Bank bank … Hér finnur þú bankaorð á mannamáli
Gjaldeyrisálag
Stutta svarið:
Ef þú þarf að kaupa eða selja erlendan gjaldeyri í banka (s.s. í skiptum fyrir gömlu góðu íslensku krónuna), þá rukkar bankinn yfirleitt gjald fyrir það, sem getur verið ansi hátt. Það getur verið sérstök þóknun eða einfaldlega lakara gengi. indó stendur ekki í neinu slíku.
Lengra svarið:
Þegar banki selur þér erlenda mynt í skiptum fyrir íslenskar krónur, þá býðst bankinn til að selja þér evruna á t.d. 150 krónur. Það þýðir að ef þú notar kortið þitt í útlöndum til að kaupa ís sem kostar 2 evrur, þá eru 300 krónur teknar af reikningnum þínum (ígildi 2ja evra). Það er bankinn sem sér um að koma þessum evrum til ísbúðarinnar, þú einfaldlega borgar ísinn og svalar þér í sumahitanum.
Til að eiga þessar 2 evrur þarf bankinn sjálfur að kaupa evrunar af einhverjum öðrum og yfirleitt getur bankinn keypt evrurnar töluvert ódýara en hann selur þér þær á. Algengt er að bankinn kaupi evrur (eða hvaða gjaldmiðil sem er) og selji þér með 2-5% álagningu.
Hjá indó seljum við þér gjaldeyrinn einfaldlega á viðmiðunargengi Visa án álags.