Bank bank … Hér finnur þú bankaorð á mannamáli

Innlánsvextir

Stutta svarið:
Vextir sem bankinn eða fjármálastofnun borgar þér!

Lengra svarið:
Þegar við leggjum peninga inn á bankareikning þá erum við að lána bankanum peninga. Eins og almennt gerist og gengur í lánsviðskiptum, þá borgar sá sem fær peninga að láni vexti til þess sem lánar peningana. Vextirnir eiga að taka mið af þeirri áhættu sem lánveitandinn tekur með peningana; því meiri áhætta því hærri vextir.

Sjá öll bankaorð