Bank bank … Hér finnur þú bankaorð á mannamáli
Færslugjöld
Stutta svarið:
Gjald sem bankar leggja á hverja færslu sem þú greiðir með kortinu þínu (psst… færslugjöld hjá indó = núll).
Lengra svarið:
Flestir bankar leggja svokölluð færslugjöld á hverja debetkortafærslu (þó vissulega bjóði sumir þeirra einhverjar "fríar" færslur innan árs). Þessi kostnaður er 19-20 krónur á hverja debetkortafærslu, sem þýðir að kaffibollinn sem á að kosta 495 krónur kostar í raun 514 eða 515 krónur, því bankinn klípur af peningunum þínum í hvert skipti sem þú notar þá.