indó merki
Samfélagið

Við stofnuðum indó til að hafa áhrif. Við vitum að það er hægt að bjóða bankaþjónustu án þess að okra á fólki. Með því að sleppa földum óþarfa gjöldum verður minna fyrir bankana og meira fyrir heimilin. Eða eins og við segjum alltaf: minna bankó, meira indó!

Samfélagið

Við erum ekki banki, bara pínulítill sparisjóður. Við elskum að vera sparisjóður! Sérstaklega vegna þess að þegar indó skilar hagnaði þá verðum við að að gefa 5% af honum til samfélagsins. Þegar kemur að því munum við leita til ykkar, indóana okkar, til að hjálpa okkur að velja verðug verkefni til að styrkja. Þá verður líka komið rosalega fínt form hér til að fylla út fyrir þau sem vilja sækja um styrk.

Gefðu góða gjöf

Í appinu geturðu auðveldlega styrkt gott málefni valin af indóum fyrir upphæð sem hentar, þegar þér hentar! Samtökum er skipt út fjórum sinnum á ári og í hvert sinn hafa indóar val um hvaða málefni eru sett inn.

Vertu með í indóasamfélaginu og hafðu áhrif!

Komdu með í indóahópinn okkar og komdu með hugmyndir hvað við getum gert betur og taktu þátt í umræðum með öðrum indóum. Við erum að byggja upp indó fyrir þig - þess vegna viljum við fá þig með í samtalið!

indó leggur áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sérstaka áherslu á heimsmarkmið 9, 10, 12, 13

indó leggur áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sérstaka áherslu á heimsmarkmið 9, 10, 12, 13

Aukinn jöfnuður

Við brennum fyrir auknum jöfnuði! Við stofnuðum indó til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og auka samkeppni á bankamarkaði. Bara ef allir bankar myndu nú sleppa færslugjöldum og gjaldeyrisálagi - þá færu um 10 milljarðar á ári frekar til heimilanna en til bankanna. Eða eins og við köllum það: Minna bankó - meira indó! Við tölum um fjármál á mannamáli og viljum bjóða upp á einfalda og auðskiljanlega bankaþjónustu fyrir alla. Allir indóar fá bestu kjör sem við mögulega getum boðið hverju sinni!

Nýsköpun og uppbygging

Við elskum nýsköpun! Nýsköpun er mikilvæg alls staðar - líka á fjármálamarkaði! Við viljum ryðja brautina og vonandi auðvelda fleiri aðilum að koma inn á markað. Okkur finnst ekki síður mikilvægt að gefa til baka til nýsköpunarsamfélagsins. Við höfum fengið mikinn stuðning og hjálp - og við viljum líka hjálpa! Ertu að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt og vilt deila því með okkur, fá ráð eða ertu með hugmynd að samstarfi? Heyrðu í okkur, við erum alltaf til í indó bolla.

Aðgerðir í loftslagsmálum

Eitt af meginmarkmiðum okkar er að starfa í sátt við samfélagið - og í sátt við umhverfið. Frá upphafi höfum við haft þá áherslu á að hafa litla yfirbyggingu og að skilja eftir okkur lítið kolefnisfótspor. Með sérstökum sparitrixum, góðum sparimolum og ýmsum lausnum í appinu hvetjum við indóa til að spara meira og neyta minna - bæði fyrir umhverfið og budduna. Við viljum jafnframt auðvelda viðskiptavinum okkar að taka betri ákvarðanir fyrir umhverfið og stefnum að því að bjóða indóum fljótlega þann valmöguleika að afþakka plastkortið þegar þau stofna reikning. Kortin okkar í dag eru úr 85% endurunnu plasti.

Ábyrg neysla og framleiðsla

Við leggjum áherslu á ábyrga neyslu og framleiðslu. Við hvetjum viðskiptavini okkar til ábyrgrar neyslu með auknu aðgengi fjármálaupplýsinga og gagnsæi í verðlagningu. Þannig fá viðskiptavinir indó betri yfirsýn á fjármálin. Við höfum velferð indóa alltaf að leiðarljósi og viljum hjálpa þeim að fá góða yfirsýn yfir fjármálin og nota peningana sína með ódýrari og betri hætti - án þess að þurfa að vera “fjármálagúrú-ar!”

Indó ♥ umhverfið! Ertu með hugmynd hvað við getum gert til að hafa áhrif? Láttu okkur vita!