indó merki

Jafnréttisstefna

Yfirlit útgáfu1

Útgáfa Breytingar Breytt af Dags. Samþykkt af Dags. samþykktar
1.0 Fyrsta útgáfa Haukur Skúlason 1. desember 2021 Stjórn 1. desember 2021

EFNISYFIRLIT

MARKMIÐ

Stefna indó sparisjóðs hf. („sparisjóðurinn“) er að hafa á að skipa sem hæfustu starfsfólki á hverjum tíma og hámarka virði mannauðs síns með því að tryggja starfsfólki sínu framúrskarandi starfsumhverfi og jöfn tækifæri og kjör óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, uppruna, aldurs trúar eða annarrar stöðu.

Jafnréttisstefnu sparisjóðsins er ætlað að tryggja þau réttindi sem fram koma í 19.-22. grein laga nr 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna.

MEGINÁHERSLUR

Sparisjóðurinn fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma. Sparisjóðurinn er vinnustaður þar sem fólk af öllum kynjum er metið á eigin forsendum, hefur jafna möguleika og sömu réttindi í starfi og til starfsframa. Megináherslur í jafnréttismálum eru:

  • Öll kyn eiga jafna möguleika til starfa og stjórnarsetu.

  • Sömu laun eru greidd fyrir jafnverðmæt störf, óháð kyni.

  • Öll kyn hafa sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu.

  • Störf skulu ekki skilgreind sem sérstök karla- eða kvennastörf.

  • Við nýráðningar skal sérstaklega hvatt til þess að fólk af öllum kynjum sæki um auglýst starf

  • Starfsmenn skulu hafa svigrúm til að samræma starfsskyldur sínar og einkalíf.

  • Leitast verður allra leiða til að koma í veg fyrir kynbundna og kynferðislega áreitni, og slíkt áreiti verður með engu liðið

  • Hlutfall kynja meðal starfsmanna er sem jafnast á hverjum tíma og endurspegli samsetningu og fjölbreytileika samfélagsins í heild sinni

  • Lögð er áhersla á sveigjanlegan vinnutíma starfsmanna og sérstakt tillit er ávallt tekið til sérstakra aðstæðna s.s. vegna umönnunar barna og erfiðra fjölskylduaðstæðna.

  • Einelti, kynferðisleg áreitni eða hvers konar annað ofbeldi verður ekki liðið innan indó.

JAFNLAUNASTEFNA

Það er stefna sparisjóðsins að tryggja að fólki sé ekki mismunað í launum eftir kyni og að einstaklingar fái greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt störf.

Til þess að styðja við jafnlaunastefnuna, fer sparisjóðurinn eftir íslenska staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi, en samkvæmt staðlinum skulu launaviðmið vera fyrirfram ákveðin og hvorki fela í sér beina eða óbeina kynbundna mismunun, né heldur mismunun á grundvelli annarra þátta svo sem kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða eða þjóðernis. Stefna þessi tekur til alls starfsfólks og stjórnar sparisjóðsins.

JAFNLAUNAVOTTUN

Í samræmi við lög og til þess að tryggja eftirfylgni og stöðugar umbætur, skuldbindur sparisjóðurinn sig til að öðlast, og í kjölfarið viðhalda, jafnlaunavottun að undangenginni úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi sínu og gera úrbætur þegar þess er þörf.

SAMÞYKKI OG ENDURSKOÐUN

Stefna þessi nær til allra starfsmanna sparisjóðsins og er samþykkt af stjórn hans, og endurskoðuð árlega eða oftar er þörf þykir.

Svo samþykkt af stjórn indó sparisjóðs hf. þann 1. desember 2021

Neðanmálsgreinar

  1. Allur réttur áskilinn. Skjalið má ekki afrita, vista eða áframsenda með neinum hætti, að hluta til eða heild, nema með fyrirfram skriflegu samþykki indó sparisjóðs hf., eða skv. lagaheimild.