halló heimur

indó er nýr staður fyrir peningana þína. Við erum ekki einn af gömlu bönkunum heldur sparisjóður og við ætlum að vera betri en bankarnir. Við gerum okkur ekki breið eða fyrirferðarmikil. Við erum lítil, græn og elskum að hafa hlutina einfalda. Þannig er þjónustan okkar og hún er laus við bull. Við aðstoðum fólk við að spara en líka við að nota pening. Viðskiptavinir hafa áhrif á það sem við gerum og hvernig við leggjum til samfélagsins. Viltu fá til baka eða gefa í góðverk? Við erum ekki banki, heldur pínulítill sparisjóður. Það finnst okkur frábært.

StofnendurnirStofnendurnir
indó teymið

Hjá indó starfar fólk sem hefur nördalegan áhuga á tækni og fjármálum. Spurningarnar sem brenna á okkur eru: Getur bankaþjónusta verið sanngjörn og gagnsæ? Þurfa bankar alltaf að vera upp á kant við samfélagið? Við stofnuðum indó til að gera hlutina öðruvísi en bankar. Við viljum að indó sé:

Einfalt

Það er einfalt að sækja appið og nota indó. Við erum ekki í feluleik með vexti, álag og þjónustugjöld og segjum hlutina eins og þeir eru. Einfaldleikinn leyfir okkur að hreyfa okkur hratt til að gera upplifunina skemmtilega og kostnaðurinn hjá okkur er lágur þannig að við getum boðið betri kjör en bankarnir. Einfalt þýðir líka að við erum laus við allan óþarfa sem gagnast engum. Hver segir að bankar þurfi að vera með bull?

Gagnsætt

Við eigum rétt á að vita hvaðan fötin sem við klæðumst koma og hvaðan maturinn á disknum kemur. Af hverju er þetta ekki eins með peningana okkar? Fyrir fjórum árum var fólk beðið um að lýsa draumabankanum og þá skein gagnsæið í gegn. Þess vegna leggjum við okkur fram við að starfsemi indó sé eins gagnsæ og mögulegt er. Hvað ættum við að vera að fela?

Í sátt við nærumhverfið

Sem sparisjóður þá viljum við starfa í sátt við nærsamfélagið og taka virkan þátt í að bæta það. Við þurfum ekki að vera risastór eða byggja glerhöll til að geta boðið góða þjónustu. Við bjóðum betri kjör og leggjum okkur fram við að skilja þarfir viðskiptavina og leysa vandamál sem koma upp á sanngjarnan hátt. Er það ekki góð þjónusta? Enginn feluleikur, betri kjör og ekkert bull. Það er okkar leið til að gera heiminn betri.

Skemmtilegt

Bank bank … Hver segir að bankar þurfi að vera boring? Ekki við. Við erum indó … Ekki banki. Þess vegna ætlum við ekki að hegða okkur eins og hinir bankarnir. Við viljum einfalda indóum lífið á skemmtilegan hátt. Við tölum mannamál en ekki bankamál. Er það ekki miklu skemmtilegra?

Enginn feluleikur, betri kjör og ekkert bull. Það er okkar leið til að gera heiminn betri.