Bank bank … Hér finnur þú bankaorð á mannamáli

Bankanúmer

Stutta svarið:
Hugsaðu um bankanúmer sem kennitölu bankareikningsins þíns. Bankanúmer er einstakt og enginn annar bankareikningur er með sama númer. indó er t.d. með bankanúmerið 2200.

Lengra svarið:
Allir bankar á Íslandi eru með auðkennisnúmer, indó er með bankanúmerið 2200 en t.d. er Landsbankinn með bankanúmer 100, Arion banki með 300, Kvika með 700, sparisjóðirnir með 1100 og Íslandsbanki 500. Svo fær hvert útibú banka sérstakt númer í sama hundraði. Þannig eru útibú t.d. hjá Íslandsbanka með bankanúmer 515, 513 o.s.fr.

Þegar við tölum um reikningsupplýsingar við millifærslu, þá byrjum við á bankanúmeri (eða númeri útibús) sem er auðkenni á þeim banka eða sparisjóði sem um ræðir, svo kemur nokkuð sem kallast höfuðbók og segir til um hvers konar bankareikning um er að ræða (veltureikning, sparireikning eða reikning í erlendri mynt svo dæmi sé tekið), og svo hið eiginlega reikningsnúmer sem er númerið bankareikningnum sjálfum. Með þessu verður til nokkurs konar "kennitala" fyrir bankareikninginn.

Sjá öll bankaorð