Lánaskilyrði
Þar sem við erum lítill sparisjóður verðum við að byrja hægt og rólega að lána til að takmarka ákveðið aðgengi og lágmarka áhættu. Þó að þú fáir ekki lán hjá indó í dag, þýðir það alls ekki að þú munir aldrei geta fengið lán hjá indó. Við munum reglulega endurmeta lánaskilyrðin.
Eins og er, þarftu að uppfylla þessi viðmið til að fá yfirdrátt
- 25 ára eða eldri
Við viljum byrja á því að hafa stífari aldurskröfur. Þau sem eru eldri eru mun líklegri til að standa í skilum.
- Lögheimili á Íslandi
Við viljum byrja á því að hafa kröfur um lögheimili á Íslandi. Þau sem hafa lögheimili á Íslandi eru líklegri til að standa í skilum en þau sem hafa lögheimili erlendis.
- Lánshæfismat hjá Creditinfo
Þú þarft að vera með B2 eða hærra í lánshæfismat hjá Creditinfo. Við vitum að þetta eru stífar kröfur og munum við sífellt endurskoða viðmiðið.
- Vera í vinnu
Til að fá yfirdrátt þarftu að fá laun. Þegar þú sækir um yfirdrátt hjá indó biðjum við um samþykki þitt að fá staðfestingu hjá Skattinum að þú sért í launaðri vinnu, a.m.k. með 250.000 kr. fyrir skatt.
- Nota indó í 3 mánuði
Við skilgreinum "að nota indó" sem a.m.k. 10 kortafærslur á mánuði í þrjá mánuði.
- Aldur kennitölu 36 mánaða eða eldri
Þau sem hafa íslenska kennitölu í þennan tíma eru líklegri að hafa skotið rótum hér og eru því mun líklegri til að standa í skilum en þau sem eru nýflutt til landsins.
- Lánasaga
Ef þú hefur fengið lán áður hjá indó þarftu að hafa staðið í skilum á því til að fá yfirdrátt.
Eins og er, þarftu að uppfylla þessi viðmið til þess að fá fyrirframgreidd laun
- Launin hjá indó
Við erum svo spennt að geta boðið vaxtalaust lán fyrir indóana okkar. Til að geta fengið fyrirfram, þarftu að hafa launin þín hjá indó síðastliðna 3 mánuði, að lágmarki 150.000 kr. Það er vegna þess að við treystum okkur til að bjóða lítið, vaxtalaust lán ef við vitum að við fáum það greitt innan nokkurra daga. Með því að tengja lánið við launin fáum við peninginn til baka sjálfkrafa og indóar þurfa ekki að taka dýrt lán ef það vantar pening fyrir síðustu matarkörfunni í lok mánaðar.
- Lögheimili á Íslandi
Við viljum byrja á því að hafa kröfur um lögheimili á Íslandi.
- 25 ára eða eldri
Við viljum byrja á því að hafa stífari aldurskröfur. Þau sem eru eldri eru mun líklegri til að standa í skilum.
- Aldur kennitölu 36 mánaða eða eldri
Þau sem hafa íslenska kennitölu í þennan tíma eru líklegri að hafa skotið rótum hér og eru því mun líklegri til að standa í skilum en þau sem eru nýflutt til landsins.
- Lánasaga
Ef þú hefur fengið lán áður hjá indó þarftu að hafa staðið í skilum til að fá fyrirframgreidd laun.
Eins og er, þarftu að uppfylla þessi viðmið til þess að fá Færslusplitt
- 25 ára eða eldri
Við viljum byrja á því að hafa stífari aldurskröfur. Þau sem eru eldri eru mun líklegri til að standa í skilum.
- Lögheimili á Íslandi
Við viljum byrja á því að hafa kröfu um lögheimili á Íslandi. Þau sem hafa lögheimili á Íslandi eru líklegri til að standa í skilum en þau sem hafa lögheimili erlendis.
- Lánshæfismat hjá Creditinfo
A1-B2 en B3-C1 ef þú deilir viðbótargögnum inni á þínum síðum hjá Creditinfo.
- Vera með tekjur
Til að fá Færslusplitt þarftu að vera í launaðri vinnu. Þegar þú sækir um yfirdrátt hjá indó biðjum við um samþykki þitt að fá staðfestingu hjá Skattinum að þú sért í launaðri vinnu, a.m.k. með 325.000 kr. eftir skatt.
- Nota indó
Hvernig þú notar indó hefur áhrif á hvort að þú færð lán. Þú þarft t.d. að hafa notað indó kortið þitt a.m.k. 10 sinnum í mánuði í 3 mánuði.
- Aldur kennitölu 36 mánaða eða eldri
Þau sem hafa íslenska kennitölu í þennan tíma eru líklegri að hafa skotið rótum hér og eru því mun líklegri til að standa í skilum en þau sem eru nýflutt til landsins.
- Lánasaga
Ef þú hefur fengið lán áður hjá indó þarftu að hafa staðið í skilum á því láni til að fá Færslusplitt.