Bank bank … Hér finnur þú bankaorð á mannamáli

Vaxtavextir

Stutta svarið:
Þegar búið er að greiða vexti af innstæðu, og þeir liggja inn á bankareikningnum, þá greiðast vextir af þeim vöxtum.

Lengra svarið:
Þegar þú átt fjárhæð inni á bankareikningi og færð greidda vexti, þá leggjast þeir vextir við höfuðstólinn (þ.e. upprunalegu fjárhæðina) og þú átt þá fleiri krónur inni á reikningnum. Ef þú tekur ekkert út af reikningnum og svo kemur að því að vextir eru aftur greiddir út (t.d. mánuði eða ári seinna), þá reiknast þeir vextir af upprunalegu fjárhæðinni plús þeim vöxtum sem greiddir hafa verið áður. Þannig reiknast (og greiðast) vextir í raun af þeim vöxtum sem borgaðir hafa verið, vextir reiknast á vextina.

Sjá öll bankaorð