indó merki

Vextir & verðskrá 8. febrúar 2023

Innlánsvextir: 3,0%

Í dag eru vextir á veltureikningi indó 3,0% og við erum óskaplega spennt að greiða okkar viðskiptavinum þessa vexti.

Færslugjöld: Núll og nix

Af hverju í ósköpunum ættum við að rukka þig fyrir að fá að nota peningana þína? Ef kaffibollinn kostar 495 krónur, þá borgarðu bara það fyrir bollann, og ekki krónu meira.


Gengisálag vegna erlendrar kortanotkunar: Nákvæmlega ekki neitt

Ef við værum dæmigerður banki myndum við rukka þig um ca. 2,5% álag ofan á gengi erlendra gjaldmiðla þegar þú notar kortið í útlöndum (eða í þægindum heimafyrir og kaupir í erlendum vefverslunum). Og við myndum sennilega ekki segja þér það beint út, heldur láta duga að gefa þér verra gengi en ella og vona að þú tækir ekki eftir því. En við erum ekki dæmigerður banki, við erum indó. Við leggjum ekkert ofan á það gengi sem við sjálf fáum frá VISA, því við erum jú öll indóar!


Þú veist hvernig vextirnir okkar munu breytast

indó reikningar eru veltureikningar. Vextir á veltureikningi munu vera jafnir vöxtum á viðskiptareikningi Seðlabanka Íslands að frádregnum 3,25%. Ef vextir breytast hjá Seðlabanka Íslands munu vextir á veltureikningum indó taka sambærilegum breytingum innan 2ja daga.