Play endurkröfur
Ef þú hefur keypt flug hjá Play á seinustu misserum með indó kortinu þínu, þá hefurðu sama endurkröfurétt og á VISA kredit korti.
Til þess að við getum farið með færsluna í endurkröfuferli er best að senda okkur númer færslunar (þú finnur það með því að ýta á færsluna í appinu), dagsetningunni á færslunni og upphæð á netspjallið í indó appinu eða á hallo@indo.is.
Ásamt því skaltu senda dagsetningu flugsins, fjölda farþega og bókunarnúmer.
Hafðu í huga að vegna fjölda fyrirspurna gæti verið einhver töf á endurkröfunni. En við munum vinna endurkröfuna þína eins hratt og mögulegt er.
Ef um er að ræða gjafabréf þá þarf að gera kröfu í þrotabúið.