofan lyklaborðið ef það er hægt að skruna niður skjáinn til að sjá meira af honum

Lagaðir böggar

  • Villa löguð þar sem tölustafir birtust stundum ekki í innsláttarreit þegar skrifað var hratt á talnaborðið
  • Löguðum ýmsar stafsetningar- og málfarsvillur á skjáum fyrir fyrirframgreidd laun
  • Nú birtist lyklaborðið sjálfkrafa þegar þjóðskrárleit er opnuð
  • Villa löguð þar sem skjár blikkaði þegar "Spurt og svarað" var opnað
  • Villa löguð á nokkrum stöðum þar sem hluti talnaborðs sást ekki á smærri skjám
  • Löguðum ósamræmi í viðmóti á kröfuskjá og millifærsluskjám

indó app 0.1.42

27. maí 2024

Breytingar og viðbætur

  • Betri villumeðhöndlun þegar reynt er að loka fyrirframgreiddum launum
  • Heimaskjár uppfærist sjálfkrafa um leið og umsókn um fyrirframgreidd laun er samþykkt eða þegar þeim er lokað
  • Smávægilegar breytingar á málfari og stafsetningu í skjám fyrir fyrirframgreidd laun

indó app 0.1.41

24. maí 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nú er hægt að sækja um fyrirframgreidd laun

indó app 0.1.40

17. maí 2024

Breytingar og viðbætur

  • Færslur í færsluyfirliti fyrir yfirdráttarvexti hafa nú sitt eigið útlit og útskýringu
  • Þegar verið er að stilla lækkun á heimild á yfirdrætti birtist dæmi á skjánum sem útskýrir hegðunina
  • Nú birtist staðfesting þegar yfirdrætti er lokað
  • Ástæður fyrir höfnun á umsókn á yfirdrætti birtast nú efst í listanum
  • Þegar heimild er uppfærð á yfirdrætti er nú boðið aftur upp á að stilla lækkun á heimild

Lagaðir böggar

  • Nú er aftur hægt að endurstilla leyninúmer fyrir appið í prófílskjánum
  • Villa löguð þar sem ógildar upphæðir voru í boði fyrir lækkun á heimild á yfirdrætti

indó kerfisuppfærsla

14. maí 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nú er hægt að sækja um yfirdrátt og fyrirframgreidd laun

indó app 0.1.39

13. maí 2024

Breytingar og viðbætur

  • Undirbúiningur fyrir óútgefna viðbætingu

indó app 0.1.38

8. maí 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nú geta táningar á aldrinum 13-17 ára líka komið í indó!
  • Nú er hægt að undirrita samninga með Auðkennisappinu
  • Nú útskýrir „Shake & Report“ að það sé aðeins til að tilkynna villur

Lagaðir böggar

  • Villa löguð þar sem „Face ID“ eða sambærilegt birtist stundum oft í röð
  • Villa löguð þar sem appið fraus með indó fígúruna á skjánum
  • Nú virkar að fara til baka án þess að smella á „Loka“ eftir að millifærslu lýkur
  • Upphæðin á heimaskjánum uppfærist nú eftir millifærslu í/úr sparibauki
  • Villa löguð þar sem botninn á skjánum festist í röngum lit eftir að opna sparitrix
  • Villa löguð þar sem það er hægt að slá inn gallað heimilisfang í nýskráningu

indó app 0.1.36

6. mars 2024

Breytingar og viðbætur

  • Nú hafa öll möguleika á því að nota Auðkennisappið til þess að auðkenna sig inn í appið og við nýskráningu til viðbótar við rafræn skilríki.
  • Betrumbætur á því hvernig staða á heimaskjá er sótt, nú birtist hún töluvert hraðar
  • Nú sendum við þér alltaf tölvupóst og hnipp við innskráningu í appið. Þetta er gert til þess að þú getir brugðist við og séð ef að einhver óprúttinn aðili hefur komist inn á aðganginn þinn í appið.

Lagaðir böggar

  • Hættum nú að birta leiðbeiningarmerki (e. coachmarks) aftur við innskráningu í appið.

indó app 0.1.35

22. febrúar 2024

Breytingar og viðbætur

  • Breytingar á færsluleit þegar ekkert hefur verið slegið inn í leitarglugga, nú eru allar færslur sýndar í upphafi.
  • Uppfærslur á hönnun fyrir sparimola, skjá fyrir heimilisfang í nýskráningu og góðgerðarskjá.
  • Betrumbættum útlit á "kveikt/slökkt" rofanum, hann sást ekki nógu vel í dökku þema.
  • Breytt orðalag í hnippum um sviksamlegar færslur.
  • Breytt röðun á reikningum undir "Fólkið mitt", nú er þeim raðað eftir nýjustu færslu í staðinn fyrir í stafrófsröð.
  • Bættum við myndum og uppfærðum hönnunina á reikningum sem sjást í ýtarupplýsingum um fólkið þitt

Lagaðir böggar

  • Endurgreiðslur birtast nú í færsluyfirliti á þeim degi sem söluaðili endurgreiddi í staðinn fyrir á degi upprunalegu færslunnar.

indó app 0.1.34

13. febrúar 2024

Helstu atriði

  • Veldu uppáhalds fólkið þitt!
    • Þú getur valið uppáhaldsfólkið þitt til að hafa á heimaskjánum - og þú ert fljótari að millifæra á þau!
    • Þú finnur alltaf bæði uppáhalds og öll hin sem þú hefur áður millifært á með því að smella á "Fólkið mitt".
    • Gefðu fólkinu þínu gælunafn og mynd! Þú getur líka gefið reikningunum þeirra nafn!
    • Núna finnur þú allt fólkið sem þú hefur millifært á áður með leitinni þegar þú velur að gera nýja millifærslu!
    • Nú sjá aðrir indóar reikningsnúmerið þitt þegar þau slá inn kennitöluna þína til að auðvelda þeim að millifæra á þig!
    • Ef þú vilt ekki hafa reikningsnúmerið þitt sýnilegt öðrum geturðu falið það aftur með því að smella á "Reikningur".
  • Allskonar hönnunarbreytingar, þær helstu eru
    • Ný leturgerð
    • Uppfærð litapalletta
    • Betrumbættir listar, þeir eru núna meira í samræmi hvor við annan og fengu nýtt útlit í leiðinni
    • "Prófílskjár-takkinn" færður úr hægra horninu í vinstra hornið

Breytingar og viðbætur

  • Löguðum hvernig yfirskrifaður texti bregst við dökku þema
  • Færðum "Laun" flísina efst á "Allskonar" skjánum
  • Svissuðum staðsetningunni á "Rafræn skjöl" og "Þjóðskrárleit" flísunum á "Allskonar" skjánum
  • Endurröðuðum listanum af góðgerðarsamtökum í "Gefðu góða gjöf"
  • Sameinuðum kröfur á eindaga og ógreiddar kröfur í "Ógreitt" flokkinn
  • Breyttum tilkynningaboxum þannig að textinn flæði betur í kringum mynd og "Loka" takka
  • Samræmdum það hvernig skjáir birta villuskilaboð

Lagaðar villur

  • Löguðum villu þar sem að skjáir voru ekki að birta nýjustu upplýsingar þegar að appið hafði verið sett í bakgrunn og svo aftur í forgrunn.
  • Löguðum hvernig yfirskrifaður texti bregst við dökku þema

indó app 0.1.33

29. desember 2023

Breytingar og viðbætur

  • Fela ítarupplýsingar um færslu þegar þær eru tómar
  • Laga hvítan ramma utan um prófílmynd í dökku þema
  • Laga bil á milli gjaldmiðla í gengisreiknivél

indó app 0.1.32

20. desember 2023

Breytingar og viðbætur

  • Jólasveinarnir eru komnir til byggða... og líka í þjóðskrárleitina hjá okkur undir "Allskonar". Getur þú fundið þá alla?
  • Nú er hægt að fela og endurraða baukum!
  • Breyttum leyfðum fjölda lína á sparimolum. Þegar þeir eru orðnir of langir styttum við þá og en þú getur ýtt á þá til að sjá allan textann.

indó kerfisuppfærsla

28. nóvember 2023
  • Þú getur núna fengið hjálp við að flytja launareikninginn þinn undir "Allskonar"
  • indó styður núna ipv6
  • Nýtt útlit og viðbætur á kröfuskjá
    • Þú getur valið að borga allar kröfur í einu á eindaga eða strax
    • Þú getur valið að fela allar valgreiðslukröfur í einu
    • Kröfur sem þú hefur ekki séð áður eru merktar sérstaklega með lítilli grænni búbblu
    • Nýjar kröfur birtast í kröfuhólfinu þínu, þær sem þú hefur valið að greiða á eindaga fara í sér hólf og faldar í enn annað
    • Búbblur ofan á hólfunum gefa til kynna hversu margar kröfur eru í hverju hólfi. Ef búbblan er rauð þá er krafa þar undir sem þarfnast athygli þinnar

Laun til indó undir allskonar

indó app 0.1.31

27. nóvember 2023

Breytingar og viðbætur

  • Hönnun uppfærð á listaviðmótum, listar taka nú alla skjábreiddina.
  • Betrumbætur á staðfestingarglugga til þess að eyða bauk þannig að "hætta við" takkinn sé óvirkur eftir að búið er að staðfesta.
  • Betrumbætur á því hvernig við fyllum út í heimilisfang við nýskráningu.
  • Betrumbætur á villuskilaboðum þegar að millifærslur mistakast.

indó app 0.1.30

20. nóvember 2023

Breytingar og viðbætur

  • Staðan á heimaskjá uppfærist nú hraðar
  • Viðvörun birtist nú á heimaskjá ef ekki næst samband við innlánakerfi
  • Betrumbætur á skilaboðaboxum í appi, nú er hægt að sjá meiri upplýsingar með því að smella á link
  • Nú sendum við tilkynningu þegar færslu er hafnað vegna þess að kortið hefur verið fryst
  • Upplýsingum um nafn, kennitölu, reikningsnúmer og heimilisfang bætt við í haus reikningsyfirlits sem hægt er að fá sent með tölvupósti

Lagaðir böggar

  • Villa lagfærð þar sem sparimolum var ekki raðað í rétta röð
  • Villa lagfærð þar sem við vorum að senda tvær tilkynningar fyrir endurgreiðslur á kort
  • Villa lagfærð þar sem viðmótið hoppaði upp og niður þegar skrollað var alveg niður í hnippstjórnborði

indó app 0.1.29

9. nóvember 2023

Breytingar og viðbætur

  • Betrumbættum bilið efst á skjánum fyrir rafræn skjöl.
  • Bættum við "Tók gildi" dagsetningu í verðskránna okkar sem sýnir hvenær verðskránni var síðast breytt.

Lagaðir böggar

  • Lagfærðum villu þar sem að tjákn birtust ekki í færslulista
  • Lagfærðum villu í nýskráningarskrefinu þar sem velja á reikningsnúmer. Við vorum stundum að birta númer sem ekki var hægt að velja.
  • Lagfærðum minniháttar villu í dökku þema þar sem verið var að stofna eigin bauk. Tillaga að texta var of dökk til að lesa.
  • Lagfærðum villu fyrir iOS þar sem "shake and report" virkaði ekki nema skjáskot fylgdi með tilkynningunni.
  • Lagfærðum villu þar sem vantaði stundum mínus formerki á neikvæðar upphæðir.

indó kerfisuppfærsla

27. október 2023
  • Þú færð núna aðgang að rafrænum skjölum undir "Allskonar"

Rafræn skjöl undir allskonar

indó app 0.1.28

26. október 2023

Breytingar og viðbætur

  • Bættum við nýjum góðgerðarsamtökum á "Gefðu góða gjöf" skjáinn undir "Allskonar"
  • Bættum orðalagið okkar við innskráningu í appið til þess að ýta undir að notendur staðfesti eingöngu innskráningu með rafrænum skilríkjum ef þau eru sjálf að skrá sig inn í appið
  • Þegar búið er að millifæra á sparibauk og kveikt er á hnippum mun nú nafn sparibauksins birtast í hnippinu
  • Bættum orðalagið á staðfestingaglugga þegar verið er að eyða sparibauk. Þegar sparibaukum er eytt af notanda munu áunnir, ógreiddir vextir fyrir þann reikning verða lagðir inn á debetreikning
  • Bættum orðalagið á staðfestingaglugga þegar verið er að skrá sig út úr appinu. Útskráning mun útskrá öll tæki sem eru skráð inn á reikninginn.

Lagaðir böggar

  • Minniháttar böggar lagaðir í dökka þemanu. Kynningin á sparibaukum hafði of dökkan texta og einn af gulu karakterunum okkar hafði hendur og fætur í sama lit og bakgrunnur og sáust því ekki.

indó kerfisuppfærsla

11. október 2023
  • Nýtt sparitrix: Falin gjöld; sparaðu gjöldin sem aðrir bankar gætu rukkað þig um.
  • Nýtt sparitrix: Borga aðeins meira; námundaðu kortafærslurnar upp og sparaðu mismuninn.
  • Sparimolar: Skráðu þig og fáðu vikulega sparimola
  • Nú er hægt að fá hnipp þegar þú sparar. Stilltu í hnippstjórnborðinu eða í bauknum sjálfum.
  • Breyttum tímasetningunni á því hvenær við framkvæmum sjálfvirkar greiðslur. Nú eru þær framkvæmdar á milli 08:00 og 16:00 á daginn

indó kerfisuppfærsla

5. október 2023
  • Færslur á milli eigin reikninga hafa nú nafnið á mótreikningnum sem titil í færsluyfirlitum

indó app 0.1.27

5. október 2023

Breytingar og viðbætur

  • Uppfærðum hönnunina á heimaskjánum. Fjarlægðum kröfu tengda hluti og stækkuðum innstæðuna og bankanúmerið í staðinn... pssst þú getur falið stöðuna með því að svæpa yfir innstæðuna
  • Búbbla á valmyndinni neðst mun nú gefa til kynna hversu margar kröfur þarfnast athygli þinnar. Búbblan er áberandi rauð ef að kröfurnar eru á eindaga annars er hún látlausari
  • Betri meðhöndlun á millifærslum sem taka langan tíma að klárast
  • Löguðum útlit á valmyndinni neðst á skjánum fyrir Android tæki
  • Bættum við villustöðu á sparnaðarskjá
  • Ef millifærslur eru hærri en 10 milljónir birtum við auka staðfestingarglugga
  • Vextir, fjármagnstekjuskattur og vaxtaleiðréttingar sameinaðar undir eina síu í færsluleitarskjá
  • Breyttum höfuðstöðvum okkar úr Lágmúla 6 í Nóatún 17
  • Fjarlægðum "Splitta og rukka" takka af færsluskjám bauka
  • Fjarlægðum biðstöðu á skilaboðaboxum. Þau voru að valda skoppi á öllu viðmótinu á heimaskjá
  • Löguðum það hvernig við birtum langa texta á færsluskjám, þeir áttu það til að flæða skringilega yfir í næstu línu
  • Breyttum textanum í "shake and report" og bættum við takka til þess að loka glugganum
  • Nú er hægt að millifæra úr einum bauk í annan

Lagaðir böggar

  • Nokkrar minniháttar lagfæringar á dökka þemanu
  • Löguðum villu þar sem að sparnaðarmarkmið var ekki klárað þó að skilyrðin væru uppfyllt
  • Löguðum hnipp skilaboð fyrir niðurfelldar heimildir. Það vantaði 'kr.' og að hafa upphæðina neikvæða í skilaboðum

indó kerfisuppfærsla

13. september 2023
  • Þú getur fengið stöðuyfirlit á pdf formi sent með tölvupósti frá prófílskjánum

indó app 0.1.26

11. september 2023

Breytingar og viðbætur

  • Bætt við dökku þema

Dæmi um dökka þemu

Lagaðir böggar

  • Nú birtist upprunalegi sparibaukurinn ekki lengur tvisvar hjá sumum í sparnaðaryfirlitinu
  • Nú birtist ekki lengur kynning á sparibaukunum oftar en einu sinni
  • Takkarnir á kortaskjánum eru nú óvirkir á meðan kortið er að hlaðast svo ekki er hægt að ýta á þá of snemma
  • Nú ættu ekki lengur að koma mörg hnipp þegar innstæða reiknings fer undir sett mörk
  • Nú látum við vita þegar mistekst að frysta kort
  • Nú spilar kúluspilið ekki lengur tónlist eftir að því hefur verið lokað í sumum tilfellum
  • Biðstaða á reikningsnúmeraskjá, þegar nýir indóar nýskrá sig, betrumbætt
  • Nú er útlitið aðeins betra í prófílsskjánum… og sérstaklega ef þú ert með skemmtilega mynd af þér
  • Nú hegða hnippin sér ekki lengur skringilega eftir að búið er að skrá sig inn á mismunandi reikninga á sama símtæki

indó app 0.1.25

29. ágúst 2023

Breytingar og viðbætur

  • Nú er búið að bæta við þremur hinsegin félögum í Gefðu góða gjöf

Give a nice gift with added pride charities

  • Betrumbætt orðalag í hnippum þar sem verið er að endurgreiða inn á kort
  • Bætt við nýjum staðfestingarglugga þegar notendur eru að skrá sig út til þess að upplýsa notendur um það að það þarf ekki alltaf að skrá sig út úr appinu, appið mun læsa sér sjálfvirkt
  • Valmöguleika á að senda kvittun til ytri aðila bætt við
  • Notendanafn hoppar ekki lengur bakvið lokahnappinn þegar er verið að skruna á prófílskjánum

indó app 0.1.24

14. ágúst 2023

Breytingar og viðbætur

  • Núna er hægt að sía færsluyfirlit sent með tölvupósti eftir dagsetningu
  • Flestar tölur í appinu eru nú auðlesanlegri með því að nota monospaced font fyrir tölur
  • Nú er hægt að slökkva á Shake & Report þegar það birtist
  • Hönnun uppfærð á prófílskjánum
  • Nú er hægt að sjá hvenær þú skráðir þig í indó á prófílskjánum

Lagaðir böggar

  • Villa löguð sem leiddi stundum til þess að setja markmið á bauki krafðist bæði dagsetningar og upphæðar
  • Að smella nákvæmlega á rauðu búbbluna í valmyndinni neðst kemur ekki lengur í veg fyrir smell
  • Skjárinn sem birtist ef nýskráning tekst ekki löguð fyrir litla síma

indó app 0.1.23

11. júlí 2023

Breytingar og viðbætur

  • Núna er hægt að fá færsluyfirlit fyrir sparibauka sent í tölvupósti úr prófíl skjánum
  • Nú er skrunað efst á núverandi skjá þegar smellt er á einhvern möguleika í valmyndinni neðst
  • Nú er hægt að afrita texta í ítarupplýsingum um færslur

Lagaðir böggar

  • Bætt villuskilaboð fyrir færslur sem taka lengri tíma að klárast
  • Villa löguð þar sem ekki var hægt að sjá kortaupplýsingar á sumum tækjum
  • Tillögur að nöfnum á sparibaukum eru nú þýddar yfir á önnur tungumál þegar það á við
  • Villa löguð þar sem netspjallið virkaði ekki rétt eftir að appið hafði verið opið í bakgrunni í einhvern tíma

indó app 0.1.22

30. júní 2023

Breytingar og viðbætur

  • Hönnun uppfærð á öllum millifærsluskjám
  • Færsluyfirlit sýnir nú einnig daglega summu fyrir þá daga sem hafa aðeins eina færslu
  • Minniháttar betrumbætur á hönnun á sparitrixaskjám
  • Lína þar sem fólk er hvatt til þess að hafna plastkortinu fjarlægð úr skilmálum á mannamáli þar sem við getum ekki enn boðið upp á það
  • Sundurliðun kostnaðar sem fallið hefur á kröfu bætt við kröfuskjá, um er að ræða almenn vanskilagjöld og dráttarvexti sem koma ekki frá indó

Lagaðir böggar

  • Villa löguð þar sem reikningsnúmer síðustu viðtakanda voru flokkuð saman eftir nafni í stað kennitölu
  • Villa löguð þar sem talnaborðið hvarf og birtist á ný þegar sparitrixum var breytt
  • Villa löguð þar sem innskráningarskjár bauð ekki upp á möguleikann að endursetja lykilorð við nýskráningu
  • Nú sýnum við alltaf hjálparmöguleika við innskráningu

indó kerfisuppfærsla

26. júní 2023
  • Þú getur stillt hvaða tilkynningar þú vilt fá með hnippi í appinu í hnippstjórnborðinu í prófílnum þínum

indó app 0.1.21

22. júní 2023

Breytingar og viðbætur

  • Rauð kúla birtist nú yfir „Allskonar“ flipann ef það eru ólesin skilaboð í netspjallinu
  • Mynd sparibauks birtist nú á millifærslum í færsluyfirlitinu
  • Útlit á öllum tökkum í appinu uppfært
  • Sparitrix sýna stillinguna í undirtitli ef kveikt er á þeim
  • Peningaskrímslið notar núna indó-app talnaborðið
  • Heimaskjár er aðeins hraðari
  • Kynningu á sparibaukum má nú pása með því að ýta-og-halda
  • Nú er hægt að slökkva á hljóðinu í kúlu spilinu
  • Að opna útgáfuglósur frá „Ég“ skjánum notar núna aðal vafrann
  • Millifæra úr sparibauk takkinn er nú óvirkur í stað þess að vera falinn þegar baukur er tómur
  • Fígúran sem birtist þegar allir sparibaukar hafa verið eyðilagðir er ekki lengur í fýlu
  • Hæðin á talnaborðinu hefur verið smækkuð örlítið

Lagaðir böggar

  • Vaxtaleiðréttingar eru núna birtar rétt í reikningsyfirliti ásamt útskýringu
  • Villa löguð þar sem ekki var hægt að endurstilla leyninúmer ef appinu hafði verið hent og sett upp aftur
  • Villa löguð sem kom í veg fyrir að nýjar millifærslur úr sparibaukum birtust ekki strax
  • "Hvað er þetta?" útskýringin fyrir vaxtagreiðslur sýnir núna vexti fyrir bæði debet- og sparireikninga
  • Villa löguð sem varð til þess að ekki var hægt að setja mynd á sparibauk á litlum tækjum
  • Villa löguð sem varð til þess að stundum sáust stillingarreitir ekki á peningaskrímslinu
  • Korta- og kröfugreiðslusíur faldar í sparibaukaleit
  • "+ Sparitrix" takkinn er núna falinn ef kveikt er á öllum sparitrixum fyrir sparibauk
  • Millifærsluskjáir sparibauka tala nú um "Debetreikning" en ekki "Debetkort"
  • Tilbaka hreyfiskipun eftir að millifærslu er lokið lagað
  • Villa löguð sem varð til þess að ekki var hægt að setja markmið á sparibauk á litlum tækjum
  • Villa löguð sem varð til þess að það þurfti að smella aftur á símanúmer eftir villur

indó app 0.1.19

30. maí 2023

Helstu atriði

  • Nú getur þú stofnað sparireikninga! Við köllum þá sparibauka

Dæmi um að stofna bauk

  • Kort eru núna virk strax eftir nýskráningu! Hægt er að bæta þeim beint í veskið eða nota á netinu
  • Bætt við möguleika í prófílskjánum að fá allt reikningsyfirlitið sent í tölvupósti

Breytingar og viðbætur

  • Reikningsnúmer mótaðila er nú birt á færsluskjánum fyrir þínar millifærslur
  • Bætingar á orðalagi fyrir splitta og rukka
  • Villa löguð þar sem senda kvittun takkinn hætti að virka eftir að smella einu sinni

indó app 0.1.18

17. maí 2023
  • Appið er nú opið þeim sem hafa lögheimili sitt innan EES, eru eldri en 18 ára og hafa íslensk rafræn skilríki 🎉
  • Birta landið í þjóðskrárleitarniðurstöðum þegar einstaklingur er búsettur utan Íslands
  • Villa löguð þar sem '00:00' var sýnt á greiðslum í bið í færsluyfirliti sem sýna nú í staðin tímasetninguna þegar að færslan var framkvæmd
  • Skilaboðabox sem hvetur notendur til að færa peninginn sinn yfir til indó birtist núna bara þegar að ekki hafa verið framkvæmdar færslur á reikningnum
  • Villa löguð þar sem að færslur sem höfðu verið lagðar niður voru teknar með í heildarsummu dagsins í færsluyfirliti
  • Virkni til að staðfesta kort í Google Wallet betrumbætt
  • Google Wallet takki vísar í Google Wallet appið ef það er ekki til staðar
  • Nýr skjár í nýskráningaferlinu sem gerir notendum kleipt að velja sér heimilisfang sem á að senda debitkortið á
  • Lógóum fyrirtækja bætt við í leitarniðurstöður í þjóðskrárleitar
  • Ný hönnun á upplýsinga- og staðfestingargluggum
  • Ný hönnun á prófílskjá
  • Minniháttar lagfæringar á nýskráningaskjá þar sem að reikningsnúmer virtust stundum vera frátekin en voru það ekki

indó app 0.1.17

19. apríl 2023
  • 3DS staðfestingarskjár sýnir nú gengið
  • Skilaboðabox á heimaskjá hafa nú möguleika á að birtast í öllum þremur studdu tungumálunum
  • Minniháttar lagfæring þar sem texti fyrir lífkennisstillingar þýddist ekki rétt þegar tungumáli var breytt
  • Á millifærsluskjá er nú hægt að sjá reikningsnúmer þess sem var verið að millifæra á

indó app 0.1.16

5. apríl 2023
  • Shake & Report næmni minnkuð til að minnka líkur á að notendur tilkynni villur fyrir slysni
  • Betrumbætur sem láta tilkynningar líka birtast þegar að appið er í forgrunni
  • Fleiri útgáfum af skilaboðaboxum bætt við appið til þess að miðla mismunandi gerðum af skilaboðum til notenda (error, success, info, neutral)
  • Opnað aftur fyrir þjóðskrárleit

indó app 0.1.15

29. mars 2023
  • Villa löguð þar sem Face ID á iOS tækjum kom ítrekað upp við auðkenningu
  • Vextir á veltureikningi uppfærðir í 4,0% frá 22. mars 2023
  • Betrumbætur á skilaboðaboxi sem sýnir kerfisvillur til notenda
  • Netspjall fært yfir í "Allskonar" og kúluspil fært undir "Annað" í prófíl í staðinn
  • Betrumbætt upplifun á 3D-secure fyrir notendur sem hafa slökkt á tilkynningum
  • Betrumbætt málfar á leyninúmersskjám til þess að reyna að auka skilning notenda á því að leyninúmerið er fyrir appið og pinnið er fyrir kortið

indó app 0.1.14

20. mars 2023
  • Ný virki sem gerir notendum kleift að senda sér greiðslukvittanir úr appinu á netfangið sitt
  • Villa löguð þar sem að netspjall var ekki að virka í sumum Android tækjum
  • Villa löguð þar sem Spurt og svarað sýndi bara svartan skjá
  • Málfar lagað í splitta og rukka ásamt nokkrum öðrum minniháttar stafsetningavillum
  • Hætta að sýna splash skjái hjá notendum sem hafa áður skráð sig inn í appið
  • Virkni skilaboðaboxa betrumbætt þannig að nauðsynlegar upplýsingar komist sem hraðast til notenda

indó app 0.1.13

4. mars 2023
  • Breytingar á Android auðkenningu með lífkenni, dregið úr tilfellum þar sem beðið er um bæði leyninúmer og fingrafar við auðkenningu
  • Villa löguð þar sem takki til að fara til baka á email skjá virkaði ekki
  • Villa löguð sem olli því að stig í kúluspili hættu að teljast
  • Minniháttar breytingar á útliti 3DS staðfestingarskjásins
  • Betrumbætur á skjá með ítarupplýsingum um millifærslu, langur texti raðast nú betur í línur
  • Betrumbætur á "Velja kort" skjá fyrir minni tæki

indó app 0.1.12

15. febrúar 2023
  • Villa lagfærð þar sem talnaborð fór út fyrir skjáinn þegar "display zoom" er notað
  • Opnunartími símavers uppfærður
  • Villa löguð þar sem stundum var röng staða á "Áfram" takka í endursetja lykilorð skjá
  • Skrunvilla á góðgerðarskjá lagfærð
  • Villa lagfærð þar sem hægt var að fara tilbaka í skráningarferlinu
  • Villa löguð sem olli því að Spurt & svarað opnaðist í vafra
  • Snertiflötur á "Sleppa" takka stækkaður á splash skjám
  • Notandi er nú látinn vita að skjáskot verði sent þegar síminn er hristur til að tilkynna villu (shake and report)
  • Skilaboðabox á heimaskjá uppfærast nú þegar tungumáli hefur verið breytt
  • Heimaskjár uppfærir sig þegar farið er inn í appið á ný eftir hlé
  • Réttur skjár opnast nú á öllum tækjum þegar smellt er á tilkynningar frá appinu
  • Tilkynning er nú send þegar kortafærslu er hafnað vegna ónægrar innstæðu
  • Nú eru breytingar á nafni vistaðar þegar smellt er aftur á "breyta nafni" á prófíl skjá
  • Lokað hefur verið tímabundið fyrir þjóðskrárleit

indó app 0.1.11

1. febrúar 2023

Helstu atriði

  • Ný hönnun á kortaskjánum

Dæmi um nýja korta skjáinn

Breytingar og viðbætur

  • Vextir á veltureikningi uppfærðir í 3.0% frá 8. febrúar
  • Reikningsnúmer og kennitölu bætt við staðfestingarskjá fyrir millifærslu
  • Ný útgáfa af Spurt & svarað síðunni
  • Uppfærð lýsing á indó kortagenginu
  • Textareitir nú með sjálfvirka hástafi þar sem við á
  • Betrumbættur texti sem er deildur þegar greiðslu er splittað
  • Kröfur með ekkert lógó nota núna upphafsstafi
  • Færslulykill fjarlægður af færsluskjánum
  • Ný hönnun á sjálfgefinni mynd fyrir kortafærslur
  • Nýtt merki fyrir vaxtagreiðslur
  • Að ýta til baka frá skjá í aðalvalmynd öðrum en heimaskjánum opnar núna heimaskjáinn
  • Mynd bætt við Android tilkynningar

Lagaðir böggar

  • Að opna auðkenningu fyrir kortagreiðslur (3D Secure) ætti núna að virka betur
  • Fleiri betrumbætur til að koma í veg fyrir að talnaborð fari út af skjánum í innskráningu og millifærslum
  • Að smella á tilkynningar á Android opnar núna appið
  • Texti fyrir stillingar á kröfuskjá ekki lengur styttur
  • Endurauðkenning ætti nú að vera stöðugari
  • Dagsetningar eru núna sniðnar samkvæmt tungumáli
  • Sniðmát á skjá til að velja reikningsnúmer lagfært
  • Lagfært atvik þar sem kortafærslur voru stundum ekki með mynd
  • Staðan á heimaskjánum uppfærist nú strax og greiðsla er framkvæmd

indó app 0.1.09

26. janúar 2023
  • Nú er hægt að spjalla við þjónustuverið inni í appinu frá prófílskjánum
  • Spurt & svarað bætt við í appið undir Allskonar
  • Færslulistinn sýnir núna summur fyrir daga
  • Takki til að setja kortið í veski er núna ekki sýndur nema kortið sé tilbúið
  • Tillögur að prófílmyndum fjarlægðar
  • Margar uppfærslur á textum og lagfæringar þýðingum
  • Vísum nú í heimasíðuna fyrir frekari upplýsingar á vextir og verðskrá skjánum
  • Stýrihnapparnir neðst skalast nú betur fyrir minni skjái
  • Villa löguð þar sem talnaborðið fór út fyrir skjáinn á litlum skjám með stóra leturstærð

indó app 0.1.05

19. janúar 2023

Helstu atriði

  • Færslur eru nú hluti af heimskjá
  • Öll icon í appinu endurhönnuð
  • Mikið af uppfærslum á hönnun
  • Takka fyrir "Kröfur" bætt við í valmyndina neðst á skjánum
  • Takki fyrir "Ég" skjáinn færður frá valmynd neðst á skjánum upp í hægra hornið á öllum skjám
  • Takka fyrir "Dót" bætt við í valmyndina neðst á skjánum fyrir hluti eins og gengisreiknivél, þjóðskrárleit ofl.

Dæmi um nýa heimaskjáinn

Breytingar og viðbætur

  • MCC kóði fjarlægður úr ítarupplýsingum um færslur
  • Endurhönnun á splash skjá
  • Nú er hægt að afrita reikningsnúmerið á "Ég" skjánum
  • Útgáfuglósur færðar úr skilaboðaboxi á heimskjá yfir í listann á "Ég" skjánum
  • Úrelt skilaboðabox fjarlægð af heimaskjá
  • Staðan er "blörruð" í staðinn fyrir að verða svört þegar hún er falin
  • Texti tengdur beta prófunum fjarlægður af ýmsum stöðum í appinu
  • Betri stuðningur fyrir stærra letur á kröfuskjá
  • Breytingar á útliti "Færðu pening til indó" skilaboðaboxsins á heimaskjánum

Lagaðir böggar

  • Google wallet app to app verification lagað
  • Villa löguð sem olli því að stigafjöldi í kúluspili var ekki endurstilltur á sumum tækjum
  • Tillögur að textaafritun endurbættar í millifærsluferlinu
  • Betri endurgjöf þegar við auðkennum færslur á netinu, um hvort færslan tókst eða ekki

indó app 0.1.04

18. janúar 2023
  • Apple Wallet "push provisioning" lagað

indó app 0.1.03

11. janúar 2023
  • Sýnum núna sérstök villuskilaboð þegar sími er ekki í netsambandi
  • Gullmiði fjarlægður
  • Skref tengd biðlista við nýskráningu fjarlægð

indó app 0.1.02

5. janúar 2023
  • Nú er ekki hægt draga kröfur til hliðar með því að kasta þeim, draga þarf alla leið að mörkunum
  • Jólatexti fjarlægður af góðgerðarskjám
  • Nú er hægt að fela stöðu reiknings á heimaskjá með því að draga til hliðar yfir henni
  • Samtala innlagna á góðgerðarfélög fjarlægð af staðfestingarskjá
  • Villa löguð þar sem að hafa samband með Messenger opnaðist ekki á sumum tækjum
  • Villa löguð sem olli því að viðmótið hoppaði upp og niður þegar skrollað var alveg niður í einhverjum tilvikum
  • Afritun á kortanúmeri inniheldur núna engin bil
  • Reikningsnúmeri bætt við efst á "Ég" skjáinn og kennitala færð neðst á skjáinn
  • Staðfestingarskjá sem hægt er að slökkva á bætt við fyrir allar kröfugreiðslur
  • Lengd sem þarf að draga kröfur til þess að framkvæma aðgerðir minnkuð aftur

indó app 0.1.00

21. desember 2022
  • Þegar verið er að styrkja góðgerðarmál sést hversu mikið indóar hafa styrkt samtals
  • Takka bætt við til þess að loka kúluspili á lokaskjánum
  • Bakgrunni bætt við kröfur sem ekki hægt er að draga
  • Tungumálaval í appinu er nú vistað á milli tækja

indó app 0.0.99

15. desember 2022
  • Nú er hægt að styrkja gott málefni með því að millfæra upphæð að eigin vali á góðgerðarfélög valin af indóum. Aðgengi er frá heimaskjá og "Ég" skjánum undir "Gefðu góða jólagjöf"

Dæmi um að styrkja gott málefni

  • Auðkenning með fingrafari á Android betrumbætt
  • Nú kemur staðfestingarskjár upp ef dregið er til að greiða kröfu sem er komin yfir eindaga
  • Síminn hristist örlítið og bakgrunnsliturinn breytist þegar krafa sem er verið að draga er komin nálægt því marki sem þarf að ná til þess að aðgerðin sé framkvæmd
  • Snertiflötur minnkaður á tökkum sem framkvæma aðgerðir á kröfu þegar búið er að smella á kröfuna til þess að koma enn frekar í veg fyrir að kröfur séu óvart greiddar
  • Aðgerðir á kröfum samræmdar, nú er dregið í sömu átt til að greiða valkröfur og aðrar kröfur

indó app 0.0.97

9. desember 2022
  • Nú er hægt að fela valkröfur með því að smella á "filter" takkann efst á kröfu skjánum

Dæmi um að stilla valkröfur

  • Bættum við app-to-app korta virkjun fyrir Google Wallet
  • Tungumál eru nú sjálfkrafa valin miðað við virk tungumál í stýrikerfinu
  • Staðsetning á færslum ætti nú að birtast ofar
  • Minnkuðum líkur á því að kröfur séu óvart greiddar með því að auka lengdina sem þarf að draga og að láta aðgerðina til að greiða bara vera virka þegar dregið er til vinstri
  • Tjákn takkinn sýnir nú almennilega hvort hann sé virkur eða ekki
  • Leyninúmer er nú falið eftir 0.5 sekúndur í stað 1 sekúndu
  • Í nýskráningu þegar reikningsnúmer er valið birtist nú endurgjöf ef númer er frátekið
  • Böggur lagaður sem leiddi til þess að sumir fengu vitlausa kortahönnun senda

indó app 0.0.95

2. desember 2022
  • Nú er hægt að nota appið á Ensku og Pólsku!

Dæmi um að velja tungumál

  • Gullmiðar allstaðar! Öll geta núna boðið einum vin til indó í takmarkaðan tíma á meðan að við erum í beta

Dæmi um gullmiða

  • Lagfæringar á enskri og pólskri þýðingu á áreiðanleikakönnun
  • Bleika kortahönnunin er núna fyrirfram valin frekar en græna hönnunin í nýskráningu
  • Bögg lagað þar sem textinn í teiknimyndunum á vextir og verðskrá síðunni gátu flætt út fyrir ramman sinn
  • Lagað bögg sem kom í veg fyrir að sumir notendur á litlum skjáum gátu valið kort í nýskráningu
  • Bætt orðalag fyrir öryggistillingar
  • Þegar reikningsnúmer er valið í nýskráningu fyllir val á tillögu insláttarreitinn
  • Lagað bögg sem bað stundum um auðkenningu tvisvar á sumum tækjum

indó app 0.0.93

24. nóvember 2022
  • Virkni bætt fyrir staðfestingu á netgreiðslum, þær ættu að virka betur núna
  • Núna er hægt að greiða valkröfur sjálfkrafa á eindaga
  • Bögg lagað þar sem valmöguleiki til að endurstilla leyninúmer inní appið var ekki alltaf til staðar
  • Hreyfimynd sem vantaði í staðfestingu á millifærslu hefur verið bætt við aftur
  • Tilfelli þar sem appið biður um staðfestingu á tölvupóstfangi án þarfa lagað
  • Melding um að færslu númer hefur verið afritað lítur ekki lengur út eins og villuskilaboð

indó app 0.0.92

16. nóvember 2022
  • Myndum fyrir flokka á kortafærslum bætt við ef merki búðarinnar er ekki til
  • Allar hreyfimyndir fínpússaðar

indó app 0.0.91

9. nóvember 2022
  • Hægri og vinsti aðgerðum þegar kröfur sem greiðast á eindaga eru dregnar hefur verið víxlað fyrir fyrirsjáanlegri hegðun
  • Margar teikningar í appinu hafa verið betriumbætt
  • Hönnun á titlum á aukaskjáum hafa verið samþættar
  • Hegðun fyrir of langa titla á sumum stöðum bætt
  • Bætt við stuðning fyrir nýrri korta hönnun

Dæmi um nýu kortahönnunina

indó app 0.0.90

2. nóvember 2022
  • Nú getur þú notað indó kortið þitt í Klappinu til að borga fyrir strætó!
  • Kortafærslur sýna núna merki margra verslanna! Nýjum merkjum verður stöðugt bætt við
  • Óvænt skrunhopp á "Ég" skjánum lagað
  • Hegðun í textareit til að breyta nafni á "Ég" skjánum betrumbætt
  • "Vextir & verðskrá" skjárinn sækir núna alltaf nýjar upplýsingar frá netþjóni
  • Hönnun samþætt á skjám: breyta leyninúmeri, samþykkja skilmála, svara AML spurningum og fleirum
  • Lagfæringar á textastærðum á ýmsum stöðum

indó app 0.0.89

26. október 2022
  • Reikningsnúmerið er nú birt efst á heimaskjánum
  • Kortaskjárinn á Android hoppar ekki lengur til þegar hann er fyrst opnaður
  • Staðsetning ekki lengur birt fyrir færslur sem innihalda ekki staðsetningu
  • Dálkum fyrir einstaklinga og fyrirtæki bætt við þjóðskráarleitina

Example of national regestry search screen tabs

indó app 0.0.88

21. október 2022
  • Settu kortið þitt í Google Wallet með takka á kortaskjánum 💳➡️📱

Dæmi um android wallet takka

  • Mjög skelfilegar breytingar á heimaskjánum 👻🎃
  • Færsluyfirlitið skilar núna afturkölluðum færslum
  • Innlagnir á kort gera ekki lengur frátekt á reikning
  • Síun á notendamyndum er núna ekki eins ströng
  • Meira samræmi með leturgerð útum allt appið
  • Flæði á millifærsluskrefi eftir kennitölu betrumbætt

indó app 0.0.87

12. október 2022

Breytingar og viðbætur

  • Hjálparráði bætt við kröfuskjáinn til að upplýsa um möguleika þess að draga kröfur til að framkvæma aðgerðir
  • Hjálparmerkjum bætt við færsluskjá til að útskýra færslur í bið og afturkallaðar færslur
  • Bætingar á leitarslá sem hreinsa leitarniðurstöður þegar texti er hreinsaður
  • Kröfuútlit lagfært fyrir tilfelli þar sem er engin lýsing
  • Nafn á kaupmanni miðjað á 3DS auðkenningarskjá
  • Titill á auðkenningarskjá sem tekur við símanúmeri uppfærður til að upplýsa um að símanúmerið sé fyrir rafræn skilríki

Lagaðir böggar

  • Uppfæra stöðu á heimaskjá eftir að aðgerð er framvæmd á kröfuskjá
  • Lagfæring á takka til að endursetja leyninúmer frá "Ég" skjá
  • Lagfæring sem kemur í veg fyrir tvær 3DS tilkynningar í einstaka tilfellum
  • Útiloka sérstök tákn í prófílmynd með upphafsstöfum
  • Sleppa því að sýna netslóð á kaupmann ef hún er ekki til staðar á 3DS skjá

indó app 0.0.86

5. október 2022

Skemmtilegasta uppfærslan

  • Vextir & verðskrá skjárinn uppfærður, vextir eru núna 1.65%

Aðrar breytingar og viðbætur

  • Færslur í bið listi fjarlægður. Færslur í bið eru núna birtar í réttri röð með öðrum færslum á færsluskjánum

Lagaðir böggar

  • Villumeðhöndlun í skráningu þar sem tölvupóstsskrefið gat farið í óendanlega lykklu ef appið var ekki auðkennt þegar tölvupóstur var skráður
  • Skráningaskrefateljari lagfærður, skref eitt og skref tvö voru víxluð

indó app 0.0.85

29. september 2022

Skemmtilegasta uppfærslan

  • Núna er hægt að skoða færslurnar með því að velja flokk eða bara að leita. Endilega prófið

Dæmi um færsluleit

Aðrar breytingar og viðbætur

  • Núna er hægt að flytja pening til og frá Revolut ( og svipuðum fyrirtækjum) í gegnum indó
  • Hægt er að fjarlægja “Velkominn í betu” / “Fylltu á indó” kassana á heimaskjánum
  • Núna er hægt að sjá færslur sem aldrei urðu eða var neitað af einhverju ástæðum í færsluskjánum
  • Ef maður setur eigið nafn eða gælunafn í appið þá er það núna vistað á netþjóninum okkar en ekki bara í appinu. Þá getur maður séð nafnið sem maður setti í öllum tækjum sem eru logguð inn í indó.

Lagaðir böggar

  • Rétt símanúmer undir “hafa samband”
  • Löguðum bögg tengdan stuðnings símanúmeri og tölvupósti sem virkaði ekki í Android 11+ tækjum
  • Koma í veg fyrir að langir titlar á kröfum í kröfu upplýsinga skjánum tekur margar línur

indó app 0.0.84

22. september 2022

Highlights

  • Transactions search implemented. Currently only available to staff for testing purposes, there will be no need to update the app once we feel it’s ready for the beta group
  • Preparation to make our app publicly available in the respective app stores, with a new much more user friendly process for users to join the beta once invited

Changes and additions

  • Ability to change your name (only locally) in the profile screen
  • Design updates to the passcode screen
  • Coach mark added to the passcode screen letting users know they can toggle to the emoji keyboard
  • Card details now get blurred when users shake and report a bug

indó app 0.0.83

13. september 2022

Highlights

  • New currency converter screen added, accessible from the profile screen

currency screen example

  • Multiple design updates to the homescreen and transaction screen, along with some other screens.

home screen example

Changes and additions

  • Major improvements to the signup create account screen (the screen where you select your account number)
  • Updated the icons in the help dialogue menu
  • Private beta message added to the empty state greeting screen
  • Side padding changed globally to 20px
  • Refinements to list tiles, such as in the transaction list

Bug fixes

  • Claim tiles are now properly responsive to system font size
  • Fix confirm email loading state bug, allowing users to auto complete signup steps with multiple fast consecutive clicks
  • Fix a bug where the attempt counter for the passcode screen could show incorrect information
  • Copy edit for the “card on the way” signup screen
  • Fix a bug not allowing some bank numbers
  • Fix spacing between buttons in email bottom modal sheet

Psst… there's an easter egg lingering somewhere in the homescreen :0

indó app 0.0.82

22. ágúst 2022

Changes and additions

  • When the card is inactive the app displays an explanation when the reveal card number or pin are pressed
  • Add our own explanation for the phone authentication (Rafræn skilríki) in stead of sending the user to an external web page
  • Phone number authentication (Rafræn skilríki) can now be canceled
  • Moved some redundant functions in the profile screen from staff to dev section
  • Add fire icon when card is in frozen state in the card screen

Bug fixes

  • Fix a bug where the phone number input field would lose focus on failed input
  • Fixed font scaling for name in profile screen
  • Made some buttons responsive to different system fonts
  • Minor style fixes to Nat reg search

indó app 0.0.81

16. ágúst 2022

Highlights

  • National registry search is live

national regestry search screen example

Changes and additions

  • Updated our interest and pricing screen with up to date information
  • Send feature suggestion screen no longer redirects you to send an email, everything is handled in app
  • You can now copy the card number, exp date, and cvv by tapping on the respective numbers in the card screen after you reveal them
  • Added a progress indicator to the signup process
  • “Kr.” suffix added to amounts
  • Add pull to refresh functionality to the card screen
  • The card number can now be hidden after revealing it
  • Disabled auto-correct for email fields
  • Clarified the forgotten passcode process with better wording
  • We automatically collect your email on shake and report so we can follow up if necessary
  • Temporarily corrected the text saying the card would be sent home in the sign up process
  • Added an attempt counter on incorrect passcode entries showing how many tries you have left
  • Transactions are now ordered by user initiation time, not when they were cleared
  • indó customers can now accept transactions from Endurvinnslan using their indó card

Bug fixes

  • Fixed a bug where in app popup notices would break after logging out and back in without fully restarting the app

indó app 0.0.79

27. júlí 2022

Highlights

  • Interest and pricing screen (Vextir og verðskrá) added, check it out under the profile screen

interest and pricing screen example

  • Account selection screen implemented. When selecting a recent recipient or entering the SSN of a previous recipient, accounts previously transferred to belonging to them are displayed ordered by date

account selection screen example

Changes and additions

  • Profile picture added to the login screen along with a welcoming message
  • Improved the incorrect pin behavior with a nice animation
  • Indo style numpad implemented for every number only input in the app. Such as the phone number input, the transfer screens, and more
  • In app popup notices implemented, they replace every usage of the snackbar
  • The card in the card screen can now be expanded
  • Transaction search and filtering added (client side only, isn’t functional yet)
  • Help icon that shows an explanation of what pending transactions are
  • When entering the bank number in the transfer process, an image of the bank now gets displayed along with the name of the bank the number belongs to
  • Asynchronous loading for each item on the home screen
  • Improvements to national registry search screen

Bug fixes

  • Fix card screen not showing the proper state of the card, whether it is frozen or not
  • Fix transaction tile inkwell effects
  • Fix bug where the share transfer button could stack popups
  • Fix an issue with the total amount of claims in the claim preview being calculated incorrectly in some cases